Hafnarfjörður, fremstir í rafvæðingu Guðmundur Fylkisson skrifar 19. janúar 2023 07:30 Fyrsta vatnsaflsvirkjun á Íslandi var Reykdalsvirkjun í Hafnarfirði, árið 1904, og stigu Hafnfirðingar þá fyrsta skrefið í rafvæðingunni. Núna undanfarið hefur verið nokkur umræða, um mikla fjölgun skemmtiferðaskipa og mengun þeim fylgjandi. Umræðan hefur einhvern veginn verið þannig að enginn sé að gera neitt eða hafi gert neitt og hefur það meðal annars mátt skiljast á orðum ráðherra málaflokks orku og loftslagsmála, Guðlaugi Þór. Í dag eru líklega aðeins 3 hafnir sem bjóða upp á háspennutengingu skipa. Landeyjarhöfn fyrir Herjólf. Hafnarfjarðarhöfn fyrir togara og skemmtiferðaskip og síðan hefur Síldarvinnslan á Neskaupstað komi upp tengingu fyrir uppsjávarskip á Neskaupstað. Í aðgerðaráætlun stjórnvalda frá 2020 í loftslagsmálum er gert ráð fyrir að fyrir árið 2025 eigi að vera búið að tryggja aðgengi að raftengingu til að fullnægja raforkuþörf til allrar almennrar starfsemi skipa í höfnum. Allar hafnir bjóða upp á landtengingu með 230 v og eða 400V spennu fyrir heimaflota, fiskiskip og báta skv. svari innviðaráðuneytis til blaðamanns MBL sl.vor. Ekki sé í boði öflugri tenging fyrir t.d. uppsjávarskip sem þurfi talsverða orku t.d. við löndum. Erlendir togarar séu almennt ekki tengdir vegna annarrar spennu rafmagns. Vöruflutningaskip séu almennt ekki með landtengingu þar sem ekki sé nægjanlega öflugar tengingar fyrir þá. Þann 15. Júní 2022, 118 árum eftir að Reykdalsvirkjun var gangsett, var fyrsta skemmtiferðaskipið landtengt við rafmagn í Hafnarfjarðarhöfn og hefur höfnin fjárfest í búnaði til að tengja skip með mismunandi spennu og orkuþörf og því hægt að landtengja öflugustu frystitogara og flutningaskip, auk meðalstórra farþegaskipa. Árlega koma um 30 farþegaskip, þó ekki mjög stór, til Hafnarfjarðarhafnar og fjölgar þeim hægt en örugglega og þá meðal annars vegna þessarar aðstöðu. Síðan er frystitogarinn Baldvin Njálsson GK með ,,heimahöfn“ í Hafnarfirði og nýtir hann þetta. Grænlendingar eru að láta smíða nýja togara og hafa þeir komið og kynnt sér möguleikana hjá okkur. Árlega koma 50-60 togarar og landa í Hafnarfirði. Landtengingin er ekki bara umhverfisvæn heldur er hún útgerðunum hagkvæm og er mun ódýrar að kaupa rafmagn en keyra vélar á olíu á meðan dvöl við höfn stendur. Á þetta einnig við með frystiskip sem þurfa að keyra frystibúnað skipana og svo löndunarbúnað. Til að tengja betur saman Reykdalsvirkjun og svo rafvæðingu Hafnarfjarðarhafnar þá er rétt að geta þess að formaður hafnarstjórnar Hafnarfjarðarhafnar er afkomandi Jóhannesar J. Reykdals, sem kom Reykdalsvirkjun fyrir í Hamarskotslæknum í Hafnarfirði. Það er síðan efni í meiri skrif þegar kemur að fjármögnun á svona verkefni og síðan gjaldtöku. Höfundur er nefndarmaður í hafnarstjórn Hafnarfjarðarhafnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Fylkisson Hafnarmál Hafnarfjörður Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Fyrsta vatnsaflsvirkjun á Íslandi var Reykdalsvirkjun í Hafnarfirði, árið 1904, og stigu Hafnfirðingar þá fyrsta skrefið í rafvæðingunni. Núna undanfarið hefur verið nokkur umræða, um mikla fjölgun skemmtiferðaskipa og mengun þeim fylgjandi. Umræðan hefur einhvern veginn verið þannig að enginn sé að gera neitt eða hafi gert neitt og hefur það meðal annars mátt skiljast á orðum ráðherra málaflokks orku og loftslagsmála, Guðlaugi Þór. Í dag eru líklega aðeins 3 hafnir sem bjóða upp á háspennutengingu skipa. Landeyjarhöfn fyrir Herjólf. Hafnarfjarðarhöfn fyrir togara og skemmtiferðaskip og síðan hefur Síldarvinnslan á Neskaupstað komi upp tengingu fyrir uppsjávarskip á Neskaupstað. Í aðgerðaráætlun stjórnvalda frá 2020 í loftslagsmálum er gert ráð fyrir að fyrir árið 2025 eigi að vera búið að tryggja aðgengi að raftengingu til að fullnægja raforkuþörf til allrar almennrar starfsemi skipa í höfnum. Allar hafnir bjóða upp á landtengingu með 230 v og eða 400V spennu fyrir heimaflota, fiskiskip og báta skv. svari innviðaráðuneytis til blaðamanns MBL sl.vor. Ekki sé í boði öflugri tenging fyrir t.d. uppsjávarskip sem þurfi talsverða orku t.d. við löndum. Erlendir togarar séu almennt ekki tengdir vegna annarrar spennu rafmagns. Vöruflutningaskip séu almennt ekki með landtengingu þar sem ekki sé nægjanlega öflugar tengingar fyrir þá. Þann 15. Júní 2022, 118 árum eftir að Reykdalsvirkjun var gangsett, var fyrsta skemmtiferðaskipið landtengt við rafmagn í Hafnarfjarðarhöfn og hefur höfnin fjárfest í búnaði til að tengja skip með mismunandi spennu og orkuþörf og því hægt að landtengja öflugustu frystitogara og flutningaskip, auk meðalstórra farþegaskipa. Árlega koma um 30 farþegaskip, þó ekki mjög stór, til Hafnarfjarðarhafnar og fjölgar þeim hægt en örugglega og þá meðal annars vegna þessarar aðstöðu. Síðan er frystitogarinn Baldvin Njálsson GK með ,,heimahöfn“ í Hafnarfirði og nýtir hann þetta. Grænlendingar eru að láta smíða nýja togara og hafa þeir komið og kynnt sér möguleikana hjá okkur. Árlega koma 50-60 togarar og landa í Hafnarfirði. Landtengingin er ekki bara umhverfisvæn heldur er hún útgerðunum hagkvæm og er mun ódýrar að kaupa rafmagn en keyra vélar á olíu á meðan dvöl við höfn stendur. Á þetta einnig við með frystiskip sem þurfa að keyra frystibúnað skipana og svo löndunarbúnað. Til að tengja betur saman Reykdalsvirkjun og svo rafvæðingu Hafnarfjarðarhafnar þá er rétt að geta þess að formaður hafnarstjórnar Hafnarfjarðarhafnar er afkomandi Jóhannesar J. Reykdals, sem kom Reykdalsvirkjun fyrir í Hamarskotslæknum í Hafnarfirði. Það er síðan efni í meiri skrif þegar kemur að fjármögnun á svona verkefni og síðan gjaldtöku. Höfundur er nefndarmaður í hafnarstjórn Hafnarfjarðarhafnar.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar