Meta hótar að fjarlægja fréttir af Facebook Kjartan Kjartansson skrifar 6. desember 2022 08:35 Útgefendur fjölmiðla eru ósáttir við að fá enga hlutdeild í tekjum sem tæknirisar eins og Meta og Alphabet hafa af efni sem þeir hafa lagt vinnu og fjármuni í að framleiða. Vísir/Getty Móðurfélag samfélagsmiðlarisans Facebook hótar því að fjarlægja fréttir af miðlinum ef Bandaríkjaþings samþykkir frumvarp sem á að hjálpa fjölmiðlum í vanda. Fréttir hurfu tímabundið af Facebook í Ástralíu þegar áþekk lög tóku gildi þar. Frumvarpið sem liggur fyrir Bandaríkjaþingi gerði fréttamiðlum auðveldara að semja sameiginlega við tæknirisa eins og Aphabet, sem á leitarvélina Google, og Meta sem á Facebook. Fjölmiðlar, sem berjast margir í bökkum, vilja hlutdeild í þeim auglýsingatekjum sem tæknirisarnir fá í gengum efni sem fjölmiðlarnir framleiða. Samtök bandarískra dagblaðaútgefenda hvetur Bandaríkjaþing til þess að bæta frumvarpinu við frumvarp um varnarmál sem þingið þarf að samþykkja. Þau fullyrða að staðarblöð geti ekki lifað af mörg ár af misnotkun tæknirisanna á efni þeirra í viðbót. „Grípi Bandaríkjaþing ekki til aðgerða fljótt er hætta á að við leyfum samfélagsmiðlum að verða raunveruleg staðarfréttablöð Bandaríkjanna,“ segja samtökin The News Media Alliance. Meta brást ókvæða við í gær og hótaði Andy Stone, talsmaður fyrirtækisins, að fréttir yrðu fjarlægðar af Facebook í Bandaríkjunum yrði frumvarpið að lögum. Hann sagði að frumvarpið tæki ekki með í reikninginn að deilingar á Facebook færðu fjölmiðlum aukna umferð og áskriftir. Þá hafa ýmis konar félaga- og hagsmunasamtök hvatt þingið til þess að leggja frumvarpið til hliðar þar sem það skapaði í raun undanþága frá samkeppnislögum fyrir útgefendur og útvarpsrekendur. Ekkert í frumvarpinu tryggi að tekjur sem fjölmiðlafyrirtækin fengju með samningum við tæknifyrirtækinu renni til fréttamanna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Áströlsk stjórnvöld segja að sambærileg lög sem tóku gildi þar í mars í fyrra hafi að mestu leyti reynst vel. Meta og Alphabet hafi skrifað undir meira en þrjátíu samninga við fjölmiðlafyrirtæki um greiðslur vegna efnis þeirra á miðlunum. Bandaríkin Meta Google Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Facebook Tengdar fréttir Tók hálftíma að loka á alla fjölmiðla í lýðræðisríki Samfélagsmiðillinn Facebook lokaði í dag á deilingar á fréttaefni í Ástralíu eftir að stjórnvöld í landinu lögðu fram frumvarp sem myndi skylda Facebook og aðra tæknirisa til að greiða fyrir slíkar deilingar. 18. febrúar 2021 20:01 Facebook semur við yfirvöld í Ástralíu Samfélagsmiðlarisinn Facebook tilkynnti í morgun að samningar hefðu náðst við áströlsk yfirvöld sem gera það að verkum að opnað verður á ný fyrir streymi frétta á miðlinum í Ástralíu. 23. febrúar 2021 06:54 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Frumvarpið sem liggur fyrir Bandaríkjaþingi gerði fréttamiðlum auðveldara að semja sameiginlega við tæknirisa eins og Aphabet, sem á leitarvélina Google, og Meta sem á Facebook. Fjölmiðlar, sem berjast margir í bökkum, vilja hlutdeild í þeim auglýsingatekjum sem tæknirisarnir fá í gengum efni sem fjölmiðlarnir framleiða. Samtök bandarískra dagblaðaútgefenda hvetur Bandaríkjaþing til þess að bæta frumvarpinu við frumvarp um varnarmál sem þingið þarf að samþykkja. Þau fullyrða að staðarblöð geti ekki lifað af mörg ár af misnotkun tæknirisanna á efni þeirra í viðbót. „Grípi Bandaríkjaþing ekki til aðgerða fljótt er hætta á að við leyfum samfélagsmiðlum að verða raunveruleg staðarfréttablöð Bandaríkjanna,“ segja samtökin The News Media Alliance. Meta brást ókvæða við í gær og hótaði Andy Stone, talsmaður fyrirtækisins, að fréttir yrðu fjarlægðar af Facebook í Bandaríkjunum yrði frumvarpið að lögum. Hann sagði að frumvarpið tæki ekki með í reikninginn að deilingar á Facebook færðu fjölmiðlum aukna umferð og áskriftir. Þá hafa ýmis konar félaga- og hagsmunasamtök hvatt þingið til þess að leggja frumvarpið til hliðar þar sem það skapaði í raun undanþága frá samkeppnislögum fyrir útgefendur og útvarpsrekendur. Ekkert í frumvarpinu tryggi að tekjur sem fjölmiðlafyrirtækin fengju með samningum við tæknifyrirtækinu renni til fréttamanna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Áströlsk stjórnvöld segja að sambærileg lög sem tóku gildi þar í mars í fyrra hafi að mestu leyti reynst vel. Meta og Alphabet hafi skrifað undir meira en þrjátíu samninga við fjölmiðlafyrirtæki um greiðslur vegna efnis þeirra á miðlunum.
Bandaríkin Meta Google Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Facebook Tengdar fréttir Tók hálftíma að loka á alla fjölmiðla í lýðræðisríki Samfélagsmiðillinn Facebook lokaði í dag á deilingar á fréttaefni í Ástralíu eftir að stjórnvöld í landinu lögðu fram frumvarp sem myndi skylda Facebook og aðra tæknirisa til að greiða fyrir slíkar deilingar. 18. febrúar 2021 20:01 Facebook semur við yfirvöld í Ástralíu Samfélagsmiðlarisinn Facebook tilkynnti í morgun að samningar hefðu náðst við áströlsk yfirvöld sem gera það að verkum að opnað verður á ný fyrir streymi frétta á miðlinum í Ástralíu. 23. febrúar 2021 06:54 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Tók hálftíma að loka á alla fjölmiðla í lýðræðisríki Samfélagsmiðillinn Facebook lokaði í dag á deilingar á fréttaefni í Ástralíu eftir að stjórnvöld í landinu lögðu fram frumvarp sem myndi skylda Facebook og aðra tæknirisa til að greiða fyrir slíkar deilingar. 18. febrúar 2021 20:01
Facebook semur við yfirvöld í Ástralíu Samfélagsmiðlarisinn Facebook tilkynnti í morgun að samningar hefðu náðst við áströlsk yfirvöld sem gera það að verkum að opnað verður á ný fyrir streymi frétta á miðlinum í Ástralíu. 23. febrúar 2021 06:54