15. umferð CS:GO | Atlantic, Dusty og Þór jöfn eftir Ofurlaugardag | TEN5ION og Fylkir í fallsætunum Snorri Rafn Hallsson skrifar 22. janúar 2023 12:59 Aðeins þrjár umferðir eru eftir af Ljósleiðaradeildinni og enn er allt í járnum Leikir vikunnar Atlantic 11 – 16 Dusty Ofurlaugardagurinn hófst á stórleik milli liðanna í toppbaráttunni. Liðin mættust í Mirage þar sem Atlantic hafði haft betur í fyrri leiknum 16–6. Annað var uppi á teningnum í þetta skiptið þar sem Dusty hafði heljartök á leiknum allt frá upphafi. Atlantic fékk hvergi færi og var staðan í hálfleik 11–4 fyrir Dusty. Atlantic var öllu betri í síðari hálfleik og náði að minnka muninn töluvert en þegar upp er staðið sýndu EddezeNNN og félagar hans í Dusty hvað í þeim býr og unnu sannfærandi sigur til að jafna Atlantic að stigum í deildinni. Breiðablik 8 – 16 FH Því næst tókust Breiðablik og FH á í Nuke. Leikurinn var jafn framan af en um miðjan fyrri hálfleik tók FH af skarið og skellti í lás í vörninni. Leikur Breiðabliks var óskipulegur og gerðu leikmenn liðsins ítrekað klaufaleg mistök sem reyndust þeim kostnaðarsöm. Skoon var í ótrúlegu formi hjá FH og forskot liðsins 11–4 þegar liðin skiptu um hlutverk. Breiðablik komst aldrei á almennilegt flug á meðan FH hélt uppteknum hætti og kláraði leikinn á öruggan hátt. LAVA 10 – 16 Ármann LAVA og Ármann léku í Inferno og féll það í hlut Ármanns að sækja í fyrri hálfleik. Það gerði liðið af miklum krafti og reyndust endurtökutilraunir LAVA svo dýrkeyptar að liðið átti nánast aldrei séns. Vargur, Ofvirkur og BRNR stóðu sig einstaklega vel Ármanns megin og var staðan 12–3 fyrir Ármanni í hálfleik. LAVA átti góðan sprett í upphafi síðari hálfleiks þar sem þeir minnkuðu muninn töluvert en enn var of langt í land og Ármann hafði betur. Þór 16 – 14 TEN5ION Leikurinn fór fram í Ancient og TEN5ION byrjaði í vörn. Lásu þeir leik Þórsara gríðarlega vel og áttu ótrúlegar fellur í gegnum reykjarmekki til að kæfa sóknir Þórsara í fæðingu. Mikið sjálfsöryggi einkenndi TEN5ION sem sat í bílstjórasætinu í fyrri hálfleik og hleypti Þór hvergi að. Staðan var því 11–4 fyrir TEN5ION þegar liðin skiptu um hlutverk. Það var gríðarlega mikilvægt fyrir Þór að byrja síðari hálfleikinn vel til að koma sér aftur inn í leikinn og það gekk eftir. Peterrr og Rean áttu virkilega góðan leik og áður en TEN5ION komst á blað í síðari hálfleik voru Þórsarar búnir að jafna. Upphófst þá æsispennandi lokasprettur þar sem liðin skiptust á lotum en að lokum voru Þórsararnir sem báru sigur úr býtum. Fylkir 11 – 16 Viðstöðu Lokaleikur Ofurlaugardagsins var á milli Fylkis og Viðstöðu í Nuke. Viðstöðu vann hnífalotuna, kaus að byrja í vörn og tryggði sér fyrstu fyrstu lotur leiksins án nokkurrar viðspyrnu frá Fylki. Allt of oft virtust Fylkismenn varla reyna neitt í lotunum og höfðu lítið upp úr því en þegar þeir tóku sig til gátu þeir náð fellum og skapað sér tækifæri sem þeir einfaldlega nýttu sér svo ekki. Staðan í hálfleik var því 11–4 fyrir Viðstöðu. Viðstöðu hélt uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiks þar sem Mozar7 raðaði inn fellunum en þrátt fyrir ágætis tilraun Fylkis til að komast aftur inn í leikinn stóðu Viðstöðu uppi sem sigurvegarar. Staðan Toppbaráttan er heldur betur að herðast og eru Atlantic, Dusty og Þór nú jöfn að stigum á toppnum. Mikill stígandi hefur svo verið með Ármanni sem vermir fjórða sætið skammt á eftir þeim. Ekki er heldur langt í Breiðablik, sem þó verða að teljast ólíklegir til að blanda sér í toppslaginn þar sem einungis 6 stig eru eftir í pottinum. Viðstöðu, LAVA og FH raða sér þar á eftir með 14 stig hvert en nú er orðið ljóst fyrir fullt og allt að Fylkir og TEN5ION munu enda í neðstu tveimur sætunum, það er bara spurning í hvaða röð. Næstu leikir: 16. umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO fer fram dagana 31/1 og 2/2 og er dagskráin eftirfarandi: Atlantic – Breiðablik, þriðjudaginn 31/1 kl. 19:30 Viðstöðu – TEN5ION, þriðjudaginn 31/1 kl. 20:30 Ármann – Þór, fimmtudaginn, 2/2, kl. 19:30 Fylkir – FH, fimmtudaginn, 2/2, kl. 20:30 LAVA – Dusty, fimmtudaginn, 2/2, kl. 21:30 Sýnt verður frá leikjunum í beinni á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin FH Breiðablik Þór Akureyri Ármann Fylkir Dusty Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Maté hættir með Hauka Körfubolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn
Leikir vikunnar Atlantic 11 – 16 Dusty Ofurlaugardagurinn hófst á stórleik milli liðanna í toppbaráttunni. Liðin mættust í Mirage þar sem Atlantic hafði haft betur í fyrri leiknum 16–6. Annað var uppi á teningnum í þetta skiptið þar sem Dusty hafði heljartök á leiknum allt frá upphafi. Atlantic fékk hvergi færi og var staðan í hálfleik 11–4 fyrir Dusty. Atlantic var öllu betri í síðari hálfleik og náði að minnka muninn töluvert en þegar upp er staðið sýndu EddezeNNN og félagar hans í Dusty hvað í þeim býr og unnu sannfærandi sigur til að jafna Atlantic að stigum í deildinni. Breiðablik 8 – 16 FH Því næst tókust Breiðablik og FH á í Nuke. Leikurinn var jafn framan af en um miðjan fyrri hálfleik tók FH af skarið og skellti í lás í vörninni. Leikur Breiðabliks var óskipulegur og gerðu leikmenn liðsins ítrekað klaufaleg mistök sem reyndust þeim kostnaðarsöm. Skoon var í ótrúlegu formi hjá FH og forskot liðsins 11–4 þegar liðin skiptu um hlutverk. Breiðablik komst aldrei á almennilegt flug á meðan FH hélt uppteknum hætti og kláraði leikinn á öruggan hátt. LAVA 10 – 16 Ármann LAVA og Ármann léku í Inferno og féll það í hlut Ármanns að sækja í fyrri hálfleik. Það gerði liðið af miklum krafti og reyndust endurtökutilraunir LAVA svo dýrkeyptar að liðið átti nánast aldrei séns. Vargur, Ofvirkur og BRNR stóðu sig einstaklega vel Ármanns megin og var staðan 12–3 fyrir Ármanni í hálfleik. LAVA átti góðan sprett í upphafi síðari hálfleiks þar sem þeir minnkuðu muninn töluvert en enn var of langt í land og Ármann hafði betur. Þór 16 – 14 TEN5ION Leikurinn fór fram í Ancient og TEN5ION byrjaði í vörn. Lásu þeir leik Þórsara gríðarlega vel og áttu ótrúlegar fellur í gegnum reykjarmekki til að kæfa sóknir Þórsara í fæðingu. Mikið sjálfsöryggi einkenndi TEN5ION sem sat í bílstjórasætinu í fyrri hálfleik og hleypti Þór hvergi að. Staðan var því 11–4 fyrir TEN5ION þegar liðin skiptu um hlutverk. Það var gríðarlega mikilvægt fyrir Þór að byrja síðari hálfleikinn vel til að koma sér aftur inn í leikinn og það gekk eftir. Peterrr og Rean áttu virkilega góðan leik og áður en TEN5ION komst á blað í síðari hálfleik voru Þórsarar búnir að jafna. Upphófst þá æsispennandi lokasprettur þar sem liðin skiptust á lotum en að lokum voru Þórsararnir sem báru sigur úr býtum. Fylkir 11 – 16 Viðstöðu Lokaleikur Ofurlaugardagsins var á milli Fylkis og Viðstöðu í Nuke. Viðstöðu vann hnífalotuna, kaus að byrja í vörn og tryggði sér fyrstu fyrstu lotur leiksins án nokkurrar viðspyrnu frá Fylki. Allt of oft virtust Fylkismenn varla reyna neitt í lotunum og höfðu lítið upp úr því en þegar þeir tóku sig til gátu þeir náð fellum og skapað sér tækifæri sem þeir einfaldlega nýttu sér svo ekki. Staðan í hálfleik var því 11–4 fyrir Viðstöðu. Viðstöðu hélt uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiks þar sem Mozar7 raðaði inn fellunum en þrátt fyrir ágætis tilraun Fylkis til að komast aftur inn í leikinn stóðu Viðstöðu uppi sem sigurvegarar. Staðan Toppbaráttan er heldur betur að herðast og eru Atlantic, Dusty og Þór nú jöfn að stigum á toppnum. Mikill stígandi hefur svo verið með Ármanni sem vermir fjórða sætið skammt á eftir þeim. Ekki er heldur langt í Breiðablik, sem þó verða að teljast ólíklegir til að blanda sér í toppslaginn þar sem einungis 6 stig eru eftir í pottinum. Viðstöðu, LAVA og FH raða sér þar á eftir með 14 stig hvert en nú er orðið ljóst fyrir fullt og allt að Fylkir og TEN5ION munu enda í neðstu tveimur sætunum, það er bara spurning í hvaða röð. Næstu leikir: 16. umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO fer fram dagana 31/1 og 2/2 og er dagskráin eftirfarandi: Atlantic – Breiðablik, þriðjudaginn 31/1 kl. 19:30 Viðstöðu – TEN5ION, þriðjudaginn 31/1 kl. 20:30 Ármann – Þór, fimmtudaginn, 2/2, kl. 19:30 Fylkir – FH, fimmtudaginn, 2/2, kl. 20:30 LAVA – Dusty, fimmtudaginn, 2/2, kl. 21:30 Sýnt verður frá leikjunum í beinni á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin FH Breiðablik Þór Akureyri Ármann Fylkir Dusty Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Maté hættir með Hauka Körfubolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti