Varðhaldskröfu í hryðjuverkamáli hafnað vegna vafa um ásetning Atli Ísleifsson skrifar 22. desember 2022 12:43 Sveinn Andri Sveinsson verjandi annars mannsins sem hefur verið ákærður fyrir tilraunar til hryðjuverka hefur sagt málatilbúnaðinn gagnvart honum söguleg mistök. Vísir/Egill Tveir karlmenn á þrítugsaldri þurfa ekki að sæta gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa skipulagt hryðjuverk. Landsréttur staðfesti niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis í dag. Landsréttur setur spurningamerki við hvort ásetningur hafi verið fyrir hendi hjá mönnunum tveimur. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi annars mannsins, staðfestir niðurstöðu Landsréttar við fréttastofu. Mennirnir höfðu setið í gæsluvarðhaldi í ellefu vikur þar til þeim var sleppt þann 13. desember með úrskurði Landsréttar. Sú ákvörðun byggði á geðmati og því að ekki stæði slík hætta af mönnunum að það réttlætti gæsluvarðhald. Ekki væri talið að árás væri yfirvofandi, eða mjög líkleg eins og áskilið samkvæmt ákvæðinu sem krafa ákæruvaldsins var byggð á. Mennirnir voru á dögunum ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverka með því að hafa ákveðið að valda „ótilgreindum hópi fólks, á ótilgreindum stað, bana eða stórfelldu líkamstjóni eða stefna lífi þeirra í hættu með stórfelldum eignaspjöllum, og sýnt þann ásetning ótvírætt í verki með tilgreindum hætti á tímabilinu maí til september 2022, allt í þeim tilgangi að valda almenningi verulegum ótta og mikilli ringulreið í þjóðfélaginu“. Í úrskurði Landsréttar, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir að samkvæmt gögnum málsins liggi fyrir upplýsingar um athafnir mannanna í aðdraganda þess að þeir voru handteknir. Undirbúningsathafnir einar og sér geta leitt til refsiábyrgðar. „Með undirbúningsathöfnum er átt við þær athafnir eða ráðstafanir geranda sem miða að framkvæmd brots eða er ætlað að miða að framkvæmd þess en nægja þó ekki til að brot geti fullframist. Af þeim þarf þó að vera unnt að draga þá ályktun að ásetningur standi til fullframningar brots og þá að undangengnu ströngu mati á huglægri afstöðu geranda til þeirra athafna sem um ræðir, sbr. orðalag ákvæðisins um að hann hafi ótvírætt sýnt þann ásetning í verki.“ Landsréttur telur að þessar upplýsingar megi, hlutlægt séð, virða sem undirbúning að framningu þess hegningarlagabrots sem ákæra tekur til. „Á hinn bóginn telst vera uppi í málinu vafi um hvort fullnægt sé kröfum um huglæga afstöðu varnaraðila til fullframningar þess, en niðurstaða þar um ræðst af sönnunarfærslu fyrir dómi,“ segir í úrskurði Landsréttar. Taldi Landsréttur að samkvæmt þeirri kröfu sem gera verði við mat á huglægri afstöðu ákærða sé ófært að slá því föstu að skilyrði fyrir gæsluvarðhaldi um sterkan grun sé fullnægt. Fréttin verður uppfærð. Dómsmál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Tengdar fréttir Kærðu úrskurðinn og bíða nú niðurstöðu Landsréttar Embætti héraðssaksóknara hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í hryðjuverkamálinu svokallaða til Landsréttar. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embættinu, í samtali við fréttastofu. 19. desember 2022 10:23 Blöskraði áhugi félaga síns á drónaárásum Í framburði manns, sem ákærður hefur verið fyrir hlutdeild í tilraun til skipulagningar hryðjuverka, segir að honum hafi blöskrað mikill áhugi félaga síns á drónaárásum og hversu langt hann væri kominn í slíkum pælingum. 17. desember 2022 18:19 Telur ríkislögreglustjóra hafa gert söguleg mistök Lögmaður annars mannsins í hryðjuverkamálinu telur ríkislögreglustjóra hafa gert söguleg mistök í málinu og geri allt til að halda andlitinu. Gæsluvarðhaldi yfir mönnunum var hafnað í dag. Héraðssaksóknari hefur ekki ákveðið hvort hann ætli að áfrýja niðurstöðunni. 16. desember 2022 18:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
Sveinn Andri Sveinsson, verjandi annars mannsins, staðfestir niðurstöðu Landsréttar við fréttastofu. Mennirnir höfðu setið í gæsluvarðhaldi í ellefu vikur þar til þeim var sleppt þann 13. desember með úrskurði Landsréttar. Sú ákvörðun byggði á geðmati og því að ekki stæði slík hætta af mönnunum að það réttlætti gæsluvarðhald. Ekki væri talið að árás væri yfirvofandi, eða mjög líkleg eins og áskilið samkvæmt ákvæðinu sem krafa ákæruvaldsins var byggð á. Mennirnir voru á dögunum ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverka með því að hafa ákveðið að valda „ótilgreindum hópi fólks, á ótilgreindum stað, bana eða stórfelldu líkamstjóni eða stefna lífi þeirra í hættu með stórfelldum eignaspjöllum, og sýnt þann ásetning ótvírætt í verki með tilgreindum hætti á tímabilinu maí til september 2022, allt í þeim tilgangi að valda almenningi verulegum ótta og mikilli ringulreið í þjóðfélaginu“. Í úrskurði Landsréttar, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir að samkvæmt gögnum málsins liggi fyrir upplýsingar um athafnir mannanna í aðdraganda þess að þeir voru handteknir. Undirbúningsathafnir einar og sér geta leitt til refsiábyrgðar. „Með undirbúningsathöfnum er átt við þær athafnir eða ráðstafanir geranda sem miða að framkvæmd brots eða er ætlað að miða að framkvæmd þess en nægja þó ekki til að brot geti fullframist. Af þeim þarf þó að vera unnt að draga þá ályktun að ásetningur standi til fullframningar brots og þá að undangengnu ströngu mati á huglægri afstöðu geranda til þeirra athafna sem um ræðir, sbr. orðalag ákvæðisins um að hann hafi ótvírætt sýnt þann ásetning í verki.“ Landsréttur telur að þessar upplýsingar megi, hlutlægt séð, virða sem undirbúning að framningu þess hegningarlagabrots sem ákæra tekur til. „Á hinn bóginn telst vera uppi í málinu vafi um hvort fullnægt sé kröfum um huglæga afstöðu varnaraðila til fullframningar þess, en niðurstaða þar um ræðst af sönnunarfærslu fyrir dómi,“ segir í úrskurði Landsréttar. Taldi Landsréttur að samkvæmt þeirri kröfu sem gera verði við mat á huglægri afstöðu ákærða sé ófært að slá því föstu að skilyrði fyrir gæsluvarðhaldi um sterkan grun sé fullnægt. Fréttin verður uppfærð.
Dómsmál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Tengdar fréttir Kærðu úrskurðinn og bíða nú niðurstöðu Landsréttar Embætti héraðssaksóknara hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í hryðjuverkamálinu svokallaða til Landsréttar. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embættinu, í samtali við fréttastofu. 19. desember 2022 10:23 Blöskraði áhugi félaga síns á drónaárásum Í framburði manns, sem ákærður hefur verið fyrir hlutdeild í tilraun til skipulagningar hryðjuverka, segir að honum hafi blöskrað mikill áhugi félaga síns á drónaárásum og hversu langt hann væri kominn í slíkum pælingum. 17. desember 2022 18:19 Telur ríkislögreglustjóra hafa gert söguleg mistök Lögmaður annars mannsins í hryðjuverkamálinu telur ríkislögreglustjóra hafa gert söguleg mistök í málinu og geri allt til að halda andlitinu. Gæsluvarðhaldi yfir mönnunum var hafnað í dag. Héraðssaksóknari hefur ekki ákveðið hvort hann ætli að áfrýja niðurstöðunni. 16. desember 2022 18:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
Kærðu úrskurðinn og bíða nú niðurstöðu Landsréttar Embætti héraðssaksóknara hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í hryðjuverkamálinu svokallaða til Landsréttar. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embættinu, í samtali við fréttastofu. 19. desember 2022 10:23
Blöskraði áhugi félaga síns á drónaárásum Í framburði manns, sem ákærður hefur verið fyrir hlutdeild í tilraun til skipulagningar hryðjuverka, segir að honum hafi blöskrað mikill áhugi félaga síns á drónaárásum og hversu langt hann væri kominn í slíkum pælingum. 17. desember 2022 18:19
Telur ríkislögreglustjóra hafa gert söguleg mistök Lögmaður annars mannsins í hryðjuverkamálinu telur ríkislögreglustjóra hafa gert söguleg mistök í málinu og geri allt til að halda andlitinu. Gæsluvarðhaldi yfir mönnunum var hafnað í dag. Héraðssaksóknari hefur ekki ákveðið hvort hann ætli að áfrýja niðurstöðunni. 16. desember 2022 18:30