Spilaði í Víkinni í fyrra: Hver er Gonçalo Ramos? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. desember 2022 11:01 Gonçalo Matias Ramos kom, sá og sigraði. Visionhaus/Getty Images Það vakti mikla athygli þegar Fernando Santos, þjálfari Portúgals, ákvað að byrja með Gonçalo Ramos sem fremsta mann gegn Sviss í 16-liða úrslitum HM og skilja þar með Cristiano Ronaldo eftir á bekknum. Portúgal vann 6-1, Ramos skoraði þrennu og Santos fór sáttur að sofa. En hver er Gonçalo Matias Ramos? Það hefur verið nóg fjallað um Ronaldo í aðdraganda mótsins, síðan mótið byrjaði og eftir að Santos ákvað að geyma hann á bekknum. Það er þó vert að benda á að Ramos hefur nú tekið þátt í einum útsláttarleik á HM og skorað þrjú mörk, eitthvað sem Ronaldo hefur ekki enn tekist í sex tilraunum. 1 - Gonçalo Ramos scored more goals for Portugal in the World Cup knockout stages after 17 minutes (1) than Cristiano Ronaldo has in 514 minutes played in the competition's knockout rounds (0). Vindicated. pic.twitter.com/akYz7qNgvS— OptaJoe (@OptaJoe) December 6, 2022 Hinn 21 árs og 169 daga gamli Ramos greip tækifærið með báðum höndum, skoraði fyrsta mark Portúgals eftir aðeins 17 mínútur. Þegar flautað var til leiksloka hafði Ramos sjálfur bætt við tveimur mörkum til viðbótar og samherjar hans öðrum þremur. Lokatölur 6-1 og sæti í 8-liða úrslitum tryggt. Um leið varð Ramos yngsti leikmaðurinn til að skora þrennu á HM karla síðan Ungverjinn Florian Albert gerði það árið 1962. Miðað við afgreiðslurnar hjá Ramos mætti halda að hann væri reynslubolti sem væri að keppa á sínu þriðja eða fjórða stórmóti. Fyrsta markið var sérstaklega stórkostlegt en hann þrumaði boltanum þá úr þröngu færi upp í vinkilinn nær, óverjandi fyrir Yann Sommer. Ramos THUNDERS it in #LetItFly with @qatarairways pic.twitter.com/FprGsmtnug— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) December 7, 2022 Í öðru markinu sýndi hann markanef sitt með því að stinga sér fram fyrir varnarmann og pota boltanum milli fóta Sommer í markinu hjá Sviss. Þriðja markið var svo yfirveguð vippa yfir bugaðan Sommer.Ef það var ekki nóg þá lagði Ramos líka upp eitt marka Portúgals í leiknum. Nýtti tækifærið Ramos hóf fótboltaferilinn með Olhanense árið 2009, þá átta ára gamall. Þaðan lá leiðin til Loulé og svo Benfica árið 2013 þar sem hann er enn. Eftir að hafa spilað vel með B-liði félagsins hefur hann heldur betur skotist upp á stjörnuhiminn undanfarna mánuði. Hann var eftirsóttur fyrir mót og ekki minnkaði sá áhugi eftir frammistöðuna gegn Sviss. Fyrir leik gærkvöldsins hafði Ramos aðeins spilað samtals 33 mínútur fyrir A-landslið Portúgals í þremur leikjum. Þar á meðal voru 23 mínútur, og mark, í vináttuleik gegn Nígeríu í nóvember áður en hann fékk tvær mínútur gegn Gana og átta gegn Úrúgvæ í riðlakeppninni á HM. Portúgal var komið áfram þegar það tapaði fyrir Suður-Kóreu í lokaleik riðlakeppninnar en það vakti athygli að Ramos sat allan leikinn á bekknum. Það kom því á óvart að hann hafi fengið sæti í byrjunarliðinu gegn Sviss en nú myndi koma á óvart ef hann yrði ekki í byrjunarliðinu gegn Marokkó í 8-liða úrslitum. Nú er hann kominn með fjögur mörk í fjórum leikjum og er sem stendur með betri tölfræði en fyrir yngri landslið Portúgals. Alls lék Ramos 46 leiki fyrir U-17 til U-21 árs landsliðin og skoraði í þeim 24 mörk. Þar á meðal var leikur í Víkinni gegn Íslandi þann 12. október á síðasta ári. Portúgal vann 1-0 útisigur þökk sé marki Fábio Vieira, leikmanns Arsenal. Ramos spilaði 88 mínútur en komst ekki á blað. Bjarki Steinn Bjarkason og Kolbeinn Þórðarson í baráttunni Ramos.Vísir/Vilhelm Fullur sjálfstrausts Ramos leiðir línuna hjá Benfica sem hefur verið nær óstöðvandi á leiktíðinni. Liðið hefur ekki enn tapað eftir 13 umferðir í Portúgal, 12 sigrar og eitt jafntefli. Þá vann liðið riðil sinn í Meistaradeild Evrópu án þess að tapa leik, riðil sem innihélt París Saint-Germain, Juventus og Maccabi Haifa. Stór ástæða góðs gengis liðsins hefur verið frammistaða framherjans sem klæðist treyju númer 88. Hann hefur skorað 14 mörk í 21 leik og gefið 6 stoðsendingar. Ekki hefur sjálfstraustið minnkað eftir að skora þrennu í sínum fyrsta byrjunarliðsleik á HM. 3 - Gonçalo Ramos is the first player to score a hat-trick on his first #FIFAWorldCup start since Miroslav Klose for Germany in 2002. Midas. pic.twitter.com/AN976d87hP— OptaJoe (@OptaJoe) December 6, 2022 Hvort Ramos klári tímabilið með Benfica verður að koma í ljós, hver veit nema hann fylli einnig skarð Ronaldo hjá Manchester United? Fótbolti HM 2022 í Katar Portúgalski boltinn Portúgal Tengdar fréttir Portúgal flaug inn í átta liða úrslitin Portúgal varð í kvöld seinasta þjóðin til að tryggja sér sæti í átta liða úrslit heimsmeistaramótsins í Katar er liðið vann öruggan 6-1 sigur gegn Sviss. Gonçalo Ramos, sem kom inn í byrjunarliðið fyrir Cristiano Ronaldo, stal senunni og skoraði þrennu. 6. desember 2022 20:53 Ronaldo fljótur inn í klefa eftir magnaðan sigur Portúgals Cristiano Ronaldo virtist ekki hafa of mikinn áhuga á að fagna með liðsfélögum sínum eftir magnaðan 6-1 sigur Portúgals á Sviss í 16-liða úrslitum HM í fótbolta ef marka má myndbandsupptöku sem nú fer líkt og eldur um sinu á samfélagsmiðlum. 7. desember 2022 07:30 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Sjá meira
Það hefur verið nóg fjallað um Ronaldo í aðdraganda mótsins, síðan mótið byrjaði og eftir að Santos ákvað að geyma hann á bekknum. Það er þó vert að benda á að Ramos hefur nú tekið þátt í einum útsláttarleik á HM og skorað þrjú mörk, eitthvað sem Ronaldo hefur ekki enn tekist í sex tilraunum. 1 - Gonçalo Ramos scored more goals for Portugal in the World Cup knockout stages after 17 minutes (1) than Cristiano Ronaldo has in 514 minutes played in the competition's knockout rounds (0). Vindicated. pic.twitter.com/akYz7qNgvS— OptaJoe (@OptaJoe) December 6, 2022 Hinn 21 árs og 169 daga gamli Ramos greip tækifærið með báðum höndum, skoraði fyrsta mark Portúgals eftir aðeins 17 mínútur. Þegar flautað var til leiksloka hafði Ramos sjálfur bætt við tveimur mörkum til viðbótar og samherjar hans öðrum þremur. Lokatölur 6-1 og sæti í 8-liða úrslitum tryggt. Um leið varð Ramos yngsti leikmaðurinn til að skora þrennu á HM karla síðan Ungverjinn Florian Albert gerði það árið 1962. Miðað við afgreiðslurnar hjá Ramos mætti halda að hann væri reynslubolti sem væri að keppa á sínu þriðja eða fjórða stórmóti. Fyrsta markið var sérstaklega stórkostlegt en hann þrumaði boltanum þá úr þröngu færi upp í vinkilinn nær, óverjandi fyrir Yann Sommer. Ramos THUNDERS it in #LetItFly with @qatarairways pic.twitter.com/FprGsmtnug— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) December 7, 2022 Í öðru markinu sýndi hann markanef sitt með því að stinga sér fram fyrir varnarmann og pota boltanum milli fóta Sommer í markinu hjá Sviss. Þriðja markið var svo yfirveguð vippa yfir bugaðan Sommer.Ef það var ekki nóg þá lagði Ramos líka upp eitt marka Portúgals í leiknum. Nýtti tækifærið Ramos hóf fótboltaferilinn með Olhanense árið 2009, þá átta ára gamall. Þaðan lá leiðin til Loulé og svo Benfica árið 2013 þar sem hann er enn. Eftir að hafa spilað vel með B-liði félagsins hefur hann heldur betur skotist upp á stjörnuhiminn undanfarna mánuði. Hann var eftirsóttur fyrir mót og ekki minnkaði sá áhugi eftir frammistöðuna gegn Sviss. Fyrir leik gærkvöldsins hafði Ramos aðeins spilað samtals 33 mínútur fyrir A-landslið Portúgals í þremur leikjum. Þar á meðal voru 23 mínútur, og mark, í vináttuleik gegn Nígeríu í nóvember áður en hann fékk tvær mínútur gegn Gana og átta gegn Úrúgvæ í riðlakeppninni á HM. Portúgal var komið áfram þegar það tapaði fyrir Suður-Kóreu í lokaleik riðlakeppninnar en það vakti athygli að Ramos sat allan leikinn á bekknum. Það kom því á óvart að hann hafi fengið sæti í byrjunarliðinu gegn Sviss en nú myndi koma á óvart ef hann yrði ekki í byrjunarliðinu gegn Marokkó í 8-liða úrslitum. Nú er hann kominn með fjögur mörk í fjórum leikjum og er sem stendur með betri tölfræði en fyrir yngri landslið Portúgals. Alls lék Ramos 46 leiki fyrir U-17 til U-21 árs landsliðin og skoraði í þeim 24 mörk. Þar á meðal var leikur í Víkinni gegn Íslandi þann 12. október á síðasta ári. Portúgal vann 1-0 útisigur þökk sé marki Fábio Vieira, leikmanns Arsenal. Ramos spilaði 88 mínútur en komst ekki á blað. Bjarki Steinn Bjarkason og Kolbeinn Þórðarson í baráttunni Ramos.Vísir/Vilhelm Fullur sjálfstrausts Ramos leiðir línuna hjá Benfica sem hefur verið nær óstöðvandi á leiktíðinni. Liðið hefur ekki enn tapað eftir 13 umferðir í Portúgal, 12 sigrar og eitt jafntefli. Þá vann liðið riðil sinn í Meistaradeild Evrópu án þess að tapa leik, riðil sem innihélt París Saint-Germain, Juventus og Maccabi Haifa. Stór ástæða góðs gengis liðsins hefur verið frammistaða framherjans sem klæðist treyju númer 88. Hann hefur skorað 14 mörk í 21 leik og gefið 6 stoðsendingar. Ekki hefur sjálfstraustið minnkað eftir að skora þrennu í sínum fyrsta byrjunarliðsleik á HM. 3 - Gonçalo Ramos is the first player to score a hat-trick on his first #FIFAWorldCup start since Miroslav Klose for Germany in 2002. Midas. pic.twitter.com/AN976d87hP— OptaJoe (@OptaJoe) December 6, 2022 Hvort Ramos klári tímabilið með Benfica verður að koma í ljós, hver veit nema hann fylli einnig skarð Ronaldo hjá Manchester United?
Fótbolti HM 2022 í Katar Portúgalski boltinn Portúgal Tengdar fréttir Portúgal flaug inn í átta liða úrslitin Portúgal varð í kvöld seinasta þjóðin til að tryggja sér sæti í átta liða úrslit heimsmeistaramótsins í Katar er liðið vann öruggan 6-1 sigur gegn Sviss. Gonçalo Ramos, sem kom inn í byrjunarliðið fyrir Cristiano Ronaldo, stal senunni og skoraði þrennu. 6. desember 2022 20:53 Ronaldo fljótur inn í klefa eftir magnaðan sigur Portúgals Cristiano Ronaldo virtist ekki hafa of mikinn áhuga á að fagna með liðsfélögum sínum eftir magnaðan 6-1 sigur Portúgals á Sviss í 16-liða úrslitum HM í fótbolta ef marka má myndbandsupptöku sem nú fer líkt og eldur um sinu á samfélagsmiðlum. 7. desember 2022 07:30 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Sjá meira
Portúgal flaug inn í átta liða úrslitin Portúgal varð í kvöld seinasta þjóðin til að tryggja sér sæti í átta liða úrslit heimsmeistaramótsins í Katar er liðið vann öruggan 6-1 sigur gegn Sviss. Gonçalo Ramos, sem kom inn í byrjunarliðið fyrir Cristiano Ronaldo, stal senunni og skoraði þrennu. 6. desember 2022 20:53
Ronaldo fljótur inn í klefa eftir magnaðan sigur Portúgals Cristiano Ronaldo virtist ekki hafa of mikinn áhuga á að fagna með liðsfélögum sínum eftir magnaðan 6-1 sigur Portúgals á Sviss í 16-liða úrslitum HM í fótbolta ef marka má myndbandsupptöku sem nú fer líkt og eldur um sinu á samfélagsmiðlum. 7. desember 2022 07:30