„Það díla allir við meiðsli, það er ekki afsökun“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. janúar 2023 20:57 Helgi Magnússon, þjálfari KR. Vísir/Bára KR-ingar hófu leikinn gegn Grindavík í Subway-deild karla af krafti og náðu 11 stiga forskoti á heimamenn þegar best lét. Þessi byrjun dugði þeim þó skammt þar sem Grindvíkingar komust smátt og smátt í takt við leikinn og unnu alla leikhlutana að loknum þeim fyrsta. Helgi Magnússon þjálfari KR var óánægður með smáatriðin sem fóru úrskeiðis í kvöld, og sagði að það hefði reynst þeim dýrt þegar saman safnaðist í jafn hægum leik og þessum, en lokatölur kvöldsins voru 89-81. „Já þetta var ekki alveg nóg hjá okkur. Baráttan var til fyrirmyndar. Menn fylgdu „game-plani“ þannig séð nokkuð vel. Eina vandamálið var að hann meiðist hérna, Finninn okkar og getur ekki verið með, og það svolítið riðlar allri róteringu og við erum ekki hávaxnir fyrir. Þannig að menn þurftu að spila svolítið útúr stöðum og þá varð þetta fannst mér svolítið stíft sóknarlega. Komum fannst mér ekki alveg nógu áræðnir út í þriðja leikhluta og þá ná þeir smá forskoti. Í svona leik sem var ágætlega hægur þá skiptir allt svona ótrúlega miklu máli. Töpuðum boltanum fyrstu þrjár eða fjórar sóknirnar í þriðja leikhluta, og það er bara rándýrt.“ Helgi var ansi líflegur á hliðarlínunni í kvöld og átti í mjög virku og á tímabili háværu talsambandi við dómarana. Var hann ósáttur við þeirra störf að þessu sinni? „Nei, nei nei. Ég er bara svona. Ég var ekkert að gelta á þá, bara að reyna að segja þeim það sem mér finnst. Auðvitað eru atvik, eins og í byrjun þriðja, sem hefðu alveg mátt detta okkar megin. En þeir voru fínir. Þetta var bara ég með einhverja orku og reyna að senda jákvæða strauma þarna út.“ EC Matthews lék eftir því sem næst verður komist sinn síðasta leik fyrir KR í kvöld. Einhverjir fuglar voru þó að hvísla fyrir leik að hann væri ekkert á förum frá KR. Er eitthvað til í þeim orðrómi? „Nei ekki að mér vitandi. EC er bara topp maður og er eiginlega meira bara fórnarlamb aðstæðna heldur en eitthvað annað.“ Talandi um aðstæður KR, þá hafa þeir lent í miklum meiðslum í vetur og eru búnir að rótera góðan slatta af erlendum leikmönnum, sem ýmist hafa verið að glíma við meiðsli eða hreinlega ekki verið nógu góðir. Þorsteinn Finnbogason var mættur í byrjunarliðið í kvöld í fyrsta sinn í vetur, sem er kannski til marks um ástandið á leikmannahópi KR-inga og skort á leikfærum hávöxnum leikmönnum. Helgi vildi þó ekki nota þessi tíðu meiðsli sem neina afsökun fyrir gengi liðsins. „Það díla allir við meiðsli. Það er ekki afsökun, skítur skeður eins og menn segja. Það þarf bara að díla við það. Seinni hálfleikurinn var slakur hjá okkur en það var margt gott í þessu. Við þurfum bara að ná sigrum og því miður náðum við ekki þessum,“ sagði Helgi að lokum eftir tap í Grindavík í hörkuleik. Subway-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - KR 89-81 | Grindvíkingar unnu nauman sigur gegn botnliðinu Grindavík vann nauman átta stiga sigur er liðið tók á móti botnliði KR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, lokatölur 89-81. 5. janúar 2023 20:03 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
Helgi Magnússon þjálfari KR var óánægður með smáatriðin sem fóru úrskeiðis í kvöld, og sagði að það hefði reynst þeim dýrt þegar saman safnaðist í jafn hægum leik og þessum, en lokatölur kvöldsins voru 89-81. „Já þetta var ekki alveg nóg hjá okkur. Baráttan var til fyrirmyndar. Menn fylgdu „game-plani“ þannig séð nokkuð vel. Eina vandamálið var að hann meiðist hérna, Finninn okkar og getur ekki verið með, og það svolítið riðlar allri róteringu og við erum ekki hávaxnir fyrir. Þannig að menn þurftu að spila svolítið útúr stöðum og þá varð þetta fannst mér svolítið stíft sóknarlega. Komum fannst mér ekki alveg nógu áræðnir út í þriðja leikhluta og þá ná þeir smá forskoti. Í svona leik sem var ágætlega hægur þá skiptir allt svona ótrúlega miklu máli. Töpuðum boltanum fyrstu þrjár eða fjórar sóknirnar í þriðja leikhluta, og það er bara rándýrt.“ Helgi var ansi líflegur á hliðarlínunni í kvöld og átti í mjög virku og á tímabili háværu talsambandi við dómarana. Var hann ósáttur við þeirra störf að þessu sinni? „Nei, nei nei. Ég er bara svona. Ég var ekkert að gelta á þá, bara að reyna að segja þeim það sem mér finnst. Auðvitað eru atvik, eins og í byrjun þriðja, sem hefðu alveg mátt detta okkar megin. En þeir voru fínir. Þetta var bara ég með einhverja orku og reyna að senda jákvæða strauma þarna út.“ EC Matthews lék eftir því sem næst verður komist sinn síðasta leik fyrir KR í kvöld. Einhverjir fuglar voru þó að hvísla fyrir leik að hann væri ekkert á förum frá KR. Er eitthvað til í þeim orðrómi? „Nei ekki að mér vitandi. EC er bara topp maður og er eiginlega meira bara fórnarlamb aðstæðna heldur en eitthvað annað.“ Talandi um aðstæður KR, þá hafa þeir lent í miklum meiðslum í vetur og eru búnir að rótera góðan slatta af erlendum leikmönnum, sem ýmist hafa verið að glíma við meiðsli eða hreinlega ekki verið nógu góðir. Þorsteinn Finnbogason var mættur í byrjunarliðið í kvöld í fyrsta sinn í vetur, sem er kannski til marks um ástandið á leikmannahópi KR-inga og skort á leikfærum hávöxnum leikmönnum. Helgi vildi þó ekki nota þessi tíðu meiðsli sem neina afsökun fyrir gengi liðsins. „Það díla allir við meiðsli. Það er ekki afsökun, skítur skeður eins og menn segja. Það þarf bara að díla við það. Seinni hálfleikurinn var slakur hjá okkur en það var margt gott í þessu. Við þurfum bara að ná sigrum og því miður náðum við ekki þessum,“ sagði Helgi að lokum eftir tap í Grindavík í hörkuleik.
Subway-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - KR 89-81 | Grindvíkingar unnu nauman sigur gegn botnliðinu Grindavík vann nauman átta stiga sigur er liðið tók á móti botnliði KR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, lokatölur 89-81. 5. janúar 2023 20:03 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - KR 89-81 | Grindvíkingar unnu nauman sigur gegn botnliðinu Grindavík vann nauman átta stiga sigur er liðið tók á móti botnliði KR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, lokatölur 89-81. 5. janúar 2023 20:03