Tesla Model Y mest seldi bíll ársins á Íslandi Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 31. desember 2022 07:01 Model Y er fallegur bíll, mögulega fyrsti klassíski rafbíllinn. Vilhelm Gunnarsson Toyota var með flestar seldar bifreiðar á árinu eða 3.395 eintök. Alls voru nýskráðar 23.287 bifreiðar á árinu. Það eru sambærilegar tölur og í fyrra þegar 22.133 ökutæki voru nýskráð. Tesla Model Y var mest selda einstaka undirtegundin með 1.035 eintök. Rafmagn varð hlutskarpast allra orkugjafa þegar upp var staðið. Upplýsingar eru fengnar af vef Samgöngustofu. Söluhæstu framleiðendur ársins. Þessir framleiðendur seldu fleiri en 1.000 bíla á landinu í ár. Kia var næst mest selda tegundin á árinu sem nú er að renna sitt skeið með 2.008 eintök seld. Hyundai var í þriðja sækti með 1.609 eintök skráð. Undirtegundir Model Y var sem áður segir mest selda undirtegundin. Í öðru sæti er svo Dacia Duster, sem að einhverju leyti kann að skýrast með endurreisn ferðamennsku og þar með bílaleiga eftir kórónaveirufaraldurinn. Duster er mikið tekinn af bílaleigum og seldist í 993 eintökum á árinu. Þriðji mest seldi bíll landsins var Mitsubishi Eclipse Cross sem seldist í 834 eintökum. Toyota Rav4 var í fjórða sæti með 820 eintök og Land Cruiser 150 var í fimmta sæti með 772 eintök seld. Fjöldi seldra ökutækja eftir orkugjafa í ár. Orkugjafar Algengasti orkugjafinn á árinu var rafmagn, með 6.902 rafbíla nýskráða á árinu. Það samsvarar 29,6% af nýskráðum bílum á árinu. Næst algengasti orkugjafinn er dísel með 5.303 eintök nýskráð, þar á eftir eru tengiltvinnbílar með 5.050 eintök. Á síðasta ári var rafmagn næst vinsælasti kosturinn á eftir tengiltvinnbílum rafmagnið samsvaraði þá 23,7% af nýskráðum bílum. Vistvænir bílar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent
Söluhæstu framleiðendur ársins. Þessir framleiðendur seldu fleiri en 1.000 bíla á landinu í ár. Kia var næst mest selda tegundin á árinu sem nú er að renna sitt skeið með 2.008 eintök seld. Hyundai var í þriðja sækti með 1.609 eintök skráð. Undirtegundir Model Y var sem áður segir mest selda undirtegundin. Í öðru sæti er svo Dacia Duster, sem að einhverju leyti kann að skýrast með endurreisn ferðamennsku og þar með bílaleiga eftir kórónaveirufaraldurinn. Duster er mikið tekinn af bílaleigum og seldist í 993 eintökum á árinu. Þriðji mest seldi bíll landsins var Mitsubishi Eclipse Cross sem seldist í 834 eintökum. Toyota Rav4 var í fjórða sæti með 820 eintök og Land Cruiser 150 var í fimmta sæti með 772 eintök seld. Fjöldi seldra ökutækja eftir orkugjafa í ár. Orkugjafar Algengasti orkugjafinn á árinu var rafmagn, með 6.902 rafbíla nýskráða á árinu. Það samsvarar 29,6% af nýskráðum bílum á árinu. Næst algengasti orkugjafinn er dísel með 5.303 eintök nýskráð, þar á eftir eru tengiltvinnbílar með 5.050 eintök. Á síðasta ári var rafmagn næst vinsælasti kosturinn á eftir tengiltvinnbílum rafmagnið samsvaraði þá 23,7% af nýskráðum bílum.
Vistvænir bílar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent