Vonast til að koma rafmagni á Grundarhverfi fyrir kvöldmat Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. desember 2022 13:26 Um fjögur hundruð heimili eru án rafmagns á Akranesi. Vísir/Egill Rafmagn fór af nokkuð stóru svæði á Akranesi á þriðja tímanum í nótt og stendur viðgerð enn yfir. Bilunin reyndist mun víðtækari en upphaflega var gert ráð fyrir. Tilkynning barst um rafmagnsleysið frá Veitum í nótt þar sem sagði að orsakavaldurinn væri háspennubilun og talið var að rafmagn yrði komið á aftur innan stundar. Nú í morgunsárið var tilkynnt að starfsmenn Veitna vinni hörðum höndum að koma rafmagni aftur á alla notendur sem allra fyrst. Nú sé ljóst að sú vinna muni standa fram eftir degi, öðrum degi jóla. „Það er ekkert vitað enn hvað olli biluninni en við leggjum allt kapp á að finna bilunina sjálfa og gera við hana,“ segir Helgi Guðjónsson hjá Rafveitu Veitna. Bilunin hefur áhrif á svokallað Grundarhverfi, sem nær frá Leynisbraut að Dalsflöt og frá Garðagrund niður fyrir Sólmundarhöfða. „Þetta eru svona um það bil 400 heimili sem þetta snýr að ásamt Höfða, dvalar- og hjúkrunarheimilinu en dvalarheimilið sjálft er með varaaflstöð þannig að þau eru sjálfbær sem stendur,“ segir Helgi. Bilunin ætti ekki að hafa áhrif á upphitun húsa í flestum tilfellum. „Það er svolítið misjafnt sko, það fer svolítið eftir því hvernig fólk er með hitakerfin í húsinu sínu. Ég tel að þetta hafi óveruleg áhrif á hita.“ Hafið þið einhverja hugmynd um hvenær þetta ætti að koma í lag? „Það er alltaf mjög erfitt með svona tilfelli að meta tímann en við vonumst til að þetta verði komið rafmagn á allflesta þarna fyrir kvöldmat.“ Akranes Orkumál Tengdar fréttir Rafmagnslaust á Akranesi vegna stórrar bilunar Rafmagn fór af nokkuð stóru svæði á Akranesi á þriðja tímanum í nótt. Í uppfærðri tilkynningu frá Veitum segir að bilunin sé stærri en upphaflega var gert ráð fyrir og að viðgerðarvinna muni standa yfir fram eftir degi. 26. desember 2022 08:23 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Tilkynning barst um rafmagnsleysið frá Veitum í nótt þar sem sagði að orsakavaldurinn væri háspennubilun og talið var að rafmagn yrði komið á aftur innan stundar. Nú í morgunsárið var tilkynnt að starfsmenn Veitna vinni hörðum höndum að koma rafmagni aftur á alla notendur sem allra fyrst. Nú sé ljóst að sú vinna muni standa fram eftir degi, öðrum degi jóla. „Það er ekkert vitað enn hvað olli biluninni en við leggjum allt kapp á að finna bilunina sjálfa og gera við hana,“ segir Helgi Guðjónsson hjá Rafveitu Veitna. Bilunin hefur áhrif á svokallað Grundarhverfi, sem nær frá Leynisbraut að Dalsflöt og frá Garðagrund niður fyrir Sólmundarhöfða. „Þetta eru svona um það bil 400 heimili sem þetta snýr að ásamt Höfða, dvalar- og hjúkrunarheimilinu en dvalarheimilið sjálft er með varaaflstöð þannig að þau eru sjálfbær sem stendur,“ segir Helgi. Bilunin ætti ekki að hafa áhrif á upphitun húsa í flestum tilfellum. „Það er svolítið misjafnt sko, það fer svolítið eftir því hvernig fólk er með hitakerfin í húsinu sínu. Ég tel að þetta hafi óveruleg áhrif á hita.“ Hafið þið einhverja hugmynd um hvenær þetta ætti að koma í lag? „Það er alltaf mjög erfitt með svona tilfelli að meta tímann en við vonumst til að þetta verði komið rafmagn á allflesta þarna fyrir kvöldmat.“
Akranes Orkumál Tengdar fréttir Rafmagnslaust á Akranesi vegna stórrar bilunar Rafmagn fór af nokkuð stóru svæði á Akranesi á þriðja tímanum í nótt. Í uppfærðri tilkynningu frá Veitum segir að bilunin sé stærri en upphaflega var gert ráð fyrir og að viðgerðarvinna muni standa yfir fram eftir degi. 26. desember 2022 08:23 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Rafmagnslaust á Akranesi vegna stórrar bilunar Rafmagn fór af nokkuð stóru svæði á Akranesi á þriðja tímanum í nótt. Í uppfærðri tilkynningu frá Veitum segir að bilunin sé stærri en upphaflega var gert ráð fyrir og að viðgerðarvinna muni standa yfir fram eftir degi. 26. desember 2022 08:23