Fimmtán mánaða fangelsi fyrir kannabisræktun á Akureyri Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 28. nóvember 2022 12:10 Þrír aðrir einstaklingar voru sakfelldir fyrir aðild sína að brotinu en þau leituðu ekki endurskoðunar héraðsdóms. vísir/vilhelm Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra yfir karlmanni, sem sakfelldur var fyrir að hafa staðið að ræktun fjórtán kannabisplantna í íbúðarhúsi á Akureyri. Þrír aðrir einstaklingar voru sakfelldir fyrir aðild sína að brotinu en þau leituðu ekki endurskoðunar héraðsdóms. Forsaga málsins er sú að í nóvember 2020 barst lögreglunni tilkynning um aðila sem virtust vera að bera plöntur í sendiferðabifreiðvið íbúðarhús á Akureyri. Við komu lögreglu á vettvang mátti sjá ýmisskonar búnað til ræktunar og kannabisplöntur í opnum plastpokum fyrir utan íbúðina og inni í sendibifreiðinni. Þar hitti lögregla fyrir mann sem leigði herbergi í umræddri íbúð og sagðist hann hafa verið að flytja plönturnar úr íbúðinni í bifreiðina. Maðurinn var handtekinn og sömuleiðis sá sem sakfelldur var, en hann kvaðst þó aðeins hafa verið að aðstoða við að ferja „dót“. Í skýrslu sinni hjá lögreglu kvaðst leigjandinn hafa staðið að ræktuninni ásamt manninum og eiganda íbúðarinnar en eigandi íbúðarinnar viðurkenndi einnig aðild að málinu. Sambýliskona íbúðareigandans var sömuleiðis ákærð fyrir sína þáttöku í brotinu en þar sem ekkert lá fyrir um þátttöku hennar í ræktuninni var hún einungis sakfelld fyrir að hafa haft plönturnar í vörslum sínum. Þá var þáttur íbúðareigandans einkum talinn hafa falist í að leyfa ræktun í íbúð sinni. Framburður talinn ótrúverðugur Fyrir héraðsdómi sagði maðurinn að hann hefði tvisvar eða þrisvar komið að umhirðu kannabisplantnanna í íbúðinni og því vitað af ræktuninni þar. Einnig hefði hann lánað leigjandanum í íbúðinni peninga án þess að spyrja til hvers hann ætlaði að nota þá. Loks viðurkenndi hann að hafa aðstoðað leigjandann við flutning á „einhverju drasli“ í svörtum plastpokum úr íbúðinni og verið við þá iðju þegar lögreglu bar að. Auk þess hefði hann útvegað sendibifreið til flutninganna. Hann hélt því hins vegar fram að hann hefði ekki vitað hvað var í pokunum. Sá framburður þótti afar ótrúverðugur í ljósi þess að hann vissi af ræktuninni í íbúðinni. Í héraðsdómi var leigjandinn dæmdur í þriggja mánaða fangelsi. Sambýliskona íbúðareigandans hlaut þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm en íbúðareigandanum var ekki gerð sérstök refsins. Maðurinn var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi, en fram kemur í dómi héraðsdóms að hann eigi nokkurn sakaferil að baki. Með fyrrnefndu broti rauf hann skilyrði reynslulausnar. Í dómi Landsréttar voru færð rök fyrir því að framburður mannsins væri ótrúverðugur. Landsréttur taldi sannað að hann hefði staðið að brotinu ásamt hinum þremur sem sakfelld voru og var niðurstaða hins áfrýjaða dóms því staðfest. Hér má sjá dóm Landsréttar. Dómsmál Fíkniefnabrot Akureyri Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Forsaga málsins er sú að í nóvember 2020 barst lögreglunni tilkynning um aðila sem virtust vera að bera plöntur í sendiferðabifreiðvið íbúðarhús á Akureyri. Við komu lögreglu á vettvang mátti sjá ýmisskonar búnað til ræktunar og kannabisplöntur í opnum plastpokum fyrir utan íbúðina og inni í sendibifreiðinni. Þar hitti lögregla fyrir mann sem leigði herbergi í umræddri íbúð og sagðist hann hafa verið að flytja plönturnar úr íbúðinni í bifreiðina. Maðurinn var handtekinn og sömuleiðis sá sem sakfelldur var, en hann kvaðst þó aðeins hafa verið að aðstoða við að ferja „dót“. Í skýrslu sinni hjá lögreglu kvaðst leigjandinn hafa staðið að ræktuninni ásamt manninum og eiganda íbúðarinnar en eigandi íbúðarinnar viðurkenndi einnig aðild að málinu. Sambýliskona íbúðareigandans var sömuleiðis ákærð fyrir sína þáttöku í brotinu en þar sem ekkert lá fyrir um þátttöku hennar í ræktuninni var hún einungis sakfelld fyrir að hafa haft plönturnar í vörslum sínum. Þá var þáttur íbúðareigandans einkum talinn hafa falist í að leyfa ræktun í íbúð sinni. Framburður talinn ótrúverðugur Fyrir héraðsdómi sagði maðurinn að hann hefði tvisvar eða þrisvar komið að umhirðu kannabisplantnanna í íbúðinni og því vitað af ræktuninni þar. Einnig hefði hann lánað leigjandanum í íbúðinni peninga án þess að spyrja til hvers hann ætlaði að nota þá. Loks viðurkenndi hann að hafa aðstoðað leigjandann við flutning á „einhverju drasli“ í svörtum plastpokum úr íbúðinni og verið við þá iðju þegar lögreglu bar að. Auk þess hefði hann útvegað sendibifreið til flutninganna. Hann hélt því hins vegar fram að hann hefði ekki vitað hvað var í pokunum. Sá framburður þótti afar ótrúverðugur í ljósi þess að hann vissi af ræktuninni í íbúðinni. Í héraðsdómi var leigjandinn dæmdur í þriggja mánaða fangelsi. Sambýliskona íbúðareigandans hlaut þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm en íbúðareigandanum var ekki gerð sérstök refsins. Maðurinn var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi, en fram kemur í dómi héraðsdóms að hann eigi nokkurn sakaferil að baki. Með fyrrnefndu broti rauf hann skilyrði reynslulausnar. Í dómi Landsréttar voru færð rök fyrir því að framburður mannsins væri ótrúverðugur. Landsréttur taldi sannað að hann hefði staðið að brotinu ásamt hinum þremur sem sakfelld voru og var niðurstaða hins áfrýjaða dóms því staðfest. Hér má sjá dóm Landsréttar.
Dómsmál Fíkniefnabrot Akureyri Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira