Loðna flæðir inn í vinnslur á Vopnafirði og Norðfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 13. desember 2022 22:24 Beitir NK kom til Norðfjarðar um hálftvöleytið í dag með 1.240 tonn af loðnu. SVN/Hafþór Eiríksson Fyrstu loðnuförmum vertíðarinnar var landað í tveimur Austfjarðahöfnum í dag. Á Vopnafirði sögðu menn loðnuna sannkallaðan jólabónus en áratugur er liðinn frá því síðast tókst að hefja þar loðnuvinnslu fyrir jól. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá Víking AK, skip Brims, landa fyrstu loðnu vertíðarinnar en hann kom með sjöhundruð tonn inn til Vopnafjarðar í morgun. Loðnunni dælt úr lestum Víkings í morgun og beint inn í vinnsluhús Brims á Vopnafirði.Brim/Magnús Þór Róbertsson Magnús Þór Róbertsson, rekstrarstjóri Brims á Vopnafirði, segir loðnuna líta mjög vel út. Hún sé ágætlega stór og verður hún að mestu fryst til manneldis en einnig fari hluti hennar til fiskimjölsframleiðslu. Brim er langstærsta fyrirtækið á Vopnafirði með 66 starfsmenn og mun um þriðjungur þeirra koma beint að loðnuvinnslunni. Þar segir Magnús það jólabónus fyrir bæði starfsmenn og fyrirtækið að fá loðnuna svona snemma en það var síðast árið 2012 sem loðnuvinnsla hófst þar fyrir jól. Loðnan komin í vinnslulínuna hjá Brimi á Vopnafirði í morgun.Brim/Magnús Þór Róbertsson Hann býst við að frysta loðnan verði seld til Austur-Evrópu og segir að þar fáist ágætt verð fyrir hana. Norðfirðingar fengu einnig sinn fyrsta loðnuskammt í dag þegar Beitir, skip Síldarvinnslunnar, kom með 1.240 tonn að landi. Þar fór loðnan í nýja fiskimjölsverksmiðju SVN, svokallaða próteinverksmiðju, en þetta er fyrsta loðnan sem þar fer til vinnslu. Loðna komin í hús hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað í dag.SVN/Hafþór Eiríksson Hafþór Eiríksson, rekstrarstjóri fiskimjölsverksmiðjunnar, segir afurðaverð gott, bæði fyrir mjöl og lýsi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Loðnuveiðar Sjávarútvegur Fjarðabyggð Vopnafjörður Brim Síldarvinnslan Tengdar fréttir Jólabónus Vopnfirðinga að hefja loðnuvinnslu fyrir jól Fyrsti loðnufarmur þessarar vertíðar kom til Vopnafjarðar í morgun en þar stendur núna yfir löndun úr Víkingi AK, skipi Brims. Rekstrarstjóri Brims segir loðnuna sannkallaðan jólabónus en tíu ár eru frá því loðnuvinnsla hófst síðast á Vopnafirði fyrir jól. 13. desember 2022 13:32 Loðnuveiðar hafnar en ekki talið tilefni til að auka kvóta Fyrsta loðnan á þessari vertíð er veidd og var skip Síldarvinnslunnar, Beitir, komið með ellefuhundruð tonn nú laust fyrir hádegi. Hafrannsóknastofnun telur ekki tilefni til þess að auka loðnukvótann, eftir auka loðnuleiðangur sem lauk um helgina. 12. desember 2022 12:20 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá Víking AK, skip Brims, landa fyrstu loðnu vertíðarinnar en hann kom með sjöhundruð tonn inn til Vopnafjarðar í morgun. Loðnunni dælt úr lestum Víkings í morgun og beint inn í vinnsluhús Brims á Vopnafirði.Brim/Magnús Þór Róbertsson Magnús Þór Róbertsson, rekstrarstjóri Brims á Vopnafirði, segir loðnuna líta mjög vel út. Hún sé ágætlega stór og verður hún að mestu fryst til manneldis en einnig fari hluti hennar til fiskimjölsframleiðslu. Brim er langstærsta fyrirtækið á Vopnafirði með 66 starfsmenn og mun um þriðjungur þeirra koma beint að loðnuvinnslunni. Þar segir Magnús það jólabónus fyrir bæði starfsmenn og fyrirtækið að fá loðnuna svona snemma en það var síðast árið 2012 sem loðnuvinnsla hófst þar fyrir jól. Loðnan komin í vinnslulínuna hjá Brimi á Vopnafirði í morgun.Brim/Magnús Þór Róbertsson Hann býst við að frysta loðnan verði seld til Austur-Evrópu og segir að þar fáist ágætt verð fyrir hana. Norðfirðingar fengu einnig sinn fyrsta loðnuskammt í dag þegar Beitir, skip Síldarvinnslunnar, kom með 1.240 tonn að landi. Þar fór loðnan í nýja fiskimjölsverksmiðju SVN, svokallaða próteinverksmiðju, en þetta er fyrsta loðnan sem þar fer til vinnslu. Loðna komin í hús hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað í dag.SVN/Hafþór Eiríksson Hafþór Eiríksson, rekstrarstjóri fiskimjölsverksmiðjunnar, segir afurðaverð gott, bæði fyrir mjöl og lýsi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Fjarðabyggð Vopnafjörður Brim Síldarvinnslan Tengdar fréttir Jólabónus Vopnfirðinga að hefja loðnuvinnslu fyrir jól Fyrsti loðnufarmur þessarar vertíðar kom til Vopnafjarðar í morgun en þar stendur núna yfir löndun úr Víkingi AK, skipi Brims. Rekstrarstjóri Brims segir loðnuna sannkallaðan jólabónus en tíu ár eru frá því loðnuvinnsla hófst síðast á Vopnafirði fyrir jól. 13. desember 2022 13:32 Loðnuveiðar hafnar en ekki talið tilefni til að auka kvóta Fyrsta loðnan á þessari vertíð er veidd og var skip Síldarvinnslunnar, Beitir, komið með ellefuhundruð tonn nú laust fyrir hádegi. Hafrannsóknastofnun telur ekki tilefni til þess að auka loðnukvótann, eftir auka loðnuleiðangur sem lauk um helgina. 12. desember 2022 12:20 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Jólabónus Vopnfirðinga að hefja loðnuvinnslu fyrir jól Fyrsti loðnufarmur þessarar vertíðar kom til Vopnafjarðar í morgun en þar stendur núna yfir löndun úr Víkingi AK, skipi Brims. Rekstrarstjóri Brims segir loðnuna sannkallaðan jólabónus en tíu ár eru frá því loðnuvinnsla hófst síðast á Vopnafirði fyrir jól. 13. desember 2022 13:32
Loðnuveiðar hafnar en ekki talið tilefni til að auka kvóta Fyrsta loðnan á þessari vertíð er veidd og var skip Síldarvinnslunnar, Beitir, komið með ellefuhundruð tonn nú laust fyrir hádegi. Hafrannsóknastofnun telur ekki tilefni til þess að auka loðnukvótann, eftir auka loðnuleiðangur sem lauk um helgina. 12. desember 2022 12:20