Kaldar kveðjur forsætisráðherra Árni H. Kristjánsson skrifar 14. desember 2022 08:00 Nú liggja fyrir drög að frumvarpi Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, til heildarlaga um sanngirnisbætur til vistheimilabarna sem urðu fyrir varanlegum líkamlegum, sálrænum eða félagslegum skaða vegna illrar meðferðar meðan á vistun þeirra stóð. Frumvarpið er auglýst sem framfaraskref og auðveldi allt ferli fyrrum vistheimilabörnum til hagsbóta. Skoðum fyrst það sem er í raun til bóta í frumvarpinu. Lögin munu ná utan um þau börn sem urðu fyrir skaða, vegna ofbeldis eða misréttis, á smærri vistheimilum en hafa hingað til lent á milli stafs og hurðar — þessi breyting er svo sannarlega brýnt réttlætis- og þjóðþrifamál. Sama má segja um að lögin muni veita rýmri tímamörk en núgildandi löggjöf sem nær einungis til brota sem framin voru til 1. febrúar 1993. Þar með er allt jákvætt í frumvarpinu upptalið því önnur ákvæði þess eru afturför og í raun kaldar kveðjur til fyrrum vistheimilabarna. Í frumvarpinu segir: „Ekki eru greiddar sanngirnisbætur vegna varanlegs skaða einstaklinga sem stafar af athöfnum eða athafnaleysi opinberra aðila og einkaaðila skv. 1. gr. sem tengjast almennum atburðum sem snertu marga. Þar geta fallið undir m.a. náttúruhamfarir, hópslys og farsóttir.“ Í ljósi hins afmarkaða efnis og tilgangs frumvarpsins þá er þetta ákvæði með ólíkindum og rétt að velta því aðeins fyrir sér. Þarna er opnuð leið fyrir yfirvöld til að leggja einhliða huglægt mat á í hvaða tilfellum þau beri ábyrgð á varanlegum skaða barna í þeirra umsjá. Skilja má ákvæðið svo að lögð sé að jöfnu skaðleg meðferð á vistheimilabörnum og „náttúruhamfarir, hópslys og farsóttir“ sem enginn ræður við. Því geta yfirvöld jafnvel afgreitt afleiðingar skaðlegrar meðferðar á vistheimilabörnum sem hvert annað náttúrulögmál sem enginn ber ábyrgð á. Þetta yrði snautleg leið til að fría sig ábyrgð svo ekki sé meira sagt. Áréttað skal að yfirvöld ákváðu misvont fyrirkomulag á vistheimilum og aðhöfðust ekki, jafnvel áratugum saman, þrátt fyrir ábendingar og vitneskju um skaðlega starfshætti. Þetta hefur m.a. verið staðfest í mikilvægum rannsóknum Vistheimilanefndar og þar kemur fram að ábyrgð yfirvalda er óumdeild. Hörmuleg meðferð á vistheimilabörnum var og er mannanna verk — oft óhæfs fólks á vegum yfirvalda og í skjóli þeirra. Hingað til hafa niðurstöður opinberra rannsókna legið til grundvallar ákvörðunum um sanngirnisbætur og viðurkenningu á illri meðferð en skv. frumvarpinu verður grundvallarbreyting þar á. Nú er lagt til að umsóknir um sanngirnisbætur fari í „einstaklingsbundinn farveg“. „Í umsókn skulu koma fram helstu ástæður þess að einstaklingur telur sig eiga rétt til sanngirnisbóta samkvæmt lögum þessum. Þá skal umsækjandi, eins og kostur er, leggja fram gögn máli sínu til stuðnings, þar á meðal læknisvottorð og vitnisburði einstaklinga.“ Síðan er klykkt út með því að segja: „Ef umsókn uppfyllir ekki skilyrði 2. mgr. og ekki hefur verið bætt úr vanköntum á henni skal ráðuneytið vísa umsókn frá.“ Það er staðreynd að mörg fyrrum vistheimilabörn eru jaðarsett vegna þess skaða sem þau urðu fyrir og hafa ekki uppburði í sér til sækja rétt sinn, jafnvel þó kveðið sé á um einhverja aðstoð. Það blasir við að með þessu fyrirkomulagi munu margir hvorki fá viðurkenningu á ofbeldi sem þeir voru beittir né þær bætur sem þeim ber. Með þessu ákvæði er hið opinbera að varpa frá sér ábyrgð. Síðan kemur ákvæði sem er ömurlegur vitnisburður um sáttavilja og sanngirni stjórnvalda: „Aðstandendur og eftirlifandi ættingjar einstaklinga sem orðið hafa fyrir illri meðferð eða ofbeldi vegna athafna eða athafnaleysis opinberra aðila eða einkaaðila skv. 1. gr. eiga ekki rétt til sanngirnisbóta.“ Þarna er fellt úr gildi ákvæði núgildandi laga nr. 47 2010 um sanngirnisbætur sem kveður á um að bætur látinna vistheimilabarna skuli erfast til eftirlifandi barna. Eðli málsins samkvæmt eru fjölmargir úr hópi vistheimilabarna fallnir frá. Sá skaði sem þessi börn urðu fyrir í umsjón yfirvalda var varanlegur og olli því að fjölmörg þeirra misstu fótanna. Stór hluti þessara barna áttu eftir að glíma við slæma líkamlega heilsu, geðraskanir og einnig var áfengis- eða fíkniefnaneysla áberandi í þessum hópi vegna tilfinningalegs sársauka sem reynt var að líkna. Þá hafa sjálfsvíg meðal fyrrum vistheimilabarna verið tíð. Af þessu leiðir að meðalaldur í þessum hópi er mun lægri en almennt gerist. Ábyrgð yfirvalda á þessum ótímabæru dauðsföllum er óumdeild enda báru þau ábyrgð á velferð barnanna á sama tíma og þau voru eyðilögð í þeirra umsjá. Ég var sjálfur á vistheimilum meira og minna til 16 ára aldurs. Á þeim tíma tíma kynntist ég fjölmörgum börnum sem voru í sömu stöðu. Nokkur þeirra, sérstaklega strákarnir, fóru að týna tölunni strax á unglingsaldri og nú er svo komið að þeir eru flestir látnir. Samkvæmt frumvarpinu teljast hinu látnu ekki með og bætur þeirra munu falla dauðar niður. Þetta ákvæði er afar ósanngjarnt í ljósi þess að yfirvöld hafa dregið fram úr hófi að viðurkenna misgjörðir og greiða þolendum sanngirnisbætur. Í þessu sambandi verður mér hugsað til látinna vina minna, meðal annarra þeirra Hrafns Jökulssonar og Fjölnis Geirs Bragasonar sem börðust fyrir réttlæti fyrir vöggustofubörn. Það er skammarleg lágkúra að greiða ekki bætur látinna vistheimilabarna til barna þeirra eða eftir atvikum til annarra aðstandenda. Hafa ber í huga að börn og fjölskyldur hinna látnu liðu einnig fyrir þá slæmu meðferð sem þau hlutu í æsku er yfirvöld báru ábyrgð á velferð þeirra. Með þessari ódrengilegu ákvörðun er horft fram hjá núgildandi lögum, fordæmum og þar með jafnræði. Að stjórnvöld ætli sér að spara ríkissjóði óverulegar fjárhæðir með því svipta börn hinna látnu réttmætum bótum talar sínu máli um sanngirni og sáttavilja stjórnvalda. Þessu smánarlega ákvæði verður að breyta og ég trúi ekki öðru en að stjórnvöld sjái sóma sinn í því að gera það skilyrðislaust. Sem fyrr segir eru nú í gildi lög nr. 47/2010 um sanngirnisbætur fyrir ofbeldi og misgjörðir á stofnunum og heimilum fyrir börn. Þar kemur m.a. fram að bætur til einstaklings skulu vera að hámarki sex milljónir kr. en það breytist 1. janúar ár hvert í samræmi við vísitölu neysluverðs og nema því hámarksbætur í dag um níu og hálfri milljónum kr. Samkvæmt frumvarpinu á að lækka hámarksupphæð sanngirnisbóta niður í þrjár milljónir kr. eða sem nemur um það bil einum mánaðarlaunum flutningsmanns frumvarpsins. Venjan hefur verið sú að greiða vistheimilabörnum hlutfallsbætur miðað við þann tíma sem þau voru vistuð á heimilum eða stofnunum. Ef hámarksbætur verða þrjár milljónir kr. þá gefur auga leið að flestir þolendur munu fá sanngirnisbætur sem nemur aðeins einum til þremur meðalmánaðarlaunum, eða um 650.000 til 2.000.000 kr. Tekið er fram að bótum sé „ekki ætlað að bæta fjárhagslegt tjón einstaklinga að fullu.“ og að þær séu „til viðurkenningar á misgjörð sem getur hjálpað þeim sem fyrir verða að sættast við orðinn hlut og ná þeim bata sem mögulegur er miðað við aðstæður.“ Það er auðvitað rétt að það tjón sem vistheimilabörn urðu fyrir, hvort heldur fjárhagslegt eða annað í víðum skilningi, verður aldrei bætt sama hve há krónutalan yrði. En að lækka hámark sanngirnisbóta í þrjár milljónir kr. er skammarlegt. Segja má að í því felist gengisfelling á viðurkenningu á misgjörðum opinberra aðila í garð þeirra fyrrum vistheimilabarna sem verða ofurseld þessum lögum. Í frumvarpinu er ekki minnst á félags- og sálfræðilegan stuðning heldur talað um að hinu lágu upphæðir eigi að hjálpa þolendum til að ná bata. Eins og nærri má geta var ekki haft samráð við fyrrum vistheimilabörn við gerð frumvarpsins. Þá skýtur það skökku við, og brýtur jafnvel í bága við þrískiptingu ríkisvaldsins, að sami aðili, gerandinn, dæmi í eigin sök, setji klæðskerasaumuð lög þar um, sjái um framkvæmd þeirra og úrskurði svo að ákvarðanir sínar séu endanlegar. Þetta þarf að hafa í huga þegar eftirfarandi setning er skoðuð: „Efni frumvarpsins gefur ekki tilefni til að skoða samræmi þess við stjórnarskrá og alþjóðlegar skuldbindingar.“ Það er einmitt fullt tilefni til að skoða samræmi frumvarpsins við stjórnarskrá og alþjóðlegar skuldbindingar eins og Barnasáttmála SÞ, Mannréttindayfirlýsingu SÞ, Mannréttindasáttmála Evrópu og eftir atvikum fleiri skuldbindingar. Í frumvarpinu er skákað í skjóli þess að fyrirkomulag um greiðslur sanngirnisbóta verði líkt og tíðkast í Noregi. Tekið er fram að hámarksbætur þar í landi séu 250.000 norskar kr. eða um 3.560.000 ísl. kr. Í Noregi er bótakerfi norska stórþingsins þrautalending þegar aðrar leiðir til að sækja bætur hafa brugðist. „Rettferdsvederlag er en mulighet til erstatning fra staten, i tilfeller hvor voldserstatning og andre erstatningsordninger ikke er dekkende.“ Þar í landi hefur tíðkast að viðkomandi vistheimili, stofnanir eða sveitarfélög greiði sanngirnisbætur til vistheimilabarna sem hafa orðið fyrir ofbeldi eða misgjörðum. Þar er hámark bóta almennt miklu hærri eða að lágmarki 350.000 norskar kr. Í frumvarpinu er skautað fram hjá þessu að því virðist til að lágmarka sanngirnisbætur hér á landi. Ákvæðið „Einstaklingar eiga ekki rétt til sanngirnisbóta nema þeir hafi áður tæmt önnur réttarúrræði sem skapað geti rétt til bóta vegna athafna eða athafnaleysis opinberra aðila og einkaaðila.“ byggir á því norska en á vart við hér á landi. Hérlendis hefur ekki tíðkast að viðkomandi vistheimili, stofnanir eða sveitarfélög greiði sanngirnisbætur til vistheimilabarna. Raunar er ómögulegt að tæma önnur réttarúrræði þar sem umsækjendur hafa misst réttarvernd sína vegna fyrninga. Það er alltént ljóst að fyrrum vistheimilabörn fá ekki notið vafans nema að þetta ákvæði verði lagfært eða tekið út. Fátt ef nokkuð segir meira um samfélag en meðferð þess á börnum. Skýrslur Vistheimilanefndar afhjúpuðu skelfilega meðferð á vistheimilabörnum og þar með samfélagið á hverjum tíma sem sneri blinda auganu að ofbeldinu og misgjörðunum. Hin nýju lög munu í raun girða fyrir opinberar rannsóknir á vistheimilum. Því munu misgjörðir gagnvart börnum á vistheimilum sem hafa viðgengist, og munu viðgangast, jafnvel aldrei verða afhjúpaðar. Í frumvarpinu er þetta orðað svo: „Þannig verði almennt horfið frá þeim einstöku, umfangsmiklu og tímafreku rannsóknum sem hafa hingað til verið grundvöllur greiðslu sanngirnisbóta og þess í stað mælt fyrir um almennan og um leið einstaklingsbundinn farveg fyrir slík mál.“ Þetta ákvæði er mesta afturförin í frumvarpinu og ber með sér algjört skilningsleysi á mikilvægi þess að rannsaka söguna — gera upp fortíðina. Með því móti má læra af sögunni enda hefur hún tilhneigingu til að endurtaka sig. Í því sambandi er rétt að minna á að enn eru að koma upp ljót mál í tengslum við vistun barna og skv. þessu ákvæði munu slík mál liggja í þagnargildi í framtíðinni. Hvaða skilaboð felast í því að hætta eigi að rannsaka vistheimili? Í mínum huga eru skilaboðin þau að misgjörðir ábyrgra aðila gagnvart vistheimilabörnum skipta ekki lengur eins miklu máli. Að sama skapi skiptir sú sorgarsaga ekki nógu miklu máli til að vera sögð. Það er mikilvægt að hafa í huga að sú opinbera viðurkenning sem fæst með rannsóknum á vistheimilum skiptir þolendur miklu máli. Við blasir að meginmarkmiðið með frumvarpinu er sparnaður og til þess að svo megi vera er sanngirni og drenglyndi vikið til hliðar: „má búast við að þar sem gert er ráð fyrir að hámarksbótafjárhæð sé óveruleg og þar sem ekki verður í sama mæli þörf á stórum, tímafrekum og fjárhagslega dýrum rannsóknum varðandi tiltekna hópa, verði kostnaður í lágmarki. Þannig er gert ráð fyrir að hámarksbætur til einstaklinga séu þrjár millj. kr. en í mörgum tilvikum verður um lægri bótafjárhæð að ræða að álitum.“ Með þessu næst óverulegur sparnaður fyrir ríkissjóð en eftir standa smánaðir þolendur. Stundum er talað um anda laganna, þ.e. hvaða meining liggi að baki þeim. Ef andi þessa lagafrumvarps á að snúast um viðurkenningu á misgjörðum, sættir og sanngirni þá hefur það mistekist hrapallega. Bætur verða smánarlegar en þær skipta auðvitað máli þar sem í þeim felast viðurkenning og sættir. En svo lágar bætur bera með sér gengisfellingu á skaðsemi illrar meðferðar. Að svipta börn og aðstandendur látinna einstaklinga réttmætum bótum er lítilmannleg leið til að spara ríkissjóði einhverjar krónur — þetta er í raun afar ógeðfellt ákvæði. Það er fullt tilefni til að minna á að ofbeldi í garð vistheimilabarna fékk að viðgangast í áratugi þar sem yfirvöld skelltu skollaeyrum við því. Hafa þarf hugfast að hvert barn sem eyðilagt er í æsku er dýrt fyrir samfélagið í öllum skilningi. Það er því brýnt hagsmunamál að koma í veg fyrir illa meðferð á vistheimilabörnum til framtíðar. Í því skyni er besta forvörnin að rannsaka áfram og afhjúpa óboðlega meðferð á vistheimilisbörnum samfélaginu til heilla. Nú stendur það upp á Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, að leiðrétta frumvarpið og sýna þar með raunverulegan sáttavilja, sanngirni og ábyrgð. Höfundur er sagnfræðingur og fyrrum vistheimilabarn Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vistheimili Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vöggustofur í Reykjavík Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Nú liggja fyrir drög að frumvarpi Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, til heildarlaga um sanngirnisbætur til vistheimilabarna sem urðu fyrir varanlegum líkamlegum, sálrænum eða félagslegum skaða vegna illrar meðferðar meðan á vistun þeirra stóð. Frumvarpið er auglýst sem framfaraskref og auðveldi allt ferli fyrrum vistheimilabörnum til hagsbóta. Skoðum fyrst það sem er í raun til bóta í frumvarpinu. Lögin munu ná utan um þau börn sem urðu fyrir skaða, vegna ofbeldis eða misréttis, á smærri vistheimilum en hafa hingað til lent á milli stafs og hurðar — þessi breyting er svo sannarlega brýnt réttlætis- og þjóðþrifamál. Sama má segja um að lögin muni veita rýmri tímamörk en núgildandi löggjöf sem nær einungis til brota sem framin voru til 1. febrúar 1993. Þar með er allt jákvætt í frumvarpinu upptalið því önnur ákvæði þess eru afturför og í raun kaldar kveðjur til fyrrum vistheimilabarna. Í frumvarpinu segir: „Ekki eru greiddar sanngirnisbætur vegna varanlegs skaða einstaklinga sem stafar af athöfnum eða athafnaleysi opinberra aðila og einkaaðila skv. 1. gr. sem tengjast almennum atburðum sem snertu marga. Þar geta fallið undir m.a. náttúruhamfarir, hópslys og farsóttir.“ Í ljósi hins afmarkaða efnis og tilgangs frumvarpsins þá er þetta ákvæði með ólíkindum og rétt að velta því aðeins fyrir sér. Þarna er opnuð leið fyrir yfirvöld til að leggja einhliða huglægt mat á í hvaða tilfellum þau beri ábyrgð á varanlegum skaða barna í þeirra umsjá. Skilja má ákvæðið svo að lögð sé að jöfnu skaðleg meðferð á vistheimilabörnum og „náttúruhamfarir, hópslys og farsóttir“ sem enginn ræður við. Því geta yfirvöld jafnvel afgreitt afleiðingar skaðlegrar meðferðar á vistheimilabörnum sem hvert annað náttúrulögmál sem enginn ber ábyrgð á. Þetta yrði snautleg leið til að fría sig ábyrgð svo ekki sé meira sagt. Áréttað skal að yfirvöld ákváðu misvont fyrirkomulag á vistheimilum og aðhöfðust ekki, jafnvel áratugum saman, þrátt fyrir ábendingar og vitneskju um skaðlega starfshætti. Þetta hefur m.a. verið staðfest í mikilvægum rannsóknum Vistheimilanefndar og þar kemur fram að ábyrgð yfirvalda er óumdeild. Hörmuleg meðferð á vistheimilabörnum var og er mannanna verk — oft óhæfs fólks á vegum yfirvalda og í skjóli þeirra. Hingað til hafa niðurstöður opinberra rannsókna legið til grundvallar ákvörðunum um sanngirnisbætur og viðurkenningu á illri meðferð en skv. frumvarpinu verður grundvallarbreyting þar á. Nú er lagt til að umsóknir um sanngirnisbætur fari í „einstaklingsbundinn farveg“. „Í umsókn skulu koma fram helstu ástæður þess að einstaklingur telur sig eiga rétt til sanngirnisbóta samkvæmt lögum þessum. Þá skal umsækjandi, eins og kostur er, leggja fram gögn máli sínu til stuðnings, þar á meðal læknisvottorð og vitnisburði einstaklinga.“ Síðan er klykkt út með því að segja: „Ef umsókn uppfyllir ekki skilyrði 2. mgr. og ekki hefur verið bætt úr vanköntum á henni skal ráðuneytið vísa umsókn frá.“ Það er staðreynd að mörg fyrrum vistheimilabörn eru jaðarsett vegna þess skaða sem þau urðu fyrir og hafa ekki uppburði í sér til sækja rétt sinn, jafnvel þó kveðið sé á um einhverja aðstoð. Það blasir við að með þessu fyrirkomulagi munu margir hvorki fá viðurkenningu á ofbeldi sem þeir voru beittir né þær bætur sem þeim ber. Með þessu ákvæði er hið opinbera að varpa frá sér ábyrgð. Síðan kemur ákvæði sem er ömurlegur vitnisburður um sáttavilja og sanngirni stjórnvalda: „Aðstandendur og eftirlifandi ættingjar einstaklinga sem orðið hafa fyrir illri meðferð eða ofbeldi vegna athafna eða athafnaleysis opinberra aðila eða einkaaðila skv. 1. gr. eiga ekki rétt til sanngirnisbóta.“ Þarna er fellt úr gildi ákvæði núgildandi laga nr. 47 2010 um sanngirnisbætur sem kveður á um að bætur látinna vistheimilabarna skuli erfast til eftirlifandi barna. Eðli málsins samkvæmt eru fjölmargir úr hópi vistheimilabarna fallnir frá. Sá skaði sem þessi börn urðu fyrir í umsjón yfirvalda var varanlegur og olli því að fjölmörg þeirra misstu fótanna. Stór hluti þessara barna áttu eftir að glíma við slæma líkamlega heilsu, geðraskanir og einnig var áfengis- eða fíkniefnaneysla áberandi í þessum hópi vegna tilfinningalegs sársauka sem reynt var að líkna. Þá hafa sjálfsvíg meðal fyrrum vistheimilabarna verið tíð. Af þessu leiðir að meðalaldur í þessum hópi er mun lægri en almennt gerist. Ábyrgð yfirvalda á þessum ótímabæru dauðsföllum er óumdeild enda báru þau ábyrgð á velferð barnanna á sama tíma og þau voru eyðilögð í þeirra umsjá. Ég var sjálfur á vistheimilum meira og minna til 16 ára aldurs. Á þeim tíma tíma kynntist ég fjölmörgum börnum sem voru í sömu stöðu. Nokkur þeirra, sérstaklega strákarnir, fóru að týna tölunni strax á unglingsaldri og nú er svo komið að þeir eru flestir látnir. Samkvæmt frumvarpinu teljast hinu látnu ekki með og bætur þeirra munu falla dauðar niður. Þetta ákvæði er afar ósanngjarnt í ljósi þess að yfirvöld hafa dregið fram úr hófi að viðurkenna misgjörðir og greiða þolendum sanngirnisbætur. Í þessu sambandi verður mér hugsað til látinna vina minna, meðal annarra þeirra Hrafns Jökulssonar og Fjölnis Geirs Bragasonar sem börðust fyrir réttlæti fyrir vöggustofubörn. Það er skammarleg lágkúra að greiða ekki bætur látinna vistheimilabarna til barna þeirra eða eftir atvikum til annarra aðstandenda. Hafa ber í huga að börn og fjölskyldur hinna látnu liðu einnig fyrir þá slæmu meðferð sem þau hlutu í æsku er yfirvöld báru ábyrgð á velferð þeirra. Með þessari ódrengilegu ákvörðun er horft fram hjá núgildandi lögum, fordæmum og þar með jafnræði. Að stjórnvöld ætli sér að spara ríkissjóði óverulegar fjárhæðir með því svipta börn hinna látnu réttmætum bótum talar sínu máli um sanngirni og sáttavilja stjórnvalda. Þessu smánarlega ákvæði verður að breyta og ég trúi ekki öðru en að stjórnvöld sjái sóma sinn í því að gera það skilyrðislaust. Sem fyrr segir eru nú í gildi lög nr. 47/2010 um sanngirnisbætur fyrir ofbeldi og misgjörðir á stofnunum og heimilum fyrir börn. Þar kemur m.a. fram að bætur til einstaklings skulu vera að hámarki sex milljónir kr. en það breytist 1. janúar ár hvert í samræmi við vísitölu neysluverðs og nema því hámarksbætur í dag um níu og hálfri milljónum kr. Samkvæmt frumvarpinu á að lækka hámarksupphæð sanngirnisbóta niður í þrjár milljónir kr. eða sem nemur um það bil einum mánaðarlaunum flutningsmanns frumvarpsins. Venjan hefur verið sú að greiða vistheimilabörnum hlutfallsbætur miðað við þann tíma sem þau voru vistuð á heimilum eða stofnunum. Ef hámarksbætur verða þrjár milljónir kr. þá gefur auga leið að flestir þolendur munu fá sanngirnisbætur sem nemur aðeins einum til þremur meðalmánaðarlaunum, eða um 650.000 til 2.000.000 kr. Tekið er fram að bótum sé „ekki ætlað að bæta fjárhagslegt tjón einstaklinga að fullu.“ og að þær séu „til viðurkenningar á misgjörð sem getur hjálpað þeim sem fyrir verða að sættast við orðinn hlut og ná þeim bata sem mögulegur er miðað við aðstæður.“ Það er auðvitað rétt að það tjón sem vistheimilabörn urðu fyrir, hvort heldur fjárhagslegt eða annað í víðum skilningi, verður aldrei bætt sama hve há krónutalan yrði. En að lækka hámark sanngirnisbóta í þrjár milljónir kr. er skammarlegt. Segja má að í því felist gengisfelling á viðurkenningu á misgjörðum opinberra aðila í garð þeirra fyrrum vistheimilabarna sem verða ofurseld þessum lögum. Í frumvarpinu er ekki minnst á félags- og sálfræðilegan stuðning heldur talað um að hinu lágu upphæðir eigi að hjálpa þolendum til að ná bata. Eins og nærri má geta var ekki haft samráð við fyrrum vistheimilabörn við gerð frumvarpsins. Þá skýtur það skökku við, og brýtur jafnvel í bága við þrískiptingu ríkisvaldsins, að sami aðili, gerandinn, dæmi í eigin sök, setji klæðskerasaumuð lög þar um, sjái um framkvæmd þeirra og úrskurði svo að ákvarðanir sínar séu endanlegar. Þetta þarf að hafa í huga þegar eftirfarandi setning er skoðuð: „Efni frumvarpsins gefur ekki tilefni til að skoða samræmi þess við stjórnarskrá og alþjóðlegar skuldbindingar.“ Það er einmitt fullt tilefni til að skoða samræmi frumvarpsins við stjórnarskrá og alþjóðlegar skuldbindingar eins og Barnasáttmála SÞ, Mannréttindayfirlýsingu SÞ, Mannréttindasáttmála Evrópu og eftir atvikum fleiri skuldbindingar. Í frumvarpinu er skákað í skjóli þess að fyrirkomulag um greiðslur sanngirnisbóta verði líkt og tíðkast í Noregi. Tekið er fram að hámarksbætur þar í landi séu 250.000 norskar kr. eða um 3.560.000 ísl. kr. Í Noregi er bótakerfi norska stórþingsins þrautalending þegar aðrar leiðir til að sækja bætur hafa brugðist. „Rettferdsvederlag er en mulighet til erstatning fra staten, i tilfeller hvor voldserstatning og andre erstatningsordninger ikke er dekkende.“ Þar í landi hefur tíðkast að viðkomandi vistheimili, stofnanir eða sveitarfélög greiði sanngirnisbætur til vistheimilabarna sem hafa orðið fyrir ofbeldi eða misgjörðum. Þar er hámark bóta almennt miklu hærri eða að lágmarki 350.000 norskar kr. Í frumvarpinu er skautað fram hjá þessu að því virðist til að lágmarka sanngirnisbætur hér á landi. Ákvæðið „Einstaklingar eiga ekki rétt til sanngirnisbóta nema þeir hafi áður tæmt önnur réttarúrræði sem skapað geti rétt til bóta vegna athafna eða athafnaleysis opinberra aðila og einkaaðila.“ byggir á því norska en á vart við hér á landi. Hérlendis hefur ekki tíðkast að viðkomandi vistheimili, stofnanir eða sveitarfélög greiði sanngirnisbætur til vistheimilabarna. Raunar er ómögulegt að tæma önnur réttarúrræði þar sem umsækjendur hafa misst réttarvernd sína vegna fyrninga. Það er alltént ljóst að fyrrum vistheimilabörn fá ekki notið vafans nema að þetta ákvæði verði lagfært eða tekið út. Fátt ef nokkuð segir meira um samfélag en meðferð þess á börnum. Skýrslur Vistheimilanefndar afhjúpuðu skelfilega meðferð á vistheimilabörnum og þar með samfélagið á hverjum tíma sem sneri blinda auganu að ofbeldinu og misgjörðunum. Hin nýju lög munu í raun girða fyrir opinberar rannsóknir á vistheimilum. Því munu misgjörðir gagnvart börnum á vistheimilum sem hafa viðgengist, og munu viðgangast, jafnvel aldrei verða afhjúpaðar. Í frumvarpinu er þetta orðað svo: „Þannig verði almennt horfið frá þeim einstöku, umfangsmiklu og tímafreku rannsóknum sem hafa hingað til verið grundvöllur greiðslu sanngirnisbóta og þess í stað mælt fyrir um almennan og um leið einstaklingsbundinn farveg fyrir slík mál.“ Þetta ákvæði er mesta afturförin í frumvarpinu og ber með sér algjört skilningsleysi á mikilvægi þess að rannsaka söguna — gera upp fortíðina. Með því móti má læra af sögunni enda hefur hún tilhneigingu til að endurtaka sig. Í því sambandi er rétt að minna á að enn eru að koma upp ljót mál í tengslum við vistun barna og skv. þessu ákvæði munu slík mál liggja í þagnargildi í framtíðinni. Hvaða skilaboð felast í því að hætta eigi að rannsaka vistheimili? Í mínum huga eru skilaboðin þau að misgjörðir ábyrgra aðila gagnvart vistheimilabörnum skipta ekki lengur eins miklu máli. Að sama skapi skiptir sú sorgarsaga ekki nógu miklu máli til að vera sögð. Það er mikilvægt að hafa í huga að sú opinbera viðurkenning sem fæst með rannsóknum á vistheimilum skiptir þolendur miklu máli. Við blasir að meginmarkmiðið með frumvarpinu er sparnaður og til þess að svo megi vera er sanngirni og drenglyndi vikið til hliðar: „má búast við að þar sem gert er ráð fyrir að hámarksbótafjárhæð sé óveruleg og þar sem ekki verður í sama mæli þörf á stórum, tímafrekum og fjárhagslega dýrum rannsóknum varðandi tiltekna hópa, verði kostnaður í lágmarki. Þannig er gert ráð fyrir að hámarksbætur til einstaklinga séu þrjár millj. kr. en í mörgum tilvikum verður um lægri bótafjárhæð að ræða að álitum.“ Með þessu næst óverulegur sparnaður fyrir ríkissjóð en eftir standa smánaðir þolendur. Stundum er talað um anda laganna, þ.e. hvaða meining liggi að baki þeim. Ef andi þessa lagafrumvarps á að snúast um viðurkenningu á misgjörðum, sættir og sanngirni þá hefur það mistekist hrapallega. Bætur verða smánarlegar en þær skipta auðvitað máli þar sem í þeim felast viðurkenning og sættir. En svo lágar bætur bera með sér gengisfellingu á skaðsemi illrar meðferðar. Að svipta börn og aðstandendur látinna einstaklinga réttmætum bótum er lítilmannleg leið til að spara ríkissjóði einhverjar krónur — þetta er í raun afar ógeðfellt ákvæði. Það er fullt tilefni til að minna á að ofbeldi í garð vistheimilabarna fékk að viðgangast í áratugi þar sem yfirvöld skelltu skollaeyrum við því. Hafa þarf hugfast að hvert barn sem eyðilagt er í æsku er dýrt fyrir samfélagið í öllum skilningi. Það er því brýnt hagsmunamál að koma í veg fyrir illa meðferð á vistheimilabörnum til framtíðar. Í því skyni er besta forvörnin að rannsaka áfram og afhjúpa óboðlega meðferð á vistheimilisbörnum samfélaginu til heilla. Nú stendur það upp á Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, að leiðrétta frumvarpið og sýna þar með raunverulegan sáttavilja, sanngirni og ábyrgð. Höfundur er sagnfræðingur og fyrrum vistheimilabarn
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar