Kannast ekki við meint hundrað milljóna loforð aðstoðarmanns Kristín Ólafsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 16. desember 2022 14:01 Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/vilhelm Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir það ekki rétt að aðstoðarmaður hans hafi lofað ÍBV hundrað milljóna króna styrk vegna tekjubrests í kórónuveirufaraldrinum. Það sé hvorki hlutverk hans, ráðherrans, né aðstoðarmanna að lofa einstökum félögum fjárhæðum. Fjárlaganefnd fari með úthlutunarvald í málaflokknum. Greint var frá því í gær að Haraldur Pálsson framkvæmdastjóri ÍBV hefði sent fjárlaganefnd erindi, þar sem hann óskaði eftir því að nefndin tryggði að ríkið greiddi félaginu sextíu milljóna króna eftirstöðvar af hundrað milljóna króna styrk. Haraldur hélt því enn fremur fram að aðstoðarmaður Ásmundar Einars hafi „staðfest að félagið fengi 100 milljónir króna úr sjóðnum bæði í samtölum og í smáskilaboðum“. Ásmundur Einar segir í samtali við fréttastofu að fjárlaganefnd hafi vissulega samþykkt fjárveitingu sem ætluð var íþróttafélögum sem urðu fyrir tapi í kórónuveirufaraldrinum, eins og ÍBV. „Hins vegar var það þannig að skilaboðin sem samþykkt voru á Alþingi kölluðu á það að við færum í samtal við fleiri íþróttafélög. Úr því varð miklu stærri úthlutun sem er nú búið að samþykkja fjárveitingar til upp á hátt í hálfan milljarð, sem þetta rennur inn í. Og er til allra íþróttafélaga og þar með ÍBV,“ segir Ásmundur. Hreinlega ekki rétt að aðstoðarmaðurinn hafi lofað peningnum Þannig að ÍBV fær engan sérdíl þarna? „Ja, það er þannig eins og ég segi að fjárlaganefnd samþykkti ákveðnar fjárhæðir þarna og það var með þeim skilyrðum að við ættum að skoða þetta í víðara samhengi. Það gerðum við og unnum eftir því. En hins vegar skil ég vel stöðu ÍBV sem voru búin að undirbúa þjóðhátíð og allt slikt, þannig að við munum reyna að vinna það líka.“ En hvað finnst þér um að aðstoðarmaður þinn sé að lofa svona einu félagi pening? „Það er bara ekki rétt. Það er fjárveitingavaldið, það er fjárlaganefnd á Alþingi sem fer með fjárveitingar. Það var gert í þessu tilfelli, það var sérstaklega tekið fram að þetta væri til ÍBV og annarra félaga sem væru í sambærilegri stöðu.“ Þannig að það er ekki rétt að hann hafi lofað þessum peningum? „Ég kannast ekki við það. Það er fjárlaganefnd sem lagði þetta til, ákveðnar fjárveitingar og stuðning með þessum hætti. Það höfum við unnið enda er það hvorki í mínu valdi né aðstoðarmanna að lofa einstökum félögum háum fjárhæðum. En það er hins vegar líka rétt að ÍBV varð fyrir miklu tjóni þegar þjóðhátíð var slaufað í Covid-faraldri. Og ástæða þess að brugðist var við af hálfu fjárlaganefndar og ríkisvaldsins var meðal annars sú. En það eru fleiri íþróttafélög í þessari stöðu og við erum að vinna með það.“ Vestmannaeyjar ÍBV Fjárlagafrumvarp 2023 Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Greint var frá því í gær að Haraldur Pálsson framkvæmdastjóri ÍBV hefði sent fjárlaganefnd erindi, þar sem hann óskaði eftir því að nefndin tryggði að ríkið greiddi félaginu sextíu milljóna króna eftirstöðvar af hundrað milljóna króna styrk. Haraldur hélt því enn fremur fram að aðstoðarmaður Ásmundar Einars hafi „staðfest að félagið fengi 100 milljónir króna úr sjóðnum bæði í samtölum og í smáskilaboðum“. Ásmundur Einar segir í samtali við fréttastofu að fjárlaganefnd hafi vissulega samþykkt fjárveitingu sem ætluð var íþróttafélögum sem urðu fyrir tapi í kórónuveirufaraldrinum, eins og ÍBV. „Hins vegar var það þannig að skilaboðin sem samþykkt voru á Alþingi kölluðu á það að við færum í samtal við fleiri íþróttafélög. Úr því varð miklu stærri úthlutun sem er nú búið að samþykkja fjárveitingar til upp á hátt í hálfan milljarð, sem þetta rennur inn í. Og er til allra íþróttafélaga og þar með ÍBV,“ segir Ásmundur. Hreinlega ekki rétt að aðstoðarmaðurinn hafi lofað peningnum Þannig að ÍBV fær engan sérdíl þarna? „Ja, það er þannig eins og ég segi að fjárlaganefnd samþykkti ákveðnar fjárhæðir þarna og það var með þeim skilyrðum að við ættum að skoða þetta í víðara samhengi. Það gerðum við og unnum eftir því. En hins vegar skil ég vel stöðu ÍBV sem voru búin að undirbúa þjóðhátíð og allt slikt, þannig að við munum reyna að vinna það líka.“ En hvað finnst þér um að aðstoðarmaður þinn sé að lofa svona einu félagi pening? „Það er bara ekki rétt. Það er fjárveitingavaldið, það er fjárlaganefnd á Alþingi sem fer með fjárveitingar. Það var gert í þessu tilfelli, það var sérstaklega tekið fram að þetta væri til ÍBV og annarra félaga sem væru í sambærilegri stöðu.“ Þannig að það er ekki rétt að hann hafi lofað þessum peningum? „Ég kannast ekki við það. Það er fjárlaganefnd sem lagði þetta til, ákveðnar fjárveitingar og stuðning með þessum hætti. Það höfum við unnið enda er það hvorki í mínu valdi né aðstoðarmanna að lofa einstökum félögum háum fjárhæðum. En það er hins vegar líka rétt að ÍBV varð fyrir miklu tjóni þegar þjóðhátíð var slaufað í Covid-faraldri. Og ástæða þess að brugðist var við af hálfu fjárlaganefndar og ríkisvaldsins var meðal annars sú. En það eru fleiri íþróttafélög í þessari stöðu og við erum að vinna með það.“
Vestmannaeyjar ÍBV Fjárlagafrumvarp 2023 Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira