10. umferð CS:GO | 30-bombur og Atlantic á toppnum Snorri Rafn Hallsson skrifar 3. desember 2022 13:00 Nú þegar seinni hluti tímabilsins er hafin eru Atlantic og Dusty jöfn að stigum á toppi deildarinnar. Þór fylgir fast á hælana en TEN5ION hefur ekki enn unnið leik. Leikir vikunnar TEN5ION 11 – SAGA 16 Liðin mættust í Ancient þar sem fyrri leikur þeirra fór einnig fram en SAGA vann hann í tvöfaldri framlengingu 22–19. SAGA hóf þennan leik í vörn en eftir 5 lotur komst TEN5ION yfir. Var það í fyrsta og eina skiptið í leiknum og héldu ADHD, DOM og WZRD uppi þéttum vörnum í fyrri hálfleik og staðan 12–3 fyrir SAGA þegar liðin skiptu um hlutverk. Í síðari hálfleik gekk TEN5ION vel að aftengja sprengjur SAGA og minnkaði forskotið en það dugði ekki til og SAGA stóð uppi sem sigurvegari í leiknum. Fylkir 7 – 16 Atlantic Fyrsti leikur Atlantic, sem áður hét NÚ, í Ljósleiðaradeildinni undir nýju nafni fór fram í Nuke gegn Fylki. Liðin tókust einnig á við kjarnorkuverið á fyrri hluta tímabilsins en þar hafði Atlantic betur 25–22 eftir þrefalda framlengingu. Bl1ck og Bjarni voru í fantaformi hjá Atlantic í þetta skiptið og komst liðið í 5–0 áður en Fylkir komst á blað. Staðan í hálfleik var 11–4 fyrir Atlantic en þá var Ravle kominn í gang og átti hann stóran þátt í lokarununni sem tryggði Atlantic góðan sigur. LAVA 19 – 17 Þór Þórsarar byrjuðu í vörn í Vertigo en LAVA hafði mikla yfirburði í sókninni og komst í 9–2 með kröftugum leik bæði Stlaz og H0Z1D3R. H0Z1D3R lék ekki í Ljósleiðaradeildinni á síðasta tímabili en kom heldur betur öflugur inn í þessum leik. Þórsara klóruðu í bakkann undir lok fyrri hálfleiks og var staðan 9–6 eftir fimmtán lotur. LAVA hóf síðari hálfleik af krafti en Þórsarar voru fljótir að svara og komast yfir 14–13 undir lokin. Þá skiptust liðin á lotum og var það H0Z1D3R sem knúði fram framlengingu á síðustu stundu. Þar hafði LAVA betur og skaut sér upp um eitt sæti. Ármann 14 – 16 Viðstöðu Liðin tvö voru þau fyrstu til að mætast í hinu nýtilkomna Anubis korti og sást það að hvorugt liðanna var vant að spila það. Ármann byrjaði í sókn og komst snemma yfir en um miðbik fyrri hálfleiks hafði lið Viðstöðu vanist kortinu og vann fimm af síðustu sjö lotunum. Staðan í hálfleik var því 8–7 fyrir Ármanni. Lið Viðstöðu nýtti meðbyrinn og kom sér í 12–9 áður en Ármann tók við sér og nýtti hver einustu mistök sem Viðstöðu gerði. Allee var hins vegar frábær á vappanum og skilaði Viðstöðu verðskuldum sigri í 30. lotu með þrefaldri fellu. Dusty 16 – 10 Breiðablik Dusty var eina liðið sem gat jafnað Atlantic að stigum en þeir fóru ekki vel af stað gegn Breiðabliki í Inferno. Blikar komust í stöðuna 5–3 en leikmenn Dusty svöruðu af krafti og tókst að komast yfir í 8–7 áður en hálfleikurinn var úti. Í síðari hálfleik var almennilega kviknað í Dusty mönnum og skiluðu EddezeNNN, StebbiC0C0 og B0ndi allir sínu. Sá síðastnefndi var einstaklega atkvæðamikill og í 26. lotu rauf B0ndi 30-fellu múrinn. StebbiC0C0 rak svo smiðshöggið á sigurinn í þeirri næstu og er Dusty nú jafnt Atlantic að stigum á ný. Staðan Litlar breytingar hafa orðið á uppröðun liðanna fyrir utan það LAVA og SAGA stukku upp fyrir Ármann og Breiðablik. Enn eru Atlantic, Dusty og Þór liðin sem berjast um toppsætið og Fylkir og TEN5ION í fallsætum. Næstu leikir 11. umferðin fer fram dagana 6. og 8. desember og er dagskráin eftirfarandi: Viðstöðu – Dusty, þriðjudaginn 6/12, kl. 19:30 SAGA – Þór, þriðjudaginn 6/12, kl. 20:30 LAVA – Atlantic, fimmtudaginn 8/12, kl. 19:30 Ármann – Breiðablik, fimmtudaginn 8/12, kl. 20:30 TEN5ION – Fylkir, fimmtudaginn 8/12 kl. 21:30 Sýnt verður frá leikjunum í beinni á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Fylkir Dusty Breiðablik Ármann Þór Akureyri Tengdar fréttir Tilþrifin: B0ndi tekur út fjóra fyrir meistarana Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það b0ndi í liði Dusty sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. 2. desember 2022 10:46 Tilþrifin: Eiki47 stríddi toppliðinu Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það Eiki47 í liði Fylkis sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. 30. nóvember 2022 10:47 B0ndi 30-bombaði og gott betur gegn Breiðabliki 10. umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO lauk á viðureign Dusty og Breiðabliks í Inferno. 2. desember 2022 16:00 Allee lék á als oddi í Anubis Ármann mætti Viðstöðu í fyrsta Anubis leik tímabilsins. 2. desember 2022 15:01 RavlE lipur á rifflinum Atlantic Esports lék sinn fyrsta leik undir nýju nafni í Ljósleiðaradeildinni þegar liðið mætti Fylki. Áður hét Atlantic NÚ. 30. nóvember 2022 16:00 WZRD göldróttur í Ancient Ljósleiðaradeildin í CS:GO er snúin aftur eftir hlé og hleyptu SAGA og TEN5ION 10. umferðinni af stað í gærkvöldi. 30. nóvember 2022 14:01 H0Z1D3R með frábæra innkomu í lið LAVA LAVA og Þór mættust í Vertigo í gærkvöldi. Leikurinn var jafn og spennandi og réðust úrslit ekki fyrr en í framlengingu. 2. desember 2022 13:31 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn
Leikir vikunnar TEN5ION 11 – SAGA 16 Liðin mættust í Ancient þar sem fyrri leikur þeirra fór einnig fram en SAGA vann hann í tvöfaldri framlengingu 22–19. SAGA hóf þennan leik í vörn en eftir 5 lotur komst TEN5ION yfir. Var það í fyrsta og eina skiptið í leiknum og héldu ADHD, DOM og WZRD uppi þéttum vörnum í fyrri hálfleik og staðan 12–3 fyrir SAGA þegar liðin skiptu um hlutverk. Í síðari hálfleik gekk TEN5ION vel að aftengja sprengjur SAGA og minnkaði forskotið en það dugði ekki til og SAGA stóð uppi sem sigurvegari í leiknum. Fylkir 7 – 16 Atlantic Fyrsti leikur Atlantic, sem áður hét NÚ, í Ljósleiðaradeildinni undir nýju nafni fór fram í Nuke gegn Fylki. Liðin tókust einnig á við kjarnorkuverið á fyrri hluta tímabilsins en þar hafði Atlantic betur 25–22 eftir þrefalda framlengingu. Bl1ck og Bjarni voru í fantaformi hjá Atlantic í þetta skiptið og komst liðið í 5–0 áður en Fylkir komst á blað. Staðan í hálfleik var 11–4 fyrir Atlantic en þá var Ravle kominn í gang og átti hann stóran þátt í lokarununni sem tryggði Atlantic góðan sigur. LAVA 19 – 17 Þór Þórsarar byrjuðu í vörn í Vertigo en LAVA hafði mikla yfirburði í sókninni og komst í 9–2 með kröftugum leik bæði Stlaz og H0Z1D3R. H0Z1D3R lék ekki í Ljósleiðaradeildinni á síðasta tímabili en kom heldur betur öflugur inn í þessum leik. Þórsara klóruðu í bakkann undir lok fyrri hálfleiks og var staðan 9–6 eftir fimmtán lotur. LAVA hóf síðari hálfleik af krafti en Þórsarar voru fljótir að svara og komast yfir 14–13 undir lokin. Þá skiptust liðin á lotum og var það H0Z1D3R sem knúði fram framlengingu á síðustu stundu. Þar hafði LAVA betur og skaut sér upp um eitt sæti. Ármann 14 – 16 Viðstöðu Liðin tvö voru þau fyrstu til að mætast í hinu nýtilkomna Anubis korti og sást það að hvorugt liðanna var vant að spila það. Ármann byrjaði í sókn og komst snemma yfir en um miðbik fyrri hálfleiks hafði lið Viðstöðu vanist kortinu og vann fimm af síðustu sjö lotunum. Staðan í hálfleik var því 8–7 fyrir Ármanni. Lið Viðstöðu nýtti meðbyrinn og kom sér í 12–9 áður en Ármann tók við sér og nýtti hver einustu mistök sem Viðstöðu gerði. Allee var hins vegar frábær á vappanum og skilaði Viðstöðu verðskuldum sigri í 30. lotu með þrefaldri fellu. Dusty 16 – 10 Breiðablik Dusty var eina liðið sem gat jafnað Atlantic að stigum en þeir fóru ekki vel af stað gegn Breiðabliki í Inferno. Blikar komust í stöðuna 5–3 en leikmenn Dusty svöruðu af krafti og tókst að komast yfir í 8–7 áður en hálfleikurinn var úti. Í síðari hálfleik var almennilega kviknað í Dusty mönnum og skiluðu EddezeNNN, StebbiC0C0 og B0ndi allir sínu. Sá síðastnefndi var einstaklega atkvæðamikill og í 26. lotu rauf B0ndi 30-fellu múrinn. StebbiC0C0 rak svo smiðshöggið á sigurinn í þeirri næstu og er Dusty nú jafnt Atlantic að stigum á ný. Staðan Litlar breytingar hafa orðið á uppröðun liðanna fyrir utan það LAVA og SAGA stukku upp fyrir Ármann og Breiðablik. Enn eru Atlantic, Dusty og Þór liðin sem berjast um toppsætið og Fylkir og TEN5ION í fallsætum. Næstu leikir 11. umferðin fer fram dagana 6. og 8. desember og er dagskráin eftirfarandi: Viðstöðu – Dusty, þriðjudaginn 6/12, kl. 19:30 SAGA – Þór, þriðjudaginn 6/12, kl. 20:30 LAVA – Atlantic, fimmtudaginn 8/12, kl. 19:30 Ármann – Breiðablik, fimmtudaginn 8/12, kl. 20:30 TEN5ION – Fylkir, fimmtudaginn 8/12 kl. 21:30 Sýnt verður frá leikjunum í beinni á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Fylkir Dusty Breiðablik Ármann Þór Akureyri Tengdar fréttir Tilþrifin: B0ndi tekur út fjóra fyrir meistarana Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það b0ndi í liði Dusty sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. 2. desember 2022 10:46 Tilþrifin: Eiki47 stríddi toppliðinu Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það Eiki47 í liði Fylkis sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. 30. nóvember 2022 10:47 B0ndi 30-bombaði og gott betur gegn Breiðabliki 10. umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO lauk á viðureign Dusty og Breiðabliks í Inferno. 2. desember 2022 16:00 Allee lék á als oddi í Anubis Ármann mætti Viðstöðu í fyrsta Anubis leik tímabilsins. 2. desember 2022 15:01 RavlE lipur á rifflinum Atlantic Esports lék sinn fyrsta leik undir nýju nafni í Ljósleiðaradeildinni þegar liðið mætti Fylki. Áður hét Atlantic NÚ. 30. nóvember 2022 16:00 WZRD göldróttur í Ancient Ljósleiðaradeildin í CS:GO er snúin aftur eftir hlé og hleyptu SAGA og TEN5ION 10. umferðinni af stað í gærkvöldi. 30. nóvember 2022 14:01 H0Z1D3R með frábæra innkomu í lið LAVA LAVA og Þór mættust í Vertigo í gærkvöldi. Leikurinn var jafn og spennandi og réðust úrslit ekki fyrr en í framlengingu. 2. desember 2022 13:31 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn
Tilþrifin: B0ndi tekur út fjóra fyrir meistarana Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það b0ndi í liði Dusty sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. 2. desember 2022 10:46
Tilþrifin: Eiki47 stríddi toppliðinu Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það Eiki47 í liði Fylkis sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. 30. nóvember 2022 10:47
B0ndi 30-bombaði og gott betur gegn Breiðabliki 10. umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO lauk á viðureign Dusty og Breiðabliks í Inferno. 2. desember 2022 16:00
Allee lék á als oddi í Anubis Ármann mætti Viðstöðu í fyrsta Anubis leik tímabilsins. 2. desember 2022 15:01
RavlE lipur á rifflinum Atlantic Esports lék sinn fyrsta leik undir nýju nafni í Ljósleiðaradeildinni þegar liðið mætti Fylki. Áður hét Atlantic NÚ. 30. nóvember 2022 16:00
WZRD göldróttur í Ancient Ljósleiðaradeildin í CS:GO er snúin aftur eftir hlé og hleyptu SAGA og TEN5ION 10. umferðinni af stað í gærkvöldi. 30. nóvember 2022 14:01
H0Z1D3R með frábæra innkomu í lið LAVA LAVA og Þór mættust í Vertigo í gærkvöldi. Leikurinn var jafn og spennandi og réðust úrslit ekki fyrr en í framlengingu. 2. desember 2022 13:31
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti