„Ráði hnefarétturinn er voðinn vís“ Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2023 17:37 Guðni Th. Jóhannesson sagði í ávarpi sínu að mönnum væri enginn greiði gerður með sjálfshóli eða sjálfsblekkingum. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ræddi stöðu Íslands í samfélagi þjóða í nýársávarpi sínu fyrr í dag og þá sérstaklega í tengslum við þá stöðu sem uppi er í alþjóðasamfélaginu í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Forsetinn sagði að blessunarlega hafi Ísland og Íslendingar ýmislegt fram að færa á alþjóðavettvangi. „Oftar en ekki erum við samt aðeins sjónarvottar að því sem fram vindur. Þannig er eðli smáþjóðar – smáþjóðar sem reiðir sig á alþjóðalög, að vald hins sterka gildi ekki í einu og öllu. Ráði hnefarétturinn er voðinn vís, það sýnir sagan og samtíð sömuleiðis,“ sagði forsetinn. Hann sagði að enn geisi styrjöld í Úkraínu, eftir innrás Rússlandshers og að þótt við séum lítils megnug í slíkum ófriði þá hafi þjóðin lagt sitt af mörkum – tekið á á móti flóttafólki og sent vistir út. „Hann er lofsverður, sá einhugur sem Íslendingar hafa sýnt í stuðningi við stríðshrjáða þjóð.“ Forseti minnti á að víðar en í Úkraínu gæti eymdar og alls kyns vanda. „Við skulum svo sannarlega ekki gleyma því sem bjátar á, utan landsteina og einnig hér heima. Já, við megum hugsa hlýtt til þeirra sem eiga um sárt að binda. Áramót eru ýmsum erfiður tími sorgar og saknaðar – en fyrir svo mörg önnur eru þau þó stund einlægrar gleði og göfugra heita. Vissulega getum við ekki vitað fyrir víst hvað nýtt ár ber í skauti sér. Satt er það sem skáldið Hulda sagði svo vel á sínum tíma, að enginn sem vermist við geisla sólarinnar veit hvort hann muni sjá hana að morgni. Engu að síður getum við leyft okkur að vona að bjart sé fram undan. Og hver veit nema hin svartsýnni myndu jafnvel fallast á að sólarglenna geti sett strik í reikninginn eins og Prins Póló söng svo hnyttilega.“ Enginn greiði gerður með sjálfshóli og sjálfsblekkingum Guðni sagði þá að sjá mætti ýmis teikn um betri tíð fyrir mannkyn allt. Framfarir á sviði vísinda og tækni lofi góðu, ný lyf við alzheimer og öðrum erfiðum sjúkdómum, öflugar rannsóknir á taugakerfinu og sé þá fráleitt allt talið. Hlutfallslega hafi andlát ungbarna aldrei verið eins fátíð um víða veröld og á síðasta ári. „Í loftslagsmálum vakna vonir við bindingu kolefnis og aðrar uppfinningar, jafnvel hagnýtan kjarnasamruna, aukna umhverfisvitund og aðgerðir á alþjóðavísu. Hér og nú er líka sjálfsagt að benda á allt það góða við land okkar og þjóð – en um leið gerum við okkur engan greiða með sjálfshóli eða sjálfsblekkingum, og enn síður með óhóflegri íhaldssemi, blandinni ótta við breytingar. Rangsnúin fortíðarþrá getur villt fólki sýn – en það gerir óheft nýjungalof reyndar einnig, „ofsatrúin á tímans batnandi rás“ sem Sigurður Pálsson orti um af skörpu viti í Nýársljóði sínu. Snýst þetta ekki allt um jafnvægi þegar vel er að gáð, umburðarlyndi og ígrundun, hófsemi og aga, raunsæi og virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum,“ sagði forseti í ávarpi sínu. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Þessir fá fálkaorðuna í ár Guðni Th. Jóhannesson forseti sæmir 14 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. 1. janúar 2023 14:52 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Forsetinn sagði að blessunarlega hafi Ísland og Íslendingar ýmislegt fram að færa á alþjóðavettvangi. „Oftar en ekki erum við samt aðeins sjónarvottar að því sem fram vindur. Þannig er eðli smáþjóðar – smáþjóðar sem reiðir sig á alþjóðalög, að vald hins sterka gildi ekki í einu og öllu. Ráði hnefarétturinn er voðinn vís, það sýnir sagan og samtíð sömuleiðis,“ sagði forsetinn. Hann sagði að enn geisi styrjöld í Úkraínu, eftir innrás Rússlandshers og að þótt við séum lítils megnug í slíkum ófriði þá hafi þjóðin lagt sitt af mörkum – tekið á á móti flóttafólki og sent vistir út. „Hann er lofsverður, sá einhugur sem Íslendingar hafa sýnt í stuðningi við stríðshrjáða þjóð.“ Forseti minnti á að víðar en í Úkraínu gæti eymdar og alls kyns vanda. „Við skulum svo sannarlega ekki gleyma því sem bjátar á, utan landsteina og einnig hér heima. Já, við megum hugsa hlýtt til þeirra sem eiga um sárt að binda. Áramót eru ýmsum erfiður tími sorgar og saknaðar – en fyrir svo mörg önnur eru þau þó stund einlægrar gleði og göfugra heita. Vissulega getum við ekki vitað fyrir víst hvað nýtt ár ber í skauti sér. Satt er það sem skáldið Hulda sagði svo vel á sínum tíma, að enginn sem vermist við geisla sólarinnar veit hvort hann muni sjá hana að morgni. Engu að síður getum við leyft okkur að vona að bjart sé fram undan. Og hver veit nema hin svartsýnni myndu jafnvel fallast á að sólarglenna geti sett strik í reikninginn eins og Prins Póló söng svo hnyttilega.“ Enginn greiði gerður með sjálfshóli og sjálfsblekkingum Guðni sagði þá að sjá mætti ýmis teikn um betri tíð fyrir mannkyn allt. Framfarir á sviði vísinda og tækni lofi góðu, ný lyf við alzheimer og öðrum erfiðum sjúkdómum, öflugar rannsóknir á taugakerfinu og sé þá fráleitt allt talið. Hlutfallslega hafi andlát ungbarna aldrei verið eins fátíð um víða veröld og á síðasta ári. „Í loftslagsmálum vakna vonir við bindingu kolefnis og aðrar uppfinningar, jafnvel hagnýtan kjarnasamruna, aukna umhverfisvitund og aðgerðir á alþjóðavísu. Hér og nú er líka sjálfsagt að benda á allt það góða við land okkar og þjóð – en um leið gerum við okkur engan greiða með sjálfshóli eða sjálfsblekkingum, og enn síður með óhóflegri íhaldssemi, blandinni ótta við breytingar. Rangsnúin fortíðarþrá getur villt fólki sýn – en það gerir óheft nýjungalof reyndar einnig, „ofsatrúin á tímans batnandi rás“ sem Sigurður Pálsson orti um af skörpu viti í Nýársljóði sínu. Snýst þetta ekki allt um jafnvægi þegar vel er að gáð, umburðarlyndi og ígrundun, hófsemi og aga, raunsæi og virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum,“ sagði forseti í ávarpi sínu.
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Þessir fá fálkaorðuna í ár Guðni Th. Jóhannesson forseti sæmir 14 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. 1. janúar 2023 14:52 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Þessir fá fálkaorðuna í ár Guðni Th. Jóhannesson forseti sæmir 14 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. 1. janúar 2023 14:52