Inga grét á Alþingi er hún ræddi eingreiðslur til öryrkja og aldraðra Bjarki Sigurðsson skrifar 10. desember 2022 13:04 Inga gat ekki haldið tárunum aftur á Alþingi. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, brast í grát er hún ræddi eingreiðslu til öryrkja á Alþingi í dag. Hún ræddi um þegar hún var á þeim stað að geta ekki haldið jól sjálf. Á Alþingi í dag var rædd eingreiðsla til öryrkja. Fjöldi þingmanna steig upp í pontu, þar á meðal Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Hún ræddi það þegar hún átti ekki efni á jólamat og sonur hennar þurfti bjóða henni í mat. „Það var í rauninni erfitt að þiggja það. Ég sagði honum að láta ekki svona en hann sagði „Ekki að ræða það. Ég á nóg af peningum og þið ekki. Ég vil fá að bjóða ykkur í mat um jólin. Þið hafið fætt mig og klætt fram að þessu og nú er komið að mér“,“ sagði Inga áður en tárin báru hana ofurliði. Ræðu Ingu má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Inga grætur á Alþingi Hún segir að ömmur og afar sem eru fátæk biðji oft aldrei um neitt og þori ekki einu sinni að leita til hjálparstofnana. Hún lagði fram breytingatillögu um að nýr liður bætist við almannatryggingalög. Sá liður snýr að því að sex þúsund ellilífeyrisþegar sem hafa slökustu kjörin fái eingreiðslu upp á rúmar sextíu þúsund krónur líkt og öryrkjar. „Ég bara get ekki talað lengur. Ég er orðin svo sorgmædd yfir þessu öllu. Ég skil ekki af hverju við látum svona. Af hverju við erum ekki góð við þá sem eiga bágt og eru að biðja okkur um að hjálpa sér. Kusu okkur á þing til að hjálpa sér,“ sagði Inga. Alþingi Flokkur fólksins Félagsmál Eldri borgarar Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Sjá meira
Á Alþingi í dag var rædd eingreiðsla til öryrkja. Fjöldi þingmanna steig upp í pontu, þar á meðal Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Hún ræddi það þegar hún átti ekki efni á jólamat og sonur hennar þurfti bjóða henni í mat. „Það var í rauninni erfitt að þiggja það. Ég sagði honum að láta ekki svona en hann sagði „Ekki að ræða það. Ég á nóg af peningum og þið ekki. Ég vil fá að bjóða ykkur í mat um jólin. Þið hafið fætt mig og klætt fram að þessu og nú er komið að mér“,“ sagði Inga áður en tárin báru hana ofurliði. Ræðu Ingu má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Inga grætur á Alþingi Hún segir að ömmur og afar sem eru fátæk biðji oft aldrei um neitt og þori ekki einu sinni að leita til hjálparstofnana. Hún lagði fram breytingatillögu um að nýr liður bætist við almannatryggingalög. Sá liður snýr að því að sex þúsund ellilífeyrisþegar sem hafa slökustu kjörin fái eingreiðslu upp á rúmar sextíu þúsund krónur líkt og öryrkjar. „Ég bara get ekki talað lengur. Ég er orðin svo sorgmædd yfir þessu öllu. Ég skil ekki af hverju við látum svona. Af hverju við erum ekki góð við þá sem eiga bágt og eru að biðja okkur um að hjálpa sér. Kusu okkur á þing til að hjálpa sér,“ sagði Inga.
Alþingi Flokkur fólksins Félagsmál Eldri borgarar Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Sjá meira