Samningar óvænt í höfn í Karphúsinu Jakob Bjarnar og Sigurður Orri Kristjánsson skrifa 12. desember 2022 11:26 Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari varpar nú öndinni léttar en eftir stranga samningslotu hefur samningsaðilum nú tekist að ná saman. vísir/vilhelm Samningar hafa tekist í kjaraviðræðum Samtaka atvinnulífsins við VR, LÍV – Landsamband íslenskra verslunarmanna, samflot iðnaðar- og tæknifólks. Þetta staðfestir Elísabet S. Ólafsdóttur aðstoðarríkissáttasemjari. Skrifað verður undir samninga klukkan 13 og verður Vísir í beinni útsendingu frá Karphúsinu. Ekkert liggur fyrir um hvað felst í samningunum en fjölmiðlum býðst að vera viðstaddir undirritun sem verður klukkan eitt í dag. Bein útsending verður frá undirrituninni í Karphúsinu á Vísi og Stöð 2 Vísi hér að neðan. Maraþonfundi aðila lauk um fimmleytið í nótt. Samningsaðilar höfðu verið boðaðir til fundar á nýjan leik klukkan 13. Því virðist sem tekist hafi samkomulag utan formlegs fundar í Karphúsinu. Umrædd samningalota hefur staðið frá 14. nóvember en undanfarinn sólarhring hafa viðsemjendur verið í fjölmiðlabanni að boði ríkissáttasemjara. Samningar tókust um skammtímasamning Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins fyrir rúmri viku. Nú stefnir í undirritun klukkan 13 hjá VR, LÍV og samfloti iðnaðar- og tæknifólks. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari og Elísabet S. Ólafsdóttir, aðstoðarsáttasemjari og skrifstofustjóri hjá embætti ríkissáttasemjara.Vísir/Vilhelm Efling vísaði í síðustu viku kjaradeilu sinni við SA til sáttasemjara. „Við erum eina félagið sem hefur sett fram kröfugerð með tölusettum launakröfum. Við höfum verið opinská og heiðarleg við okkar viðsemjendur. Áhuga- og virðingarleysi Samtaka atvinnulífsins gagnvart félagsfólki Eflingar er hins vegar algjört. Okkur eru ekki veitt svör eða viðbrögð. Það er því rétt og óhjákvæmilegt að vísa deilunni til ríkissáttasemjara eins og heimilað er í lögunum um kjaraviðræður,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Samningafundur hefur ekki verið boðaður í þeirri deilu. Ráðherrar boðar til blaðamannafundar Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og innviðaráðherra hafa hins vegar boðað til blaðamannafundar í klukkan hálf þrjú í dag þar sem kynnt verður yfirlýsing stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Ekki hefur gefið upp hvað nákvæmlega verður kynnt en í þjóðhagráði hafa aðgerðir er snúa að hækkun barnabóta og húsnæðisbóta verið til umræðu. Kjaramál Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022 Stéttarfélög Tengdar fréttir Maraþonfundur hjá sáttasemjara stendur enn Enn einn daginn er fundað fram á kvöld í kjaradeilu Samtaka Atvinnulífsins við VR, LÍV og samflot iðn- og tæknifólks. Samkvæmt heimildum fréttastofu er allt eins líklegt að fundað verði áfram inn í nóttina. 11. desember 2022 22:54 Spennuþrungið andrúmsloft í Karphúsinu og viðræður á viðkvæmu stigi Ljóst er að fundað verður fram á kvöld í Karphúsinu en fjölmiðlabann er þar í gildi að beiðni ríkissáttarsemjara. 11. desember 2022 19:59 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Ekkert liggur fyrir um hvað felst í samningunum en fjölmiðlum býðst að vera viðstaddir undirritun sem verður klukkan eitt í dag. Bein útsending verður frá undirrituninni í Karphúsinu á Vísi og Stöð 2 Vísi hér að neðan. Maraþonfundi aðila lauk um fimmleytið í nótt. Samningsaðilar höfðu verið boðaðir til fundar á nýjan leik klukkan 13. Því virðist sem tekist hafi samkomulag utan formlegs fundar í Karphúsinu. Umrædd samningalota hefur staðið frá 14. nóvember en undanfarinn sólarhring hafa viðsemjendur verið í fjölmiðlabanni að boði ríkissáttasemjara. Samningar tókust um skammtímasamning Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins fyrir rúmri viku. Nú stefnir í undirritun klukkan 13 hjá VR, LÍV og samfloti iðnaðar- og tæknifólks. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari og Elísabet S. Ólafsdóttir, aðstoðarsáttasemjari og skrifstofustjóri hjá embætti ríkissáttasemjara.Vísir/Vilhelm Efling vísaði í síðustu viku kjaradeilu sinni við SA til sáttasemjara. „Við erum eina félagið sem hefur sett fram kröfugerð með tölusettum launakröfum. Við höfum verið opinská og heiðarleg við okkar viðsemjendur. Áhuga- og virðingarleysi Samtaka atvinnulífsins gagnvart félagsfólki Eflingar er hins vegar algjört. Okkur eru ekki veitt svör eða viðbrögð. Það er því rétt og óhjákvæmilegt að vísa deilunni til ríkissáttasemjara eins og heimilað er í lögunum um kjaraviðræður,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Samningafundur hefur ekki verið boðaður í þeirri deilu. Ráðherrar boðar til blaðamannafundar Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og innviðaráðherra hafa hins vegar boðað til blaðamannafundar í klukkan hálf þrjú í dag þar sem kynnt verður yfirlýsing stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Ekki hefur gefið upp hvað nákvæmlega verður kynnt en í þjóðhagráði hafa aðgerðir er snúa að hækkun barnabóta og húsnæðisbóta verið til umræðu.
Kjaramál Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022 Stéttarfélög Tengdar fréttir Maraþonfundur hjá sáttasemjara stendur enn Enn einn daginn er fundað fram á kvöld í kjaradeilu Samtaka Atvinnulífsins við VR, LÍV og samflot iðn- og tæknifólks. Samkvæmt heimildum fréttastofu er allt eins líklegt að fundað verði áfram inn í nóttina. 11. desember 2022 22:54 Spennuþrungið andrúmsloft í Karphúsinu og viðræður á viðkvæmu stigi Ljóst er að fundað verður fram á kvöld í Karphúsinu en fjölmiðlabann er þar í gildi að beiðni ríkissáttarsemjara. 11. desember 2022 19:59 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Maraþonfundur hjá sáttasemjara stendur enn Enn einn daginn er fundað fram á kvöld í kjaradeilu Samtaka Atvinnulífsins við VR, LÍV og samflot iðn- og tæknifólks. Samkvæmt heimildum fréttastofu er allt eins líklegt að fundað verði áfram inn í nóttina. 11. desember 2022 22:54
Spennuþrungið andrúmsloft í Karphúsinu og viðræður á viðkvæmu stigi Ljóst er að fundað verður fram á kvöld í Karphúsinu en fjölmiðlabann er þar í gildi að beiðni ríkissáttarsemjara. 11. desember 2022 19:59