Kia valinn framleiðandi ársins hjá Top Gear Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 9. desember 2022 07:00 Afturendi Kia EV6. Bernhard Kristinn Kia var valinn framleiðandi ársins 2022 á TopGear.com verðlaunahátíðinni. Þetta er annað árið í röð sem Kia fer með sigur af hólmi á TopGear.com verðlaununum, en í fyrra var EV6 hlutskarpastur í sínum flokki. Kia hefur á þessu ári komið með á markað fimmtu kynslóð Sportage og nýjan Niro, tvær söluhæstu gerðir Kia í Evrópu. Báðar gerðirnar buðu upp á miklar betrumbætur á ýmsum sviðum, þar á meðal hvað varðar hönnun ytra byrðis og innanrýmis, tækniframfarir og sjálfbærnivottanir. „Kia hefur verið á ótrúlegri siglingu upp á síðkastið. Þrátt fyrir fordæmalausan mótvind virðist ekkert lát vera á uppsveiflunni. Þvert á móti virðist hugrekkið færast í aukana. Nýjasti Sportage er framúrskarandi fjölskyldubíll sem slær helstu keppinautum sínum ref fyrir rass. Nýi Niro er glæsilegur í útliti og býðst í bæði hybrid- og rafmagnsútfærslum, og Kia virðist ganga vel í umskiptunum yfir í algjörlega rafknúna bíla. EV6 GT býður upp á 577 hestafla útfærslu með ótrúlegri skriðstillingu,“ segir Jack Rix, ritstjóri Top Gear Magazine. David Hilbert, markaðsstjóri Kia Europe, tók við verðlaununum fyrir hönd Kia og sagði við það tilefni: „Árið 2022 hefur verið merkisár í sögu Kia. Vörumerkið varð samheiti fyrir rafvæðingu og setti ný viðmið fyrir framtíð samgangna. Markaðssetningin á EV6 GT markaði tímamót fyrir okkur, en með henni urðum við líka í fararbroddi rafmagnsvæðingar í flokki kraftmeiri bíla. Við þökkum TopGear.com fyrir að útnefna okkur „framleiðanda ársins“. Það er kærkomin viðurkenning á árangri vörumerkisins til þessa og við hlökkum til álíka árangurs árið 2023.“ Hliðarsvipur EV9. Áætlun fyrirtækisins lýsir markmiðum þess um sjálfbærni, þar á meðal um 14 algjörlega rafknúnar gerðir árið 2027. Næsta gerðin verður Kia EV9, sem kemur á markað í Evrópu árið 2023. Í Kia EV9 kristallast allir möguleikarnir sem rafbílar bjóða upp á og þökk sé hönnun fyrirtækisins á E-GMP undirvagninum mun þessi stóri rafbíll marka tímamót fyrir Kia í hátæknilegum og sjálfbærum samgöngum. Vistvænir bílar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent
Kia hefur á þessu ári komið með á markað fimmtu kynslóð Sportage og nýjan Niro, tvær söluhæstu gerðir Kia í Evrópu. Báðar gerðirnar buðu upp á miklar betrumbætur á ýmsum sviðum, þar á meðal hvað varðar hönnun ytra byrðis og innanrýmis, tækniframfarir og sjálfbærnivottanir. „Kia hefur verið á ótrúlegri siglingu upp á síðkastið. Þrátt fyrir fordæmalausan mótvind virðist ekkert lát vera á uppsveiflunni. Þvert á móti virðist hugrekkið færast í aukana. Nýjasti Sportage er framúrskarandi fjölskyldubíll sem slær helstu keppinautum sínum ref fyrir rass. Nýi Niro er glæsilegur í útliti og býðst í bæði hybrid- og rafmagnsútfærslum, og Kia virðist ganga vel í umskiptunum yfir í algjörlega rafknúna bíla. EV6 GT býður upp á 577 hestafla útfærslu með ótrúlegri skriðstillingu,“ segir Jack Rix, ritstjóri Top Gear Magazine. David Hilbert, markaðsstjóri Kia Europe, tók við verðlaununum fyrir hönd Kia og sagði við það tilefni: „Árið 2022 hefur verið merkisár í sögu Kia. Vörumerkið varð samheiti fyrir rafvæðingu og setti ný viðmið fyrir framtíð samgangna. Markaðssetningin á EV6 GT markaði tímamót fyrir okkur, en með henni urðum við líka í fararbroddi rafmagnsvæðingar í flokki kraftmeiri bíla. Við þökkum TopGear.com fyrir að útnefna okkur „framleiðanda ársins“. Það er kærkomin viðurkenning á árangri vörumerkisins til þessa og við hlökkum til álíka árangurs árið 2023.“ Hliðarsvipur EV9. Áætlun fyrirtækisins lýsir markmiðum þess um sjálfbærni, þar á meðal um 14 algjörlega rafknúnar gerðir árið 2027. Næsta gerðin verður Kia EV9, sem kemur á markað í Evrópu árið 2023. Í Kia EV9 kristallast allir möguleikarnir sem rafbílar bjóða upp á og þökk sé hönnun fyrirtækisins á E-GMP undirvagninum mun þessi stóri rafbíll marka tímamót fyrir Kia í hátæknilegum og sjálfbærum samgöngum.
Vistvænir bílar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent