Sækjum fram á óvissutímum Katrín Jakobsdóttir skrifar 13. desember 2022 15:30 Kjarasamningar fyrir stærstan hluta launafólks á almennum vinnumarkaði hafa nú verið undirritaðir eftir að Starfsgreinasamband Íslands reið á vaðið í byrjun mánaðarins og verslunarmenn og samflot iðn- og tæknifólks fylgdi svo í kjölfarið gær. Þetta er mikilvægur áfangi fyrir fólkið í landinu, ekki síst á óvissutímum. Ríkisstjórnin hefur á undanförnum vikum og mánuðum átt í nánu samtali við aðila vinnumarkaðarins um aðgerðir til að greiða fyrir samningunum sem munu styðja við markmið þeirra um að verja kaupmátt og lífskjör launafólks og skapa forsendur fyrir stöðugleika í efnahagsmálum með lækkun verðbólgu og vaxta. Afrakstur þess samtals birtist í gær þegar ríkisstjórnin kynnti stuðningsaðgerðir sínar. Aðgerðirnar eru margháttaðar og miða einkum að því að styðja við lífskjör lág- og millitekjufólks með markvissum umbótum í húsnæðismálum og auknum stuðningi við barnafjölskyldur. Fleiri íbúðir byggðar – félagslegar lausnir Í húsnæðismálum munum við fjölga nýjum íbúðum í samstarfi við sveitarfélögin og halda áfram uppbyggingu í almenna íbúðakerfinu með auknum stofnframlögum frá ríkinu sem verða 4 milljarðar króna á næsta ári. Sú uppbygging bætist við þær 3.000 íbúðir sem byggðar hafa verið upp í almenna íbúðakerfinu á undanförnum árum, m.a. í góðu samstarfi við verkalýðshreyfinguna í gegnum Bjarg íbúðafélag sem reynst hefur afar mikilvægt til að lækka húsnæðiskostnað og auka húsnæðisöryggi tekjulægri heimila. Við munum vinna áfram að því að bæta réttarstöðu leigjenda með breytingum á húsaleigulögum og munu fulltrúar vinnumarkaðarins taka þátt í þeirri vinnu með okkur. Hærri húsnæðis- og vaxtabætur Við höfum einnig átt samstarf um endurskoðun á húsnæðisstuðningskerfunum að undanförnu. Afrakstur þess er meðal annars að húsnæðisstuðningur verður aukinn með 13,8% hækkun húsnæðisbóta til leigjenda um áramót sem kemur til viðbótar 10% hækkun sem kom til framkvæmda þann 1. júní síðastliðinn. Þetta þýðir sem dæmi að húsnæðisbætur geta hækkað á bilinu 60-100 þúsund krónur á ári eftir fjölskyldustærð. Þá munu eignaskerðingamörk í vaxtabótakerfinu hækka um 50% sem mun styðja betur við eignarminni heimili og sem dæmi getur breytingin skilað einstæðu foreldri með 400 þúsund króna mánaðarlaun hærri vaxtabótum á næsta ári sem nemur 300 þúsund krónum. Auk þessa verður heimild til skattfrjálsrar nýtingar á séreignarsparnaði til kaupa á íbúðarhúsnæði til eigin nota eða ráðstöfunar inn á höfuðstól framlengd til ársloka 2024 sem léttir á byrði húsnæðiskaupenda. Hærri barnabætur og fleiri fjölskyldur njóta Stuðningur við barnafjölskyldur verður efldur og fjölskyldum sem fá barnabætur mun fjölga um nærri þrjú þúsund. Þannig mun heildarfjárhæð sem varið verður til barnabóta á næstu tveimur árum verða 5 milljörðum hærri en að óbreyttu kerfi. Við einföldum barnabótakerfið, drögum úr skerðingum og tökum upp samtímagreiðslur þannig að biðtími eftir barnabótum verði aldrei lengri en 4 mánuðir eftir fæðingu barns. Þetta mun skipta fjölskyldur á viðkvæmu tímabili í lífinu miklu máli þar sem bið eftir greiðslu barnabóta getur nú verið allt að 13 mánuðir. Þessar breytingar þýða sem dæmi að sambúðarfólk með 400 þúsund krónur hvort í mánaðarlaun og tvö börn mun fá tæplega 110 þúsund krónum meira á ári í barnabætur eftir breytingarnar. Verkefnin framundan Við munum á samningstímanum í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins vinna að ýmsum mikilvægum málum sem varða m.a. mikilvæg réttindi launafólks eins og hámarksgreiðslur frá fæðingarorlofssjóði og ábyrgðasjóði launa og heildarendurskoðun á atvinnuleysisbótakerfinu. Þá munu stjórnvöld veita stuðning til að auka aðhald á neytendamarkaði með því að bæta aðgengi almennings að upplýsingum um þróun verðlags og skapa þannig hvata fyrir fyrirtæki til að halda aftur af verðhækkunum sem er mikilvægur liður í að kveða niður verðbólguna. Þeir samningar sem nú hafa verið undirritaðir eru til skamms tíma en eru mikilvægur vegvísir yfir í nýja langtímasamninga og gera okkur kleift að sækja fram á óvissutímum. Höfundur er forsætisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Vinnumarkaður Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Kjarasamningar fyrir stærstan hluta launafólks á almennum vinnumarkaði hafa nú verið undirritaðir eftir að Starfsgreinasamband Íslands reið á vaðið í byrjun mánaðarins og verslunarmenn og samflot iðn- og tæknifólks fylgdi svo í kjölfarið gær. Þetta er mikilvægur áfangi fyrir fólkið í landinu, ekki síst á óvissutímum. Ríkisstjórnin hefur á undanförnum vikum og mánuðum átt í nánu samtali við aðila vinnumarkaðarins um aðgerðir til að greiða fyrir samningunum sem munu styðja við markmið þeirra um að verja kaupmátt og lífskjör launafólks og skapa forsendur fyrir stöðugleika í efnahagsmálum með lækkun verðbólgu og vaxta. Afrakstur þess samtals birtist í gær þegar ríkisstjórnin kynnti stuðningsaðgerðir sínar. Aðgerðirnar eru margháttaðar og miða einkum að því að styðja við lífskjör lág- og millitekjufólks með markvissum umbótum í húsnæðismálum og auknum stuðningi við barnafjölskyldur. Fleiri íbúðir byggðar – félagslegar lausnir Í húsnæðismálum munum við fjölga nýjum íbúðum í samstarfi við sveitarfélögin og halda áfram uppbyggingu í almenna íbúðakerfinu með auknum stofnframlögum frá ríkinu sem verða 4 milljarðar króna á næsta ári. Sú uppbygging bætist við þær 3.000 íbúðir sem byggðar hafa verið upp í almenna íbúðakerfinu á undanförnum árum, m.a. í góðu samstarfi við verkalýðshreyfinguna í gegnum Bjarg íbúðafélag sem reynst hefur afar mikilvægt til að lækka húsnæðiskostnað og auka húsnæðisöryggi tekjulægri heimila. Við munum vinna áfram að því að bæta réttarstöðu leigjenda með breytingum á húsaleigulögum og munu fulltrúar vinnumarkaðarins taka þátt í þeirri vinnu með okkur. Hærri húsnæðis- og vaxtabætur Við höfum einnig átt samstarf um endurskoðun á húsnæðisstuðningskerfunum að undanförnu. Afrakstur þess er meðal annars að húsnæðisstuðningur verður aukinn með 13,8% hækkun húsnæðisbóta til leigjenda um áramót sem kemur til viðbótar 10% hækkun sem kom til framkvæmda þann 1. júní síðastliðinn. Þetta þýðir sem dæmi að húsnæðisbætur geta hækkað á bilinu 60-100 þúsund krónur á ári eftir fjölskyldustærð. Þá munu eignaskerðingamörk í vaxtabótakerfinu hækka um 50% sem mun styðja betur við eignarminni heimili og sem dæmi getur breytingin skilað einstæðu foreldri með 400 þúsund króna mánaðarlaun hærri vaxtabótum á næsta ári sem nemur 300 þúsund krónum. Auk þessa verður heimild til skattfrjálsrar nýtingar á séreignarsparnaði til kaupa á íbúðarhúsnæði til eigin nota eða ráðstöfunar inn á höfuðstól framlengd til ársloka 2024 sem léttir á byrði húsnæðiskaupenda. Hærri barnabætur og fleiri fjölskyldur njóta Stuðningur við barnafjölskyldur verður efldur og fjölskyldum sem fá barnabætur mun fjölga um nærri þrjú þúsund. Þannig mun heildarfjárhæð sem varið verður til barnabóta á næstu tveimur árum verða 5 milljörðum hærri en að óbreyttu kerfi. Við einföldum barnabótakerfið, drögum úr skerðingum og tökum upp samtímagreiðslur þannig að biðtími eftir barnabótum verði aldrei lengri en 4 mánuðir eftir fæðingu barns. Þetta mun skipta fjölskyldur á viðkvæmu tímabili í lífinu miklu máli þar sem bið eftir greiðslu barnabóta getur nú verið allt að 13 mánuðir. Þessar breytingar þýða sem dæmi að sambúðarfólk með 400 þúsund krónur hvort í mánaðarlaun og tvö börn mun fá tæplega 110 þúsund krónum meira á ári í barnabætur eftir breytingarnar. Verkefnin framundan Við munum á samningstímanum í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins vinna að ýmsum mikilvægum málum sem varða m.a. mikilvæg réttindi launafólks eins og hámarksgreiðslur frá fæðingarorlofssjóði og ábyrgðasjóði launa og heildarendurskoðun á atvinnuleysisbótakerfinu. Þá munu stjórnvöld veita stuðning til að auka aðhald á neytendamarkaði með því að bæta aðgengi almennings að upplýsingum um þróun verðlags og skapa þannig hvata fyrir fyrirtæki til að halda aftur af verðhækkunum sem er mikilvægur liður í að kveða niður verðbólguna. Þeir samningar sem nú hafa verið undirritaðir eru til skamms tíma en eru mikilvægur vegvísir yfir í nýja langtímasamninga og gera okkur kleift að sækja fram á óvissutímum. Höfundur er forsætisráðherra.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar