Tekin af lífi með barnið í höndunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. janúar 2023 13:21 Fórnarlömbin sex. Carolyn Cole / Los Angeles Times via Getty Images Lögreglan í Tulare-sýslu í Kaliforníu segir allt útlit fyrir að morðin á sex einstaklingum í smábænum Goshen í morgun hafi verið aftökur. Móður á táningsaldri var á flótta undan morðingjunum með tíu mánaða gamalt barn hennar er þau voru bæði tekin af lífi. Lögreglan í sýslunni telur að eiturlyfjahringur hafi staðið að morðunum sem hefur sem fyrir segir verið lýst sem aftökum. Tíu mánaða gamalt barn er á meðal hinna látnu, sextán ára gömul móðir þess, amma barnsins og langamma, auk tveggja annarra. Þrír aðrir komust lífs af og veita þeir nú lögreglu upplýsingar um atburði morgunsins. Lögregla telur sig hafa vísbendingar um árásarmennina. Þeir ganga þó lausir og hafa ekki verið nafngreindir. Lögreglan í sýslunni telur sig einnig hafa upplýsingar um að Alissa Parraz, sextán ára gömul móðir, hafi verið á flótta frá vettvangi, haldandi á tíu mánaða gömlu barni hennar, þegar þau voru bæði skotin í höfuðið. „Ég veit fyrir víst að þessi unga kona var að hlaupa fyrir lífi sínu,“ sagði Mike Boudreaux, lögreglustjóri Tulare-sýslu í Kaliforníu, þar sem smábærinn Goshen er. Faldi sig í herbergi og komst lífs af Heimilið þar sem morðin voru framin hafði verið á ratsjá lögreglu vegna ólöglegs athæfis. Boudreaux tók þó skýrt fram að íbúar þess hafi ekki allir haft tengsl við einhvers konar glæpasamtök. „Hin sextán ára kona er saklaust fórnarlamb. Amman er saklaust fórnarlamb og hið tíu mánaða barn er saklaust fórnarlamb,“ sagði Boudreaux. Þrír aðrir voru inn í húsinu eða í nágrenni þess er morðin voru framin. Einn þeirra varð var við þegar skotum var hleypt af og brást við með því að leggjast á gólfið inn í einu herbergi hússins og spyrna fótunum að hurðinni inn í herbergið. Hefur hann greint frá því að einn árásarmanna hafi tekið í handfang hurðarinnar en hætt við að koma inn þegar hann gat ekki opnað hurðina. Hinir tveir voru staddir inn í hjólhýsi á lóðinni. Einn af þeim sem var myrtur stóð í dyragætt þess og var skotinn til bana. Árásarmennirnir fóru hins vegar ekki inn í hjólhýsið sem varð hinum tveimur til lífs. Lögregla rannsakar málið og hefur heitið verðlaunafé til þeirra sem veitt geti upplýsingar um árásarmennina sem leitt geti til handtöku þeirra. Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Lögreglan í sýslunni telur að eiturlyfjahringur hafi staðið að morðunum sem hefur sem fyrir segir verið lýst sem aftökum. Tíu mánaða gamalt barn er á meðal hinna látnu, sextán ára gömul móðir þess, amma barnsins og langamma, auk tveggja annarra. Þrír aðrir komust lífs af og veita þeir nú lögreglu upplýsingar um atburði morgunsins. Lögregla telur sig hafa vísbendingar um árásarmennina. Þeir ganga þó lausir og hafa ekki verið nafngreindir. Lögreglan í sýslunni telur sig einnig hafa upplýsingar um að Alissa Parraz, sextán ára gömul móðir, hafi verið á flótta frá vettvangi, haldandi á tíu mánaða gömlu barni hennar, þegar þau voru bæði skotin í höfuðið. „Ég veit fyrir víst að þessi unga kona var að hlaupa fyrir lífi sínu,“ sagði Mike Boudreaux, lögreglustjóri Tulare-sýslu í Kaliforníu, þar sem smábærinn Goshen er. Faldi sig í herbergi og komst lífs af Heimilið þar sem morðin voru framin hafði verið á ratsjá lögreglu vegna ólöglegs athæfis. Boudreaux tók þó skýrt fram að íbúar þess hafi ekki allir haft tengsl við einhvers konar glæpasamtök. „Hin sextán ára kona er saklaust fórnarlamb. Amman er saklaust fórnarlamb og hið tíu mánaða barn er saklaust fórnarlamb,“ sagði Boudreaux. Þrír aðrir voru inn í húsinu eða í nágrenni þess er morðin voru framin. Einn þeirra varð var við þegar skotum var hleypt af og brást við með því að leggjast á gólfið inn í einu herbergi hússins og spyrna fótunum að hurðinni inn í herbergið. Hefur hann greint frá því að einn árásarmanna hafi tekið í handfang hurðarinnar en hætt við að koma inn þegar hann gat ekki opnað hurðina. Hinir tveir voru staddir inn í hjólhýsi á lóðinni. Einn af þeim sem var myrtur stóð í dyragætt þess og var skotinn til bana. Árásarmennirnir fóru hins vegar ekki inn í hjólhýsið sem varð hinum tveimur til lífs. Lögregla rannsakar málið og hefur heitið verðlaunafé til þeirra sem veitt geti upplýsingar um árásarmennina sem leitt geti til handtöku þeirra.
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira