Biskup fjallaði um ofbeldi meðal barna Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. desember 2022 11:26 Agnes M. Sigurðardóttir er Biskup Íslands. Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands fór um víðan völl í jóladagspredikun sinni frá Grafavogskirkju í morgun. Hún fór yfir mikilvægi tungumálsins, hörmungarnar í Úkraínu og ofbeldi meðal barna á árinu. „Fyrir jólin mátti lesa frétt um að brugðist verði við ofbeldi meðal barna með þverfaglegu samstarfi sem ætlað er að draga úr líkum á ofbeldisbrotum og stuðla að farsæld fyrir börn í viðkvæmri stöðu í bæjarfélagi hér á landi. Og samkvæmt fréttinni eru margir sem koma að þessu samstarfi, lögregla, sýslumaður, heilsugæsla og framhaldsskóli,“ sagði Agnes. Staða barna Í framhaldinu fjallaði hún um hörmungar sem börn úti heimi þurfa að líða og tók börn í Jemen sem dæmi. „Önnur frétt birtist fyrir stuttu um börn í Jemen þar sem fram kom að yfir ellefu þúsund börn hafi verið drepin eða limlest á þeim átta árum sem stríðið í Jemen hefur staðið, eða fjögur á degi hverjum að meðaltali. Og að yfir hálf milljón barna líði mjög alvarlega vannæringu.“ Lítið fari fyrir Guð í jólum nútímans Þá gladdist Agnes yfir skemmtilegum og fallegum fréttum sem fluttar voru rétt fyrir jól og tók sem dæmi frétt af Maríu Arnlaugsdóttur sem lifir nú sín hundruðustu og fyrstu jól, en María sagði að hér áður fyrr hafi jólin verið látlaus og snúist um Jesúbarnið en að lítið fari fyrir Guði í jólum nútímans. „Hún segir æskujólin hafa verið þau hátíðlegustu þótt þau hafi verið fábrotin og látlaus í samanburði við ofgnótt íslenskra jóla í dag.“ Að lokum vakti hún athygli á stöðunni í Úkraínu. „Það er ánægjulegt að jól í skókassa hafa verið móttekin í Úkraínu. Fimm þúsund fimm hundruð sjötíu og fimm gjafir voru sendar þangað frá fjölskyldum á Íslandi til barna sem búa við fátækt eru á spítala eða heimili fyrir foreldralaus börn.“ Predikuninni verður sjónvarpað á RÚV klukkan 12:30. Þjóðkirkjan Jól Trúmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
„Fyrir jólin mátti lesa frétt um að brugðist verði við ofbeldi meðal barna með þverfaglegu samstarfi sem ætlað er að draga úr líkum á ofbeldisbrotum og stuðla að farsæld fyrir börn í viðkvæmri stöðu í bæjarfélagi hér á landi. Og samkvæmt fréttinni eru margir sem koma að þessu samstarfi, lögregla, sýslumaður, heilsugæsla og framhaldsskóli,“ sagði Agnes. Staða barna Í framhaldinu fjallaði hún um hörmungar sem börn úti heimi þurfa að líða og tók börn í Jemen sem dæmi. „Önnur frétt birtist fyrir stuttu um börn í Jemen þar sem fram kom að yfir ellefu þúsund börn hafi verið drepin eða limlest á þeim átta árum sem stríðið í Jemen hefur staðið, eða fjögur á degi hverjum að meðaltali. Og að yfir hálf milljón barna líði mjög alvarlega vannæringu.“ Lítið fari fyrir Guð í jólum nútímans Þá gladdist Agnes yfir skemmtilegum og fallegum fréttum sem fluttar voru rétt fyrir jól og tók sem dæmi frétt af Maríu Arnlaugsdóttur sem lifir nú sín hundruðustu og fyrstu jól, en María sagði að hér áður fyrr hafi jólin verið látlaus og snúist um Jesúbarnið en að lítið fari fyrir Guði í jólum nútímans. „Hún segir æskujólin hafa verið þau hátíðlegustu þótt þau hafi verið fábrotin og látlaus í samanburði við ofgnótt íslenskra jóla í dag.“ Að lokum vakti hún athygli á stöðunni í Úkraínu. „Það er ánægjulegt að jól í skókassa hafa verið móttekin í Úkraínu. Fimm þúsund fimm hundruð sjötíu og fimm gjafir voru sendar þangað frá fjölskyldum á Íslandi til barna sem búa við fátækt eru á spítala eða heimili fyrir foreldralaus börn.“ Predikuninni verður sjónvarpað á RÚV klukkan 12:30.
Þjóðkirkjan Jól Trúmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira