„Ég er og verð alltaf Eflingarmaður“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 4. janúar 2023 06:07 Gabríel Benjamin var kjaramálafulltrúi hjá Eflingu þegar honum var sagt upp. Hann er einnig trúnaðarmaður þess starfsfólks hjá Eflingu sem er sjálft félagsmenn hjá VR. Vísir/Arnar Uppsögn Eflingar á Gabríel Benjamin, trúnaðarmanni VR hjá Eflingu, var ólögmæt og brot gegn lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Jafnframt var brotið gegn ákvæðum í kjarasamningi VR og Samtaka atvinnulífsins frá 2019. Þetta kemur fram í dómi Félagsdóms sem kveðinn var upp í gær. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur bruðist við niðurstöðunni þar sem hún segir Gabríel vera „fáránlegan einstakling“ og vandar honum ekki kveðjurnar. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að miðað við málsatvik hafi uppsögnin hvorki verið nauðsynleg né óhjákvæmileg í tengslum við almennar skipulagsbreytingar. Þá telur félagsdómur að Efling hafi ekki sýnt fram á nægilega ríkar ástæður fyrir uppsögn Gabríels. Var Eflingu gert að greiða Gabríel 600 þúsund krónur í málskostnað. Þá kemur fram að brotið hafi verið gegn ákvæðum í kjarasamningi með því að meina Gabríel aðgang að starfsstöð félagsins, starfsaðstöðu trúnaðarmanns og þeim félagsmönnum hverra hagsmuna honum bar að gæta. „Það er ljóst að dómstólar virðast túlka þessa stöðu þannig að Eflingu er ekki frjálst að haga sér eins og þau vilja. Með öðrum orðum: þau þurfa líka að lúta sömu lögum og allir aðrir atvinnurekendur. Það er gráhlægilegt að sjá stéttarfélag, þar sem ég hef tekið þátt í að berjast fyrir réttindum félagsmanna, skuli haga sér eins og raun ber vitni,“ segir Gabríel í samtali við Vísi í gærkvöldi. Hann birti jafnframt færslu á facebook þar sem hann tjáir sig um niðurstöðuna. „Gífurlega gróft og óforskammað“ Gabríel Benjamin, var trúnaðarmaður VR innan Eflingar og starfaði þar í tæpt ár.Upphaf málsins má rekja til þess að í apríl síðastliðnum var öllu starfsfólki á skrifstofu Eflingar sagt upp störfum með tölvupósti í kjölfar átaka innan félagsins. Gabríel Benjamín gagnrýndi stjórn Eflingar harðlega og í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 fyrr á árinu sagði hann Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann Eflingar hafa tekist að gengisfella tíu ára starf innan verkalýðshreyfingarinnar með hópuppsögn - sem ekkert samráð hafi verið haft um. „Mér finnst þetta gífurlega gróft og óforskammað. Ég sé ekki tilganginn með þessu,“ sagði Gabríel Benjamín í viðtalinu. Tæpum tveimur vikum eftir hópuppsögnina var Gabriel Benjamin tjáð að vinnuskyldu hans á uppsagnarfresti væri ekki óskað lengur. Samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, sem vísað er til í dómi félagsdóms,er óheimilt að segja trúnaðarmönnum upp vinnu vegna starfa þeirra sem trúnaðarmanna eða láta þá gjalda þess á annan hátt að þeim hefur verið falið að gegna trúnaðarmannsstörfum. Þá skal trúnaðarmaður að öðru jöfnu sitja fyrir um að halda vinnunni þegar atvinnurekandi þarf að fækka við sig starfsfólki. Í september síðastliðnum greindi Vísir frá því að VR hefði stefnt stéttarfélaginu Eflingu vegna uppsagnar Gabríels Benjamins. Fram kom að Efling mætti búast við sektum vegna uppsagnarinnar og einnig kom fram að málið væri höfðað til viðurkenningar. Í samtali við fréttastofu sagði Gabriel Benjamin að málið snerist um hvort að það, að segja upp trúnaðarmanni með hópuppsögn, standist lög. „Í þessu máli hefur VR staðið algerlega að baki mér. VR auðvitað sér um allan málskostnað og hefur metið málið sem slíkt að þarna þurfi að kanna lagalegan rétt. Þetta er eitthvað sem er miklu stærra en ég, miklu stærra en einstakar persónur,“ segir Gabríel og bætir við að málið snúist í raun aðeins um hvort leiðin, sem farin hafi verið við uppsögn hans sem trúnaðarmanns, hafi staðist lög,“ sagði Gabriel Benjamin við fréttastofu. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Vísir/Vilhelm Uppsögn talin hvorki nauðsynleg né óhjákvæmileg Í niðurstöðu félagsdóms frá því í gærdag kemur fram að í ljósi þeirrar ríku verndar sem Gabriel Benjamin naut sem trúnaðarmaður var sérstök ástæða fyrir Eflingu að kanna hvort unnt væri að komast hjá uppsögn hans. Telur félagsdómur að svigrúm hafi verið til þess að láta Gabriel Benjamin sitja fyrir um vinnu þannig að ekki þyrfti að koma til uppsagnar hans í tengslum við skipulagsbreytingar hjá Eflingu. Af þeim sökum telur félagsdómur að uppsögn hans hafi hvorki verið nauðsynleg né óhjákvæmileg í tengslum við almennar skipulagsbreytingar innan félagsins. Í samtali við Vísi í gærkvöldi segir Gabriel Benjamín að niðurstaðan komi vissulega komið örlítið á óvart þó svo að meðbyr og stuðningur sem hann hafi fundið fyrir hafi gefið tilefni til bjartsýni. Þá segir hann niðurstöðuna vera sigur fyrir trúnaðarmenn og fyrrum starfsfólk. Hann tekur þó fram að hann beri ekki kala til Eflingar. „Ég er og verð alltaf Eflingarmaður, þrátt fyrir formanninn. Og ég vona það heitt og innilega að Eflingu muni farnast vel.“ „Fáránlegur einstaklingur“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar tjáir sig einnig um niðurstöðu félagsdóms í færslu á Facebook í gærkvöldi en vandar Gabriel Benjamin ekki kveðjurnar. Hún segir Gabriel Benjamin vera „fáránlegan einstakling“ og sakar hann meðal annars um að hafa ítrekað logið að fjölmiðlum hvað varðar starfsemi skrifstofu Eflingar í þeim tilgangi að skapa hræðslu hjá félagsfólki. Þá tekur Sólveig Anna fram að dómur félagsdóms er ekki dómur um þá skipulagsbreytingu sem Efling „framkvæmdi, nauðsynlega, réttmæta og árangursríka.“ „Hún er lögmæt. Hún stendur. Og því fær ekkert breytt.“ Færsla Sólveigar Önnu í heild sinni: Þessi fáránlegi einstaklingur sendi mönnum útí bæ persónuleg skilaboð um að ég væri að ljúga þegar ég sagði frá alvarlegri og grófri ofbeldishótun sem ég varð fyrir frá samstarfsmanni hans. Allt sem ég sagði var „pjúra lygi“ samkvæmt þessum manni. Hann skrifaði snarbilaða níðgrein um mig síðasta vetur, uppfulla af grófum persónuárásum og lygum. Hann er svo stórundarlega innréttaður að hann lét færa það sérstaklega til bókar í fundargerð að skipulagsbreytingin sem meirihluti stjórnar Eflingar samþykkti eftir að hafa unnið sigur í lýðræðislegum kosningum um forystu í félaginu væri framkvæmd af því að ég þyrði ekki að mæta honum og horfa í augun á honum! Hann sagði ítrekað ósatt í fjölmiðlum um starfsemi skrifstofu Eflingar til að skapa hræðslu hjá félagsfólki og til að breiða út áróður um að ég og félagar mínir gætum ekki stýrt Eflingu. Meðal annars laug hann því að við gætum ekki greitt út sjúkradagpeninga til fólks, gætum ekki tryggt ein mikilvægustu réttindi félagsfólks. Hann sótti svo ekki einu sinni um starf aftur hjá félaginu, eins og allt starfsfólk var hvatt til að gera. Hversvegna? Jú, af því að hann trúði því að ég ætti að hringja í hann og bjóða honum starfið (eða bjóða honum á fund til að horfa í augun á honum) sökum stórkostlegrar sérstöðu hans í mannlegri tilveru! Og hann trúði því, og félagsdómur tekur undir þær trylltu ranghugmyndir af sínum ríkulega sakfellingarvilja, að hann einn, skrifstofu-prinsinn sem ætlaði sér að „lýðræðisvæða“ Eflingu og frelsa undan yfirráðum lýðræðislega kjörins félagsfólks, ætti að vera undanskilinn skipulagsbreytingunni. Og hann kallar mig einræðisherra fyrir að hafa ekki talið rétt að krýna hann sérstakann skrifstofuprins Eflingar. Þetta er svo gjörsamlega fáránlegt að ég get ekki annað en hlegið. Annars virðist hann ekki skilja dóminn, enda er sennilega erfitt að lesa sér til gagns þegar að mikilmennskubrjálæðið er svona yfirþyrmandi. En ég kem því þá hér með á framfæri: Þetta er ekki dómur um þá skipulagsbreytingu sem við framkvæmdum, nauðsynlega, réttmæta og árangursríka. Hún er lögmæt. Hún stendur. Og því fær ekkert breytt. Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Dómsmál Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Sjá meira
Þetta kemur fram í dómi Félagsdóms sem kveðinn var upp í gær. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur bruðist við niðurstöðunni þar sem hún segir Gabríel vera „fáránlegan einstakling“ og vandar honum ekki kveðjurnar. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að miðað við málsatvik hafi uppsögnin hvorki verið nauðsynleg né óhjákvæmileg í tengslum við almennar skipulagsbreytingar. Þá telur félagsdómur að Efling hafi ekki sýnt fram á nægilega ríkar ástæður fyrir uppsögn Gabríels. Var Eflingu gert að greiða Gabríel 600 þúsund krónur í málskostnað. Þá kemur fram að brotið hafi verið gegn ákvæðum í kjarasamningi með því að meina Gabríel aðgang að starfsstöð félagsins, starfsaðstöðu trúnaðarmanns og þeim félagsmönnum hverra hagsmuna honum bar að gæta. „Það er ljóst að dómstólar virðast túlka þessa stöðu þannig að Eflingu er ekki frjálst að haga sér eins og þau vilja. Með öðrum orðum: þau þurfa líka að lúta sömu lögum og allir aðrir atvinnurekendur. Það er gráhlægilegt að sjá stéttarfélag, þar sem ég hef tekið þátt í að berjast fyrir réttindum félagsmanna, skuli haga sér eins og raun ber vitni,“ segir Gabríel í samtali við Vísi í gærkvöldi. Hann birti jafnframt færslu á facebook þar sem hann tjáir sig um niðurstöðuna. „Gífurlega gróft og óforskammað“ Gabríel Benjamin, var trúnaðarmaður VR innan Eflingar og starfaði þar í tæpt ár.Upphaf málsins má rekja til þess að í apríl síðastliðnum var öllu starfsfólki á skrifstofu Eflingar sagt upp störfum með tölvupósti í kjölfar átaka innan félagsins. Gabríel Benjamín gagnrýndi stjórn Eflingar harðlega og í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 fyrr á árinu sagði hann Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann Eflingar hafa tekist að gengisfella tíu ára starf innan verkalýðshreyfingarinnar með hópuppsögn - sem ekkert samráð hafi verið haft um. „Mér finnst þetta gífurlega gróft og óforskammað. Ég sé ekki tilganginn með þessu,“ sagði Gabríel Benjamín í viðtalinu. Tæpum tveimur vikum eftir hópuppsögnina var Gabriel Benjamin tjáð að vinnuskyldu hans á uppsagnarfresti væri ekki óskað lengur. Samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, sem vísað er til í dómi félagsdóms,er óheimilt að segja trúnaðarmönnum upp vinnu vegna starfa þeirra sem trúnaðarmanna eða láta þá gjalda þess á annan hátt að þeim hefur verið falið að gegna trúnaðarmannsstörfum. Þá skal trúnaðarmaður að öðru jöfnu sitja fyrir um að halda vinnunni þegar atvinnurekandi þarf að fækka við sig starfsfólki. Í september síðastliðnum greindi Vísir frá því að VR hefði stefnt stéttarfélaginu Eflingu vegna uppsagnar Gabríels Benjamins. Fram kom að Efling mætti búast við sektum vegna uppsagnarinnar og einnig kom fram að málið væri höfðað til viðurkenningar. Í samtali við fréttastofu sagði Gabriel Benjamin að málið snerist um hvort að það, að segja upp trúnaðarmanni með hópuppsögn, standist lög. „Í þessu máli hefur VR staðið algerlega að baki mér. VR auðvitað sér um allan málskostnað og hefur metið málið sem slíkt að þarna þurfi að kanna lagalegan rétt. Þetta er eitthvað sem er miklu stærra en ég, miklu stærra en einstakar persónur,“ segir Gabríel og bætir við að málið snúist í raun aðeins um hvort leiðin, sem farin hafi verið við uppsögn hans sem trúnaðarmanns, hafi staðist lög,“ sagði Gabriel Benjamin við fréttastofu. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Vísir/Vilhelm Uppsögn talin hvorki nauðsynleg né óhjákvæmileg Í niðurstöðu félagsdóms frá því í gærdag kemur fram að í ljósi þeirrar ríku verndar sem Gabriel Benjamin naut sem trúnaðarmaður var sérstök ástæða fyrir Eflingu að kanna hvort unnt væri að komast hjá uppsögn hans. Telur félagsdómur að svigrúm hafi verið til þess að láta Gabriel Benjamin sitja fyrir um vinnu þannig að ekki þyrfti að koma til uppsagnar hans í tengslum við skipulagsbreytingar hjá Eflingu. Af þeim sökum telur félagsdómur að uppsögn hans hafi hvorki verið nauðsynleg né óhjákvæmileg í tengslum við almennar skipulagsbreytingar innan félagsins. Í samtali við Vísi í gærkvöldi segir Gabriel Benjamín að niðurstaðan komi vissulega komið örlítið á óvart þó svo að meðbyr og stuðningur sem hann hafi fundið fyrir hafi gefið tilefni til bjartsýni. Þá segir hann niðurstöðuna vera sigur fyrir trúnaðarmenn og fyrrum starfsfólk. Hann tekur þó fram að hann beri ekki kala til Eflingar. „Ég er og verð alltaf Eflingarmaður, þrátt fyrir formanninn. Og ég vona það heitt og innilega að Eflingu muni farnast vel.“ „Fáránlegur einstaklingur“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar tjáir sig einnig um niðurstöðu félagsdóms í færslu á Facebook í gærkvöldi en vandar Gabriel Benjamin ekki kveðjurnar. Hún segir Gabriel Benjamin vera „fáránlegan einstakling“ og sakar hann meðal annars um að hafa ítrekað logið að fjölmiðlum hvað varðar starfsemi skrifstofu Eflingar í þeim tilgangi að skapa hræðslu hjá félagsfólki. Þá tekur Sólveig Anna fram að dómur félagsdóms er ekki dómur um þá skipulagsbreytingu sem Efling „framkvæmdi, nauðsynlega, réttmæta og árangursríka.“ „Hún er lögmæt. Hún stendur. Og því fær ekkert breytt.“ Færsla Sólveigar Önnu í heild sinni: Þessi fáránlegi einstaklingur sendi mönnum útí bæ persónuleg skilaboð um að ég væri að ljúga þegar ég sagði frá alvarlegri og grófri ofbeldishótun sem ég varð fyrir frá samstarfsmanni hans. Allt sem ég sagði var „pjúra lygi“ samkvæmt þessum manni. Hann skrifaði snarbilaða níðgrein um mig síðasta vetur, uppfulla af grófum persónuárásum og lygum. Hann er svo stórundarlega innréttaður að hann lét færa það sérstaklega til bókar í fundargerð að skipulagsbreytingin sem meirihluti stjórnar Eflingar samþykkti eftir að hafa unnið sigur í lýðræðislegum kosningum um forystu í félaginu væri framkvæmd af því að ég þyrði ekki að mæta honum og horfa í augun á honum! Hann sagði ítrekað ósatt í fjölmiðlum um starfsemi skrifstofu Eflingar til að skapa hræðslu hjá félagsfólki og til að breiða út áróður um að ég og félagar mínir gætum ekki stýrt Eflingu. Meðal annars laug hann því að við gætum ekki greitt út sjúkradagpeninga til fólks, gætum ekki tryggt ein mikilvægustu réttindi félagsfólks. Hann sótti svo ekki einu sinni um starf aftur hjá félaginu, eins og allt starfsfólk var hvatt til að gera. Hversvegna? Jú, af því að hann trúði því að ég ætti að hringja í hann og bjóða honum starfið (eða bjóða honum á fund til að horfa í augun á honum) sökum stórkostlegrar sérstöðu hans í mannlegri tilveru! Og hann trúði því, og félagsdómur tekur undir þær trylltu ranghugmyndir af sínum ríkulega sakfellingarvilja, að hann einn, skrifstofu-prinsinn sem ætlaði sér að „lýðræðisvæða“ Eflingu og frelsa undan yfirráðum lýðræðislega kjörins félagsfólks, ætti að vera undanskilinn skipulagsbreytingunni. Og hann kallar mig einræðisherra fyrir að hafa ekki talið rétt að krýna hann sérstakann skrifstofuprins Eflingar. Þetta er svo gjörsamlega fáránlegt að ég get ekki annað en hlegið. Annars virðist hann ekki skilja dóminn, enda er sennilega erfitt að lesa sér til gagns þegar að mikilmennskubrjálæðið er svona yfirþyrmandi. En ég kem því þá hér með á framfæri: Þetta er ekki dómur um þá skipulagsbreytingu sem við framkvæmdum, nauðsynlega, réttmæta og árangursríka. Hún er lögmæt. Hún stendur. Og því fær ekkert breytt.
Færsla Sólveigar Önnu í heild sinni: Þessi fáránlegi einstaklingur sendi mönnum útí bæ persónuleg skilaboð um að ég væri að ljúga þegar ég sagði frá alvarlegri og grófri ofbeldishótun sem ég varð fyrir frá samstarfsmanni hans. Allt sem ég sagði var „pjúra lygi“ samkvæmt þessum manni. Hann skrifaði snarbilaða níðgrein um mig síðasta vetur, uppfulla af grófum persónuárásum og lygum. Hann er svo stórundarlega innréttaður að hann lét færa það sérstaklega til bókar í fundargerð að skipulagsbreytingin sem meirihluti stjórnar Eflingar samþykkti eftir að hafa unnið sigur í lýðræðislegum kosningum um forystu í félaginu væri framkvæmd af því að ég þyrði ekki að mæta honum og horfa í augun á honum! Hann sagði ítrekað ósatt í fjölmiðlum um starfsemi skrifstofu Eflingar til að skapa hræðslu hjá félagsfólki og til að breiða út áróður um að ég og félagar mínir gætum ekki stýrt Eflingu. Meðal annars laug hann því að við gætum ekki greitt út sjúkradagpeninga til fólks, gætum ekki tryggt ein mikilvægustu réttindi félagsfólks. Hann sótti svo ekki einu sinni um starf aftur hjá félaginu, eins og allt starfsfólk var hvatt til að gera. Hversvegna? Jú, af því að hann trúði því að ég ætti að hringja í hann og bjóða honum starfið (eða bjóða honum á fund til að horfa í augun á honum) sökum stórkostlegrar sérstöðu hans í mannlegri tilveru! Og hann trúði því, og félagsdómur tekur undir þær trylltu ranghugmyndir af sínum ríkulega sakfellingarvilja, að hann einn, skrifstofu-prinsinn sem ætlaði sér að „lýðræðisvæða“ Eflingu og frelsa undan yfirráðum lýðræðislega kjörins félagsfólks, ætti að vera undanskilinn skipulagsbreytingunni. Og hann kallar mig einræðisherra fyrir að hafa ekki talið rétt að krýna hann sérstakann skrifstofuprins Eflingar. Þetta er svo gjörsamlega fáránlegt að ég get ekki annað en hlegið. Annars virðist hann ekki skilja dóminn, enda er sennilega erfitt að lesa sér til gagns þegar að mikilmennskubrjálæðið er svona yfirþyrmandi. En ég kem því þá hér með á framfæri: Þetta er ekki dómur um þá skipulagsbreytingu sem við framkvæmdum, nauðsynlega, réttmæta og árangursríka. Hún er lögmæt. Hún stendur. Og því fær ekkert breytt.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Dómsmál Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Sjá meira