Starfsleyfi vegna skotsvæðisins á Álfsnesi fellt úr gildi Atli Ísleifsson skrifar 4. janúar 2023 07:03 Skotíþróttamenn hafa lengi stundað æfingar á æfingasvæðinu við Álfsnes. AÐSEND/GUÐMUNDUR GÍSLASON Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlitsins í Reykjavík frá síðasta sumri um að gefa út starfsleyfi til Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis til reksturs skotvallar á Álfsnesi. Svæðinu hefur því verið lokað. Niðurstaða nefndarinnar er að starfsemin sé ekki talin samræmast landnotkun svæðisins samkvæmt gildandi aðalskipulagi Reykjavíkur. „Er því starfsemi sú sem heimiluð er með hinu kærða starfsleyfi ekki í samræmi við landnotkun umrædds svæðis eins og það er tilgreint í aðalskipulagi“, og er þar vísað í lög um hollustuhætti og mengunarvarnir. Að auki kemur fram að starfsleyfið hafi farið í bága við ákvæði skipulagsreglugerðar um landnotkunarflokka en í þeirri reglugerð sé ekki að finna heimild til að víkja frá gildandi landnotkun samkvæmt skipulagi. Lokað fyrirvaralaust í september 2021 Skotsvæðinu á Álfsnesi var lokað fyrirvaralaust í september 2021 eftir að íbúar og landeigendur í nágrenninu höfðu kært leyfisveitinguna nokkrum mánuðum fyrr á þeim forsendum að blýmengun hlytist af starfsemi skotsvæðisins, í fjöru og sjó við Álfsnes. Þá sagði í fyrri úrskurði úrskurðarnefndarinnar að starfsemi skotfélagsins í Álfsnesi hafi verið, nánast frá upphafi, „í mikilli óþökk íbúa, meðal annars vegna hávaðamengunar.“ Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gaf hins vegar úr nýtt starfsleyfi fyrir æfingaaðstöðuna í júlí 2022. Endurkast frá Esjuklettum Landeigendur í nágrenninu kærðu þá ákvörðun Heilbrigðiseftirlitsins til nefndarinnar þar sem þess var krafist að ákvörðunin yrði felld úr gildi. Jafnframt var þess krafist að hávaðamælingar heilbrigðiseftirlitsins sem fram komi í starfsleyfinu yrðu ógildar og hljóðmælingar gerðar af óháðum aðila. Kærendur vísuðu til heilsuspillandi hávaðamengun frá skotsvæðinu sem bergmáli við endurkast frá Esjuklettum og þá valdi jarðvegsmengun á skotsvæðinu og mengun í sjó og fjöru því að fuglalíf væri í hættu og náttúru spillt. Umhverfismál Reykjavík Skotíþróttir Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Tengdar fréttir Fá að skjóta á Álfsnesi á ný Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur gefið út nýtt starfsleyfi fyrir æfingaaðstöðu Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis. Svæðinu var lokað fyrirvaralaust í september í fyrra. 5. ágúst 2022 07:16 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Niðurstaða nefndarinnar er að starfsemin sé ekki talin samræmast landnotkun svæðisins samkvæmt gildandi aðalskipulagi Reykjavíkur. „Er því starfsemi sú sem heimiluð er með hinu kærða starfsleyfi ekki í samræmi við landnotkun umrædds svæðis eins og það er tilgreint í aðalskipulagi“, og er þar vísað í lög um hollustuhætti og mengunarvarnir. Að auki kemur fram að starfsleyfið hafi farið í bága við ákvæði skipulagsreglugerðar um landnotkunarflokka en í þeirri reglugerð sé ekki að finna heimild til að víkja frá gildandi landnotkun samkvæmt skipulagi. Lokað fyrirvaralaust í september 2021 Skotsvæðinu á Álfsnesi var lokað fyrirvaralaust í september 2021 eftir að íbúar og landeigendur í nágrenninu höfðu kært leyfisveitinguna nokkrum mánuðum fyrr á þeim forsendum að blýmengun hlytist af starfsemi skotsvæðisins, í fjöru og sjó við Álfsnes. Þá sagði í fyrri úrskurði úrskurðarnefndarinnar að starfsemi skotfélagsins í Álfsnesi hafi verið, nánast frá upphafi, „í mikilli óþökk íbúa, meðal annars vegna hávaðamengunar.“ Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gaf hins vegar úr nýtt starfsleyfi fyrir æfingaaðstöðuna í júlí 2022. Endurkast frá Esjuklettum Landeigendur í nágrenninu kærðu þá ákvörðun Heilbrigðiseftirlitsins til nefndarinnar þar sem þess var krafist að ákvörðunin yrði felld úr gildi. Jafnframt var þess krafist að hávaðamælingar heilbrigðiseftirlitsins sem fram komi í starfsleyfinu yrðu ógildar og hljóðmælingar gerðar af óháðum aðila. Kærendur vísuðu til heilsuspillandi hávaðamengun frá skotsvæðinu sem bergmáli við endurkast frá Esjuklettum og þá valdi jarðvegsmengun á skotsvæðinu og mengun í sjó og fjöru því að fuglalíf væri í hættu og náttúru spillt.
Umhverfismál Reykjavík Skotíþróttir Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Tengdar fréttir Fá að skjóta á Álfsnesi á ný Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur gefið út nýtt starfsleyfi fyrir æfingaaðstöðu Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis. Svæðinu var lokað fyrirvaralaust í september í fyrra. 5. ágúst 2022 07:16 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Fá að skjóta á Álfsnesi á ný Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur gefið út nýtt starfsleyfi fyrir æfingaaðstöðu Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis. Svæðinu var lokað fyrirvaralaust í september í fyrra. 5. ágúst 2022 07:16