Börnin okkar og ábyrgð RÚV! Vilhjálmur Hjálmarsson og Gyða Haraldsdóttir skrifa 16. nóvember 2022 08:01 Um þessar mundir sýnir RÚV þáttaröðina „Börnin okkar“ sem byggir á hugmynd Gunnþórunnar Jónsdóttur og Hermundar Sigmundssonar. Fjórði þáttur [frumsýndur 6. nóvember] bar heitið „Greiningar“ og reyndist svo stútfullur af einhliða fullyrðingum og áróðri gegn greiningum og lyfjameðferð að mér varð orða vant. Hvergi í þættinum er rætt við fagaðila sem framkvæma greiningar eða taka ákvörðun um lyfjameðferð, heldur byggt á samtölum við ýmsa aðila sem flest virðast eiga það sameiginlegt að telja greiningar rót alls ills. Greining séu „bara útlistun á þínum takmörkum,“ skilaboð til barns séu röng og verið sé að stimpla það. Orðræða af þessu tagi sýnir fátt annað en vanþekkingu viðmælenda á framkvæmd og tilgangi greininga. Greining á vanda sem upp er kominn hjá barni felst í yfirgripsmikilli skoðun á þroska-, heilsu- og félagslegum bakgrunni barnsins, þróun og umfangi vandans, svo og ítarlegri kortlaggningu á styrkleikum barnsins og veikleikum þess. Niðurstöður greiningar gefa leiðbeiningu um hvaða meðferðir eða önnur úrræði séu líklegust til að skila árangri. Jafnframt á niðurstaða að minnka líkur á að gripið sé til gagnslausra úrræða. Ef einhver telur þetta vera stimplun og röng skilaboð til barns, þá þarf viðkomandi kannski fyrst og fremst að líta í eigin barm. Að byggja ákvarðanir á þekkingu á aldrei að vera neikvæð staða. Um þverbak keyrir þó þegar fjallað er um lyf. Þar nota viðmælendur orð á borð við „ofvirknislyf,“ eins og ADHD lyfjameðferð snúi eingöngu að líkamlegri ofvirkni, sem fer fjarri. Í annan stað er fullyrt að ADHD lyf eigi að „draga úr t.d. hvatvísi — dempar þig,“ sem klárlega staðfestir að viðmælandi hefur engan skilning á út á hvað ADHD gengur né virkni ADHD lyfja. Ítrekað er minnst á lyf vegna kvíða og þunglyndis, en hvergi tæpt á þeim möguleika að skortur á greiningu geti leitt til rangrar lyfjameðferðar, til dæmis þegar einkenni þunglyndis og/eða kvíða séu í raun merki um ógreint ADHD, einhverfu eða annað sem í raun er undirliggjandi ástæða. Þáttagerðarfólk undirbyggir þessar ranghugmyndir svo með ítrekaðri notkun á nærmyndyndum af marglitum lyfjahylkjum sem flæða um eins og sælgæti. Þetta er gamalt og ódýrt trix í sjónvarpsþáttagerð – iðulega notað til að vekja neikvæð hughrif hjá áhorfendum – það er hreinlega spurning hvort RÚV sæmi slík vinnubrögð. Hermundur kemur svo fram í einhvers lags vísindahorni, vitnar til kenninga Gilbert Gottlieb um stöðugt samspil þroski, vaxtar, reynslu og náms. Jafnframt að þroski einstaklings sé samspil erfða, taugakerfis, atferlis og umhverfis. Ég enga ástæðu til að draga þetta í efa, enda vel þekkt að t.d. ógreint eða vanmeðhöndlað ADHD – þar með talið viðbrögð innan skólakerfisins – hefur mikil áhrif á andlegan og félagslegan þroska barns. Því miður kýs Hermundur og hans samstarfsfólk að hunsa þessa hlið með öllu. Þess í stað spyr þáttaferðarfólk hvort lyf séu alltaf lausnin og ýjar þess í stað að því að „regluleg og góð hreyfing og hreint matarræði [geti] t.d. breytt ýmsu til hins betra.“ Eða eins og einn viðmælandi segir, að „[…] mæta bara [barni] með virðingu og ást …!“ Hvað ADHD varðar þá er hreyfing vissulega eitt lykilatriða – og reyndar gildir það um alla, börn og fullorðna, rétt eins og kemur skýrt fram í fimmta þætti sem frumsýndur var viku síðar. En hvað er átt við með „hreinu“ mataræði og hvers vegna telst sjálfsögð ‘virðing og ást’ sem einhver töfralausn. Það sem okkur fannst kannski undarlegast er að í seinni hluta þáttar bentu viðmælendur á ýmsa þætti sem vissulega útskýra hvar hinn raunverulegu vandi liggur. Í mistökum við framkvæmd og skort á fjármagni. En á síðustu metrunum drukknar sú umfjöllun í fabúleringum um lyf og fallegri dæmisögu um mann í frakka, sem túlka má á ólíkan máta. Fyrir hönd ADHD samtakanna viljum við árétta að niðurstöður fjölda rannsókna staðfesta gagnsemi og mikilvægi greininga, meðferðar og lyfja vegna ADHD. Ómálefnaleg umfjöllun og framsetning efnis sem er til þess fallið að ala á fordómum í garð greininga, meðferðar og notkunar lyfja fyrir fólk með ADHD, líkt og gert var í þessum þætti á RÚV er afar skaðleg og í fullkominni andstöðu við niðurstöður rannsókna. Greiningar, meðferð og lyf bjarga lífum! Þáttaröðin er framleidd fyrir RÚV, undir dagskrárstjórn Skarphéðins Guðmundssonar og liggur því beinast við að spyrja dagskrárstjóra RÚV hvort efnistök og framsetning í þessum þætti samræmist gæðakröfum þessarar mikilvægu menningarstofnunar, sem Ríkisútvarpið sannanlega er? Fyrir hönd ADHD samtakanna, Vilhjálmur Hjálmarsson og Gyða Haraldsdóttir, formaður og varaformaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Ríkisútvarpið Vilhjálmur Hjálmarsson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir sýnir RÚV þáttaröðina „Börnin okkar“ sem byggir á hugmynd Gunnþórunnar Jónsdóttur og Hermundar Sigmundssonar. Fjórði þáttur [frumsýndur 6. nóvember] bar heitið „Greiningar“ og reyndist svo stútfullur af einhliða fullyrðingum og áróðri gegn greiningum og lyfjameðferð að mér varð orða vant. Hvergi í þættinum er rætt við fagaðila sem framkvæma greiningar eða taka ákvörðun um lyfjameðferð, heldur byggt á samtölum við ýmsa aðila sem flest virðast eiga það sameiginlegt að telja greiningar rót alls ills. Greining séu „bara útlistun á þínum takmörkum,“ skilaboð til barns séu röng og verið sé að stimpla það. Orðræða af þessu tagi sýnir fátt annað en vanþekkingu viðmælenda á framkvæmd og tilgangi greininga. Greining á vanda sem upp er kominn hjá barni felst í yfirgripsmikilli skoðun á þroska-, heilsu- og félagslegum bakgrunni barnsins, þróun og umfangi vandans, svo og ítarlegri kortlaggningu á styrkleikum barnsins og veikleikum þess. Niðurstöður greiningar gefa leiðbeiningu um hvaða meðferðir eða önnur úrræði séu líklegust til að skila árangri. Jafnframt á niðurstaða að minnka líkur á að gripið sé til gagnslausra úrræða. Ef einhver telur þetta vera stimplun og röng skilaboð til barns, þá þarf viðkomandi kannski fyrst og fremst að líta í eigin barm. Að byggja ákvarðanir á þekkingu á aldrei að vera neikvæð staða. Um þverbak keyrir þó þegar fjallað er um lyf. Þar nota viðmælendur orð á borð við „ofvirknislyf,“ eins og ADHD lyfjameðferð snúi eingöngu að líkamlegri ofvirkni, sem fer fjarri. Í annan stað er fullyrt að ADHD lyf eigi að „draga úr t.d. hvatvísi — dempar þig,“ sem klárlega staðfestir að viðmælandi hefur engan skilning á út á hvað ADHD gengur né virkni ADHD lyfja. Ítrekað er minnst á lyf vegna kvíða og þunglyndis, en hvergi tæpt á þeim möguleika að skortur á greiningu geti leitt til rangrar lyfjameðferðar, til dæmis þegar einkenni þunglyndis og/eða kvíða séu í raun merki um ógreint ADHD, einhverfu eða annað sem í raun er undirliggjandi ástæða. Þáttagerðarfólk undirbyggir þessar ranghugmyndir svo með ítrekaðri notkun á nærmyndyndum af marglitum lyfjahylkjum sem flæða um eins og sælgæti. Þetta er gamalt og ódýrt trix í sjónvarpsþáttagerð – iðulega notað til að vekja neikvæð hughrif hjá áhorfendum – það er hreinlega spurning hvort RÚV sæmi slík vinnubrögð. Hermundur kemur svo fram í einhvers lags vísindahorni, vitnar til kenninga Gilbert Gottlieb um stöðugt samspil þroski, vaxtar, reynslu og náms. Jafnframt að þroski einstaklings sé samspil erfða, taugakerfis, atferlis og umhverfis. Ég enga ástæðu til að draga þetta í efa, enda vel þekkt að t.d. ógreint eða vanmeðhöndlað ADHD – þar með talið viðbrögð innan skólakerfisins – hefur mikil áhrif á andlegan og félagslegan þroska barns. Því miður kýs Hermundur og hans samstarfsfólk að hunsa þessa hlið með öllu. Þess í stað spyr þáttaferðarfólk hvort lyf séu alltaf lausnin og ýjar þess í stað að því að „regluleg og góð hreyfing og hreint matarræði [geti] t.d. breytt ýmsu til hins betra.“ Eða eins og einn viðmælandi segir, að „[…] mæta bara [barni] með virðingu og ást …!“ Hvað ADHD varðar þá er hreyfing vissulega eitt lykilatriða – og reyndar gildir það um alla, börn og fullorðna, rétt eins og kemur skýrt fram í fimmta þætti sem frumsýndur var viku síðar. En hvað er átt við með „hreinu“ mataræði og hvers vegna telst sjálfsögð ‘virðing og ást’ sem einhver töfralausn. Það sem okkur fannst kannski undarlegast er að í seinni hluta þáttar bentu viðmælendur á ýmsa þætti sem vissulega útskýra hvar hinn raunverulegu vandi liggur. Í mistökum við framkvæmd og skort á fjármagni. En á síðustu metrunum drukknar sú umfjöllun í fabúleringum um lyf og fallegri dæmisögu um mann í frakka, sem túlka má á ólíkan máta. Fyrir hönd ADHD samtakanna viljum við árétta að niðurstöður fjölda rannsókna staðfesta gagnsemi og mikilvægi greininga, meðferðar og lyfja vegna ADHD. Ómálefnaleg umfjöllun og framsetning efnis sem er til þess fallið að ala á fordómum í garð greininga, meðferðar og notkunar lyfja fyrir fólk með ADHD, líkt og gert var í þessum þætti á RÚV er afar skaðleg og í fullkominni andstöðu við niðurstöður rannsókna. Greiningar, meðferð og lyf bjarga lífum! Þáttaröðin er framleidd fyrir RÚV, undir dagskrárstjórn Skarphéðins Guðmundssonar og liggur því beinast við að spyrja dagskrárstjóra RÚV hvort efnistök og framsetning í þessum þætti samræmist gæðakröfum þessarar mikilvægu menningarstofnunar, sem Ríkisútvarpið sannanlega er? Fyrir hönd ADHD samtakanna, Vilhjálmur Hjálmarsson og Gyða Haraldsdóttir, formaður og varaformaður.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar