„Eitthvað heillandi við jólaandann í bland við kuldann og stressið“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 10. desember 2022 09:00 Beggi Ólafs er viðmælandi í Jólamola dagsins. Rithöfundurinn og hlaðvarpsstjórnandinn Beggi Ólafs er búsettur í Kaliforníu þar sem hann stundar doktorsnám í sálfræði. Hann ætlar þó að koma heim til Íslands nú í desember og njóta jólanna í faðmi fjölskyldu og vina. Beggi Ólafs er viðmælandi í Jólamola dagsins. Jólamolar Vísis munu birtast reglulega fram að jólum. Þar fáum við að kynnast þjóðþekktum einstaklingum í nýju ljósi og komast að því hvað það er sem kemur þeim í jólagírinn. Jólamolunum er ekki síður ætlað að koma lesendum Vísis í hið eina sanna hátíðarskap. Hvort myndirðu skilgreina þig sem Elf eða The Grinch? „Klárlega Elf. Jólin hafa verið uppáhaldstími ársins hjá mér undanfarin ár. Jólin gefa manni færi á að slaka á, borða aðeins óhollari mat og verja tíma með vinum og fjölskyldu. Svo er líka eitthvað heillandi við jólaandann í bland við kalda veðrið og jólastressið. Vonandi fáum við snjó!“ Hver er þín uppáhalds jólaminning? „Það eru margar minningar með ömmu, afa og frænda sem koma upp en því miður eru þau öll farin frá okkur. Það var ekkert eðlilega gaman að borða pizzu og nammi og spila tölvuleikinn FIFA við bræður mína á aðfangadag upp á hver myndi þurfa að lesa á pakkana. Ég vann að sjálfsögðu alltaf.“ Beggi Ólafs gaf nýlega út bókina Tíu skilaboð – að skapa öryggi úr óvissu og spurningaspilið 24/7. Áður hafði hann gefið út bókina Tíu skref - í átt að innihaldsríki lífi. Hver er eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Ansi oft hef ég vitað hvað ég er að fá í jólagjöf þar sem ég hef beðið bræður mína að gefa mér eitthvað ákveðið og svo gefa mamma og pabbi mér yfirleitt pening til að kaupa eitthvað sem verður síðan að sjálfsögðu að pakka inn og að setja undir jólatréð. Það er því ekki margt sem hefur komið mér á óvart eða staðið eitthvað sérstaklega upp úr. Til að segja eitthvað, ætli það hafi ekki verið að fá gjafabréf frá Sindra Tattoo frá bræðrum mínum fyrir nokkrum árum (kom svakalega á óvart).“ Hver er versta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Ætli það sé bara ekki einhvern tímann þegar Lalli bró gaf mér flík sem ég hefði frekar brennt heldur en að klæða mig í.“ Hver er uppáhalds jólahefðin þín? „Að fara á Jón Jónsson jólatónleika. Ég er svakalega spenntur fyrir tónleikunum hans og Frikka 17 desember. Áfram FH! Að fara á leiðið hjá ömmu og afa með fjölskyldunni og minnast þeirra sem eru farnir frá okkur á aðfangadag er líka afar þýðingarfullt.“ Hvað er uppáhalds jólalagið þitt? „Eitt sinn rétt fyrir jólin með Svölu Björgvins.“ Hver er þín uppáhalds jólamynd? „Kannski ekki beint jólamyndir en ég elska að horfa á Harry Potter og Lord of the Rings á jólunum.“ Hvað borðar þú á aðfangadag? „Kalkún.“ Hvers óskar þú þér í jólagjöf í ár? „Bækur, upplifun eða nudd.“ View this post on Instagram A post shared by B E G G I Ó L A F S (@beggiolafs) Hvað er það sem hringir inn jólin fyrir þér? „Ætli það sé ekki þegar ég er að keyra á Íslandi í snjókomu einhvern tímann í desember og það kemur óvænt jólalag í útvarpið. Þegar klukkan slær 18:00 á aðfangadag og ég knúsa og kyssi mitt fólk gleðileg jól.“ Er eitthvað skemmtilegt á döfinni hjá þér núna fyrir jólin? „Ég kem heim frá Kaliforníu rétt fyrir jólin. Þangað til mun skólinn gleypa mest allan tímann minn ásamt því að halda áfram að hvetja fólk til að fjárfesta í nýju bókinni og spilinu. Ég vona að sem flestir fái bókina Tíu skilaboð – að skapa öryggi úr óvissu og 24/7 – spurningaspil sem stuðlar að innihaldsríkum samræðum í jólapakkann sinn – fæst á beggiolafs.com.“ Jólamolar Jól Jólamatur Jólalög Tengdar fréttir Besta jólagjöfin var bónorð á aðfangadag Jólin eru sannarlega tími tónlistarkonunnar Guðrúnar Árnýjar. Hún kynntist manninum sínum í desember mánuði fyrir 22 árum síðan og trúlofaðist honum á aðfangadag. Þá eru jólin alltaf annasamur en skemmtilegur tími hjá henni í tónlistinni. Guðrún Árný er viðmælandi í Jólamola dagsins. 6. desember 2022 09:01 Sá sem gaf Gumma Kíró gönguskó í jólagjöf hefði átt að vita betur Kírópraktorinn og fagurkerinn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró, segist vera erfiður þegar kemur að jólagjöfum. Hann viti aldrei hvað hann langi í en jólagjafirnar sem börnin búi til í skólanum hitti þó alltaf beint í hjartastað. Gummi Kíró er viðmælandi í Jólamola dagsins. 5. desember 2022 09:01 „Æsingurinn var svo mikill að á níutíu mínútum var búið að afgreiða jólin gjörsamlega“ Íþróttafréttakonan Kristjana Arnarsdóttir eignaðist sitt fyrsta barn nú á árinu og er hún því að fara upplifa fyrstu jólin sem móðir. Síðustu ár segist Kristjana ekki hafa lagt sérstaklega mikið upp úr jólahaldinu en nú telur hún að þar verði breyting á. Kristjana er viðmælandi í Jólamola dagsins. 4. desember 2022 10:00 Jólin voru erfiður tími þar til hún losnaði undan pressunni og fann jólagleðina á ný Leikkonan Aldís Amah Hamilton hefur verið áberandi hér á landi síðustu ár, nú síðast fyrir hlutverk sitt í Svörtu söndum. Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á handrit fyrir nýja þáttaröð af Svörtu söndum en Aldís er einn af hugmyndasmiðum þáttanna. Eftir það ætlar hún að taka sér gott jólafrí í fyrsta sinn í langan tíma, borða ljúffengan vegan mat, spila tölvuleiki og hlaða batteríin. Aldís Amah er viðmælandi í Jólamola dagsins. 3. desember 2022 09:01 Dónalegur pakki gerði Ástrós vandræðalega á aðfangadagskvöld Hin stórglæsilega og hæfileikaríka Ástrós Traustadóttir fangaði athygli þjóðarinnar þegar hún tók þátt í þáttunum Allir geta dansað fyrir fjórum árum síðan. Þá hafði hún verið áberandi á samfélagsmiðlum í þónokkur ár. Í dag er hún hluti af LXS áhrifavaldahópnum sem þjóðin fékk að kynnast í samnefndum raunveruleikaþáttum á Stöð 2 í haust. Ástrós er viðmælandi í Jólamola dagsins. 1. desember 2022 09:01 Mest lesið Jólastöðin er komin í loftið Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Vinsæl jóladagatöl á Íslandi: Bjór, snyrtivörur, kaffi og lakkrís Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir herrann Jól Mannmergð á tjörninni Jól Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Jól Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Hrekkjóttir álfar valda usla á íslenskum heimilum Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Grín og glens: Jólabrandarar og gátur Jól Fleiri fréttir Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Jólamolar Vísis munu birtast reglulega fram að jólum. Þar fáum við að kynnast þjóðþekktum einstaklingum í nýju ljósi og komast að því hvað það er sem kemur þeim í jólagírinn. Jólamolunum er ekki síður ætlað að koma lesendum Vísis í hið eina sanna hátíðarskap. Hvort myndirðu skilgreina þig sem Elf eða The Grinch? „Klárlega Elf. Jólin hafa verið uppáhaldstími ársins hjá mér undanfarin ár. Jólin gefa manni færi á að slaka á, borða aðeins óhollari mat og verja tíma með vinum og fjölskyldu. Svo er líka eitthvað heillandi við jólaandann í bland við kalda veðrið og jólastressið. Vonandi fáum við snjó!“ Hver er þín uppáhalds jólaminning? „Það eru margar minningar með ömmu, afa og frænda sem koma upp en því miður eru þau öll farin frá okkur. Það var ekkert eðlilega gaman að borða pizzu og nammi og spila tölvuleikinn FIFA við bræður mína á aðfangadag upp á hver myndi þurfa að lesa á pakkana. Ég vann að sjálfsögðu alltaf.“ Beggi Ólafs gaf nýlega út bókina Tíu skilaboð – að skapa öryggi úr óvissu og spurningaspilið 24/7. Áður hafði hann gefið út bókina Tíu skref - í átt að innihaldsríki lífi. Hver er eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Ansi oft hef ég vitað hvað ég er að fá í jólagjöf þar sem ég hef beðið bræður mína að gefa mér eitthvað ákveðið og svo gefa mamma og pabbi mér yfirleitt pening til að kaupa eitthvað sem verður síðan að sjálfsögðu að pakka inn og að setja undir jólatréð. Það er því ekki margt sem hefur komið mér á óvart eða staðið eitthvað sérstaklega upp úr. Til að segja eitthvað, ætli það hafi ekki verið að fá gjafabréf frá Sindra Tattoo frá bræðrum mínum fyrir nokkrum árum (kom svakalega á óvart).“ Hver er versta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Ætli það sé bara ekki einhvern tímann þegar Lalli bró gaf mér flík sem ég hefði frekar brennt heldur en að klæða mig í.“ Hver er uppáhalds jólahefðin þín? „Að fara á Jón Jónsson jólatónleika. Ég er svakalega spenntur fyrir tónleikunum hans og Frikka 17 desember. Áfram FH! Að fara á leiðið hjá ömmu og afa með fjölskyldunni og minnast þeirra sem eru farnir frá okkur á aðfangadag er líka afar þýðingarfullt.“ Hvað er uppáhalds jólalagið þitt? „Eitt sinn rétt fyrir jólin með Svölu Björgvins.“ Hver er þín uppáhalds jólamynd? „Kannski ekki beint jólamyndir en ég elska að horfa á Harry Potter og Lord of the Rings á jólunum.“ Hvað borðar þú á aðfangadag? „Kalkún.“ Hvers óskar þú þér í jólagjöf í ár? „Bækur, upplifun eða nudd.“ View this post on Instagram A post shared by B E G G I Ó L A F S (@beggiolafs) Hvað er það sem hringir inn jólin fyrir þér? „Ætli það sé ekki þegar ég er að keyra á Íslandi í snjókomu einhvern tímann í desember og það kemur óvænt jólalag í útvarpið. Þegar klukkan slær 18:00 á aðfangadag og ég knúsa og kyssi mitt fólk gleðileg jól.“ Er eitthvað skemmtilegt á döfinni hjá þér núna fyrir jólin? „Ég kem heim frá Kaliforníu rétt fyrir jólin. Þangað til mun skólinn gleypa mest allan tímann minn ásamt því að halda áfram að hvetja fólk til að fjárfesta í nýju bókinni og spilinu. Ég vona að sem flestir fái bókina Tíu skilaboð – að skapa öryggi úr óvissu og 24/7 – spurningaspil sem stuðlar að innihaldsríkum samræðum í jólapakkann sinn – fæst á beggiolafs.com.“
Jólamolar Jól Jólamatur Jólalög Tengdar fréttir Besta jólagjöfin var bónorð á aðfangadag Jólin eru sannarlega tími tónlistarkonunnar Guðrúnar Árnýjar. Hún kynntist manninum sínum í desember mánuði fyrir 22 árum síðan og trúlofaðist honum á aðfangadag. Þá eru jólin alltaf annasamur en skemmtilegur tími hjá henni í tónlistinni. Guðrún Árný er viðmælandi í Jólamola dagsins. 6. desember 2022 09:01 Sá sem gaf Gumma Kíró gönguskó í jólagjöf hefði átt að vita betur Kírópraktorinn og fagurkerinn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró, segist vera erfiður þegar kemur að jólagjöfum. Hann viti aldrei hvað hann langi í en jólagjafirnar sem börnin búi til í skólanum hitti þó alltaf beint í hjartastað. Gummi Kíró er viðmælandi í Jólamola dagsins. 5. desember 2022 09:01 „Æsingurinn var svo mikill að á níutíu mínútum var búið að afgreiða jólin gjörsamlega“ Íþróttafréttakonan Kristjana Arnarsdóttir eignaðist sitt fyrsta barn nú á árinu og er hún því að fara upplifa fyrstu jólin sem móðir. Síðustu ár segist Kristjana ekki hafa lagt sérstaklega mikið upp úr jólahaldinu en nú telur hún að þar verði breyting á. Kristjana er viðmælandi í Jólamola dagsins. 4. desember 2022 10:00 Jólin voru erfiður tími þar til hún losnaði undan pressunni og fann jólagleðina á ný Leikkonan Aldís Amah Hamilton hefur verið áberandi hér á landi síðustu ár, nú síðast fyrir hlutverk sitt í Svörtu söndum. Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á handrit fyrir nýja þáttaröð af Svörtu söndum en Aldís er einn af hugmyndasmiðum þáttanna. Eftir það ætlar hún að taka sér gott jólafrí í fyrsta sinn í langan tíma, borða ljúffengan vegan mat, spila tölvuleiki og hlaða batteríin. Aldís Amah er viðmælandi í Jólamola dagsins. 3. desember 2022 09:01 Dónalegur pakki gerði Ástrós vandræðalega á aðfangadagskvöld Hin stórglæsilega og hæfileikaríka Ástrós Traustadóttir fangaði athygli þjóðarinnar þegar hún tók þátt í þáttunum Allir geta dansað fyrir fjórum árum síðan. Þá hafði hún verið áberandi á samfélagsmiðlum í þónokkur ár. Í dag er hún hluti af LXS áhrifavaldahópnum sem þjóðin fékk að kynnast í samnefndum raunveruleikaþáttum á Stöð 2 í haust. Ástrós er viðmælandi í Jólamola dagsins. 1. desember 2022 09:01 Mest lesið Jólastöðin er komin í loftið Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Vinsæl jóladagatöl á Íslandi: Bjór, snyrtivörur, kaffi og lakkrís Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir herrann Jól Mannmergð á tjörninni Jól Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Jól Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Hrekkjóttir álfar valda usla á íslenskum heimilum Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Grín og glens: Jólabrandarar og gátur Jól Fleiri fréttir Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Besta jólagjöfin var bónorð á aðfangadag Jólin eru sannarlega tími tónlistarkonunnar Guðrúnar Árnýjar. Hún kynntist manninum sínum í desember mánuði fyrir 22 árum síðan og trúlofaðist honum á aðfangadag. Þá eru jólin alltaf annasamur en skemmtilegur tími hjá henni í tónlistinni. Guðrún Árný er viðmælandi í Jólamola dagsins. 6. desember 2022 09:01
Sá sem gaf Gumma Kíró gönguskó í jólagjöf hefði átt að vita betur Kírópraktorinn og fagurkerinn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró, segist vera erfiður þegar kemur að jólagjöfum. Hann viti aldrei hvað hann langi í en jólagjafirnar sem börnin búi til í skólanum hitti þó alltaf beint í hjartastað. Gummi Kíró er viðmælandi í Jólamola dagsins. 5. desember 2022 09:01
„Æsingurinn var svo mikill að á níutíu mínútum var búið að afgreiða jólin gjörsamlega“ Íþróttafréttakonan Kristjana Arnarsdóttir eignaðist sitt fyrsta barn nú á árinu og er hún því að fara upplifa fyrstu jólin sem móðir. Síðustu ár segist Kristjana ekki hafa lagt sérstaklega mikið upp úr jólahaldinu en nú telur hún að þar verði breyting á. Kristjana er viðmælandi í Jólamola dagsins. 4. desember 2022 10:00
Jólin voru erfiður tími þar til hún losnaði undan pressunni og fann jólagleðina á ný Leikkonan Aldís Amah Hamilton hefur verið áberandi hér á landi síðustu ár, nú síðast fyrir hlutverk sitt í Svörtu söndum. Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á handrit fyrir nýja þáttaröð af Svörtu söndum en Aldís er einn af hugmyndasmiðum þáttanna. Eftir það ætlar hún að taka sér gott jólafrí í fyrsta sinn í langan tíma, borða ljúffengan vegan mat, spila tölvuleiki og hlaða batteríin. Aldís Amah er viðmælandi í Jólamola dagsins. 3. desember 2022 09:01
Dónalegur pakki gerði Ástrós vandræðalega á aðfangadagskvöld Hin stórglæsilega og hæfileikaríka Ástrós Traustadóttir fangaði athygli þjóðarinnar þegar hún tók þátt í þáttunum Allir geta dansað fyrir fjórum árum síðan. Þá hafði hún verið áberandi á samfélagsmiðlum í þónokkur ár. Í dag er hún hluti af LXS áhrifavaldahópnum sem þjóðin fékk að kynnast í samnefndum raunveruleikaþáttum á Stöð 2 í haust. Ástrós er viðmælandi í Jólamola dagsins. 1. desember 2022 09:01