Inga grét á Alþingi er hún ræddi eingreiðslur til öryrkja og aldraðra Bjarki Sigurðsson skrifar 10. desember 2022 13:04 Inga gat ekki haldið tárunum aftur á Alþingi. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, brast í grát er hún ræddi eingreiðslu til öryrkja á Alþingi í dag. Hún ræddi um þegar hún var á þeim stað að geta ekki haldið jól sjálf. Á Alþingi í dag var rædd eingreiðsla til öryrkja. Fjöldi þingmanna steig upp í pontu, þar á meðal Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Hún ræddi það þegar hún átti ekki efni á jólamat og sonur hennar þurfti bjóða henni í mat. „Það var í rauninni erfitt að þiggja það. Ég sagði honum að láta ekki svona en hann sagði „Ekki að ræða það. Ég á nóg af peningum og þið ekki. Ég vil fá að bjóða ykkur í mat um jólin. Þið hafið fætt mig og klætt fram að þessu og nú er komið að mér“,“ sagði Inga áður en tárin báru hana ofurliði. Ræðu Ingu má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Inga grætur á Alþingi Hún segir að ömmur og afar sem eru fátæk biðji oft aldrei um neitt og þori ekki einu sinni að leita til hjálparstofnana. Hún lagði fram breytingatillögu um að nýr liður bætist við almannatryggingalög. Sá liður snýr að því að sex þúsund ellilífeyrisþegar sem hafa slökustu kjörin fái eingreiðslu upp á rúmar sextíu þúsund krónur líkt og öryrkjar. „Ég bara get ekki talað lengur. Ég er orðin svo sorgmædd yfir þessu öllu. Ég skil ekki af hverju við látum svona. Af hverju við erum ekki góð við þá sem eiga bágt og eru að biðja okkur um að hjálpa sér. Kusu okkur á þing til að hjálpa sér,“ sagði Inga. Alþingi Flokkur fólksins Félagsmál Eldri borgarar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
Á Alþingi í dag var rædd eingreiðsla til öryrkja. Fjöldi þingmanna steig upp í pontu, þar á meðal Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Hún ræddi það þegar hún átti ekki efni á jólamat og sonur hennar þurfti bjóða henni í mat. „Það var í rauninni erfitt að þiggja það. Ég sagði honum að láta ekki svona en hann sagði „Ekki að ræða það. Ég á nóg af peningum og þið ekki. Ég vil fá að bjóða ykkur í mat um jólin. Þið hafið fætt mig og klætt fram að þessu og nú er komið að mér“,“ sagði Inga áður en tárin báru hana ofurliði. Ræðu Ingu má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Inga grætur á Alþingi Hún segir að ömmur og afar sem eru fátæk biðji oft aldrei um neitt og þori ekki einu sinni að leita til hjálparstofnana. Hún lagði fram breytingatillögu um að nýr liður bætist við almannatryggingalög. Sá liður snýr að því að sex þúsund ellilífeyrisþegar sem hafa slökustu kjörin fái eingreiðslu upp á rúmar sextíu þúsund krónur líkt og öryrkjar. „Ég bara get ekki talað lengur. Ég er orðin svo sorgmædd yfir þessu öllu. Ég skil ekki af hverju við látum svona. Af hverju við erum ekki góð við þá sem eiga bágt og eru að biðja okkur um að hjálpa sér. Kusu okkur á þing til að hjálpa sér,“ sagði Inga.
Alþingi Flokkur fólksins Félagsmál Eldri borgarar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira