Fjórir hafa nú verið teknir af lífi vegna mótmæla í Íran Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 7. janúar 2023 20:50 Hér má sjá skilti mótmælanda í Berlín en á því stendur ,,Stöðvið aftökur í Íran". EPA-EFE/JENS SCHLUETER Fjórir hafa nú verið teknir af lífi í Íran fyrir það að taka þátt í mótmælunum sem blossuðu upp þar í landi um miðjan september síðastliðinn. Karate meistari og þjálfari í sjálfboðastarfi voru teknir af lífi í dag. Sameinuðu þjóðirnar biðla til íranskra stjórnvalda að hætta aftökunum. Þúsundir hafa tekið þátt í mótmælum í Íran sem hófust eftir að 22 ára kona lést í haldi siðgæðislögreglunnar þar í landi. Konan hét Mahsa Jina Amini og var sökuð um að bera höfuðklút sinn ekki á viðeigandi máta og var handtekin í kjölfarið. Í síðasta mánuði greindu mannréttindasamtökin „Iran Human Rights“, sem staðsett eru í Osló í Noregi að í það minnsta hundrað manns sem handteknir hafi verið í tengslum við mótmælin eigi nú yfir höfði sér ákærur sem geti haft dauðadóm í för með sér. Þá hafi ellefu úr þessum hundrað manna hópi verið dæmd til dauða. Samkvæmt umfjöllun CNN um aftökurnar í dag er 41 mótmælandi sagður nú hafa verið dæmdur til dauða. Mennirnir tveir sem voru teknir af lífi í morgun voru sakfelldir fyrir það að verða hermanni að bana 3. nóvember síðastliðinn. Þá kemur fram að öðrum mannanna hafi ekki verið gefinn möguleiki á að tala við fjölskyldu sína áður en hann var tekinn af lífi. Mikil óhamingja ríkir víða um heim vegna ástandsins í Íran og hefur verið boðað til mótmæla víða vegna dauðadómana. Þá hafa hin ýmsu alþjóðasamtök mótmælt aðgerðum íranskra stjórnvalda gegn mótmælendum svo sem Amnesty International, Sameinuðu þjóðirnar og Evrópusambandið. Samtökin hafa öll kallað eftir því að aftökunum linni og hefur mannréttindasendinefnd Sameinuðu þjóðanna sagt aftökur dagsins vera niðurstöðu byggða á „ósanngjörnum réttarhöldum vegna þvingaðra játninga“. Íran Mótmælaalda í Íran Mannréttindi Evrópusambandið Tengdar fréttir Tveir þegar teknir af lífi og tugir bíða átekta Um hundrað manns í Íran eru sagðir eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að taka þátt í mótmælunum sem þar hafa geisað síðan í september á þessu ári. Þessu greina mannréttindasamtök í Noregi frá. 28. desember 2022 11:51 Tugir gætu átt yfir höfði sér dauðadóm vegna þátttöku í mótmælunum Opið bréf sem undirritað var af miklum meirihluta þingheims í Íran hvetur dómarastétt landsins til þess að beita mótmælendur meiri hörku og sýna enga vægð. 8. nóvember 2022 21:18 Óttast blóðugar hefndaraðgerðir yfirvalda Írönsk íþróttakona sem stundar bogfimi hefur nú bæst í hóp íþróttakvenna sem mótmæla harkalegum framgangi íranskra stjórnvalda í kjölfar andláts hinnar 22 ára Mahsa Amini. Ekkert lát virðist vera á mótmælunum þar í landi og eiga sumir yfir höfði sér dauðadóm vegna þátttöku í mótmælunum. 12. nóvember 2022 14:56 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Þúsundir hafa tekið þátt í mótmælum í Íran sem hófust eftir að 22 ára kona lést í haldi siðgæðislögreglunnar þar í landi. Konan hét Mahsa Jina Amini og var sökuð um að bera höfuðklút sinn ekki á viðeigandi máta og var handtekin í kjölfarið. Í síðasta mánuði greindu mannréttindasamtökin „Iran Human Rights“, sem staðsett eru í Osló í Noregi að í það minnsta hundrað manns sem handteknir hafi verið í tengslum við mótmælin eigi nú yfir höfði sér ákærur sem geti haft dauðadóm í för með sér. Þá hafi ellefu úr þessum hundrað manna hópi verið dæmd til dauða. Samkvæmt umfjöllun CNN um aftökurnar í dag er 41 mótmælandi sagður nú hafa verið dæmdur til dauða. Mennirnir tveir sem voru teknir af lífi í morgun voru sakfelldir fyrir það að verða hermanni að bana 3. nóvember síðastliðinn. Þá kemur fram að öðrum mannanna hafi ekki verið gefinn möguleiki á að tala við fjölskyldu sína áður en hann var tekinn af lífi. Mikil óhamingja ríkir víða um heim vegna ástandsins í Íran og hefur verið boðað til mótmæla víða vegna dauðadómana. Þá hafa hin ýmsu alþjóðasamtök mótmælt aðgerðum íranskra stjórnvalda gegn mótmælendum svo sem Amnesty International, Sameinuðu þjóðirnar og Evrópusambandið. Samtökin hafa öll kallað eftir því að aftökunum linni og hefur mannréttindasendinefnd Sameinuðu þjóðanna sagt aftökur dagsins vera niðurstöðu byggða á „ósanngjörnum réttarhöldum vegna þvingaðra játninga“.
Íran Mótmælaalda í Íran Mannréttindi Evrópusambandið Tengdar fréttir Tveir þegar teknir af lífi og tugir bíða átekta Um hundrað manns í Íran eru sagðir eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að taka þátt í mótmælunum sem þar hafa geisað síðan í september á þessu ári. Þessu greina mannréttindasamtök í Noregi frá. 28. desember 2022 11:51 Tugir gætu átt yfir höfði sér dauðadóm vegna þátttöku í mótmælunum Opið bréf sem undirritað var af miklum meirihluta þingheims í Íran hvetur dómarastétt landsins til þess að beita mótmælendur meiri hörku og sýna enga vægð. 8. nóvember 2022 21:18 Óttast blóðugar hefndaraðgerðir yfirvalda Írönsk íþróttakona sem stundar bogfimi hefur nú bæst í hóp íþróttakvenna sem mótmæla harkalegum framgangi íranskra stjórnvalda í kjölfar andláts hinnar 22 ára Mahsa Amini. Ekkert lát virðist vera á mótmælunum þar í landi og eiga sumir yfir höfði sér dauðadóm vegna þátttöku í mótmælunum. 12. nóvember 2022 14:56 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Tveir þegar teknir af lífi og tugir bíða átekta Um hundrað manns í Íran eru sagðir eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að taka þátt í mótmælunum sem þar hafa geisað síðan í september á þessu ári. Þessu greina mannréttindasamtök í Noregi frá. 28. desember 2022 11:51
Tugir gætu átt yfir höfði sér dauðadóm vegna þátttöku í mótmælunum Opið bréf sem undirritað var af miklum meirihluta þingheims í Íran hvetur dómarastétt landsins til þess að beita mótmælendur meiri hörku og sýna enga vægð. 8. nóvember 2022 21:18
Óttast blóðugar hefndaraðgerðir yfirvalda Írönsk íþróttakona sem stundar bogfimi hefur nú bæst í hóp íþróttakvenna sem mótmæla harkalegum framgangi íranskra stjórnvalda í kjölfar andláts hinnar 22 ára Mahsa Amini. Ekkert lát virðist vera á mótmælunum þar í landi og eiga sumir yfir höfði sér dauðadóm vegna þátttöku í mótmælunum. 12. nóvember 2022 14:56