Bezos segist ætla að gefa meirihluta auðæfa sinna Kjartan Kjartansson skrifar 14. nóvember 2022 23:51 Jeff Bezos og Lauren Sánchez vinna saman að mannúðarmálum. Vísir/EPA Jeff Bezos, stofnandi vefverslunarrisans Amazon og einn ríkasti maður heims, segist ætla að gefa meirihluta auðæfa sinna á lífsleiðinni. Ríkidæmi Bezos eru metin á um 124 milljarða dollara, jafnvirði meira en 18.000 milljarða íslenskra króna, þessa stundina. Fyrirheitið gaf Bezos í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina CNN í dag. Hann og Lauren Sánchez, kærasta hans, væru nú að undirbúa jarðveginn til að geta gefið auð hans. Fór hann þó ekki nánar út í þá sálma. Það snúna væri að finna út úr hvernig væri best að gefa féð. „Þetta er ekki auðvelt. Það var ekki auðvelt að byggja upp Amazon. Það krafðist mikillar vinnu og mjög snjallra samstarfsmanna. Ég er að komast að raun um, og Lauren líka, að mannúðarstarf er svipað. Það er ekki auðvelt. Það er mjög erfitt,“ sagði Bezos í viðtalinu. Bezos hætti sem forstjóri Amazon í fyrra en hann á enn um tíu prósent hlut í fyrirtækinu. Auk þess á hann geimferðafyrirtækið Blue Origin og bandaríska dagblaðið Washington Post. Hann hefur sætt gagnrýni fyrir að taka ekki þátt í herferð Bill og Melindu Gates og Warren Buffet sem hvetur milljarðamæringa til þess að gefa meirihluta auðs síns til mannúðarmála. McKenzie Scott, fyrrverandi eignkona Bezos, hefur aftur á móti skrifað undir hjá þeim en hún hefur gefið milljarða dollara í eigin nafni eftir skilnað þeirra Bezos árið 2019. Auðkýfingurinn hefur áður heitið því að leggja baráttunni gegn loftslagsbreytingum til tíu milljarða dollara, jafnvirði um 1.465 milljarða íslenskra króna. Þá greindi Bezos frá því að hann ætlaði að gefa sveitasöngkonunni Dolly Parton hundrað milljónir dollara, jafnvirði um 14,6 milljarða íslenskra króna, til að styrkja mannúðarstörf hennar. Hún styrkti meðal annars þróun bóluefnis Moderna gegn kórónuveirunni. Amazon Bandaríkin Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fyrirheitið gaf Bezos í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina CNN í dag. Hann og Lauren Sánchez, kærasta hans, væru nú að undirbúa jarðveginn til að geta gefið auð hans. Fór hann þó ekki nánar út í þá sálma. Það snúna væri að finna út úr hvernig væri best að gefa féð. „Þetta er ekki auðvelt. Það var ekki auðvelt að byggja upp Amazon. Það krafðist mikillar vinnu og mjög snjallra samstarfsmanna. Ég er að komast að raun um, og Lauren líka, að mannúðarstarf er svipað. Það er ekki auðvelt. Það er mjög erfitt,“ sagði Bezos í viðtalinu. Bezos hætti sem forstjóri Amazon í fyrra en hann á enn um tíu prósent hlut í fyrirtækinu. Auk þess á hann geimferðafyrirtækið Blue Origin og bandaríska dagblaðið Washington Post. Hann hefur sætt gagnrýni fyrir að taka ekki þátt í herferð Bill og Melindu Gates og Warren Buffet sem hvetur milljarðamæringa til þess að gefa meirihluta auðs síns til mannúðarmála. McKenzie Scott, fyrrverandi eignkona Bezos, hefur aftur á móti skrifað undir hjá þeim en hún hefur gefið milljarða dollara í eigin nafni eftir skilnað þeirra Bezos árið 2019. Auðkýfingurinn hefur áður heitið því að leggja baráttunni gegn loftslagsbreytingum til tíu milljarða dollara, jafnvirði um 1.465 milljarða íslenskra króna. Þá greindi Bezos frá því að hann ætlaði að gefa sveitasöngkonunni Dolly Parton hundrað milljónir dollara, jafnvirði um 14,6 milljarða íslenskra króna, til að styrkja mannúðarstörf hennar. Hún styrkti meðal annars þróun bóluefnis Moderna gegn kórónuveirunni.
Amazon Bandaríkin Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira