Krapaflóð féll á Patreksfirði Bjarki Sigurðsson skrifar 26. janúar 2023 11:00 Flóðið rann ekki á nein hús. Krapaflóð féll á Patreksfirði á tíunda tímanum í dag. Engin hús eða manneskjur urðu fyrir flóðinu en það féll niður sama farveg og flóðið sem féll á Patreksfirði árið 1983. Flóðið sem féll í morgun er mun minna að umfangi en það fyrir fjörutíu árum síðan en lítill snjór er í fjallinu fyrir ofan bæinn. Þó er mikil rigning og verður svæðinu lokað á meðan verið er að meta stöðuna. Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að íbúar séu beðnir um að halda sig fjarri farvegi flóðsins þar sem ekki er hægt að útiloka frekari flóð. Ekki er talin þörf á rýmingu eins og er. Flóðið féll úr Geirseyrargili á tíunda tímanum í morgun. Aðsend Búið er að virkja samhæfingarstöð í Skógarhlíð og búið að lýsa yfir hættustigi Almannavarna á Patreksfirði. Flóð féll niður sama farveg og flóðið í dag fyrir nákvæmlega fjörutíu árum og fjórum dögum síðan, þann 22. janúar árið 1983. Um síðustu helgi var haldin minningarathöfn í bænum vegna þess. Fjórir létu lífið í því flóði og slösuðust tíu manns. Í samtali við fréttastofu segir Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, að mögulega hafi vatn lekið inn í einhver hús. Þó sé engin ástæða til að vera of stressaður á meðan aðgerðastjórn telur íbúa ekki vera í hættu. Flóðið rann ekki á nein hús.Elfar Steinn „Okkar helstu sérfræðingar eru að skoða aðstæður núna og þetta lítur ágætlega út eftir mínum bestu upplýsingum,“ segir Þórdís. Engir ofanflóðvarnargarðar eru í Geirseyrargili þar sem krapaflóðið féll en það er í undirbúningi að setja garða þar. Áætlað er að framkvæmdir verði þar árin 2024 til 2028. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnarsviðs hjá ríkislögreglustjóra, segir í samtali við fréttastofu að enginn sé í hættu og engin þörf sé á rýmingum. Enn er vatn og krap að flæða niður farveginn.Elfar Steinn „Þetta er miklu minna flóð, miklu minna um sig og veldur engu tjóni, fellur ekki á hús eða neitt slíkt. Gerir það samt að verkum að það er búið að loka svæðinu í kring. Það er ekki hætta talin á stærri flóðum, ekki hætta á að það þurfi að fara í neinar rýmingar. Það gætu haldið áfram að koma svona púlsar í þennan farveg, þess vegna er búið að loka svæðinu. Það er enginn í hættu og ekki þörf á rýmingum,“ segir Víðir. Aðspurður hver næstu skref séu segir hann að ofanflóðasérfræðingar Veðurstofunnar séu að fara yfir þetta og gefa almannavörnum ráð. Það mun koma í ljós þegar líður á daginn við hverju má búast. „Það er talsvert mikið vatn og krap að koma niður enn þá í þessum lækjarfarvegi sem er þarna,“ segir Víðir. Vesturbyggð Almannavarnir Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Minnast þeirra sem létust í krapaflóðum á Patreksfirði fyrir fjörutíu árum Fjörutíu ár verða á morgun liðin frá því að tvö krapaflóð féllu á Patreksfjörð með þeim afleiðingum að fjögur létust og nítján hús skemmdust. Að því tilefni verður blásið til minningarathafnar um hin látnu. 21. janúar 2023 09:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Flóðið sem féll í morgun er mun minna að umfangi en það fyrir fjörutíu árum síðan en lítill snjór er í fjallinu fyrir ofan bæinn. Þó er mikil rigning og verður svæðinu lokað á meðan verið er að meta stöðuna. Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að íbúar séu beðnir um að halda sig fjarri farvegi flóðsins þar sem ekki er hægt að útiloka frekari flóð. Ekki er talin þörf á rýmingu eins og er. Flóðið féll úr Geirseyrargili á tíunda tímanum í morgun. Aðsend Búið er að virkja samhæfingarstöð í Skógarhlíð og búið að lýsa yfir hættustigi Almannavarna á Patreksfirði. Flóð féll niður sama farveg og flóðið í dag fyrir nákvæmlega fjörutíu árum og fjórum dögum síðan, þann 22. janúar árið 1983. Um síðustu helgi var haldin minningarathöfn í bænum vegna þess. Fjórir létu lífið í því flóði og slösuðust tíu manns. Í samtali við fréttastofu segir Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, að mögulega hafi vatn lekið inn í einhver hús. Þó sé engin ástæða til að vera of stressaður á meðan aðgerðastjórn telur íbúa ekki vera í hættu. Flóðið rann ekki á nein hús.Elfar Steinn „Okkar helstu sérfræðingar eru að skoða aðstæður núna og þetta lítur ágætlega út eftir mínum bestu upplýsingum,“ segir Þórdís. Engir ofanflóðvarnargarðar eru í Geirseyrargili þar sem krapaflóðið féll en það er í undirbúningi að setja garða þar. Áætlað er að framkvæmdir verði þar árin 2024 til 2028. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnarsviðs hjá ríkislögreglustjóra, segir í samtali við fréttastofu að enginn sé í hættu og engin þörf sé á rýmingum. Enn er vatn og krap að flæða niður farveginn.Elfar Steinn „Þetta er miklu minna flóð, miklu minna um sig og veldur engu tjóni, fellur ekki á hús eða neitt slíkt. Gerir það samt að verkum að það er búið að loka svæðinu í kring. Það er ekki hætta talin á stærri flóðum, ekki hætta á að það þurfi að fara í neinar rýmingar. Það gætu haldið áfram að koma svona púlsar í þennan farveg, þess vegna er búið að loka svæðinu. Það er enginn í hættu og ekki þörf á rýmingum,“ segir Víðir. Aðspurður hver næstu skref séu segir hann að ofanflóðasérfræðingar Veðurstofunnar séu að fara yfir þetta og gefa almannavörnum ráð. Það mun koma í ljós þegar líður á daginn við hverju má búast. „Það er talsvert mikið vatn og krap að koma niður enn þá í þessum lækjarfarvegi sem er þarna,“ segir Víðir.
Vesturbyggð Almannavarnir Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Minnast þeirra sem létust í krapaflóðum á Patreksfirði fyrir fjörutíu árum Fjörutíu ár verða á morgun liðin frá því að tvö krapaflóð féllu á Patreksfjörð með þeim afleiðingum að fjögur létust og nítján hús skemmdust. Að því tilefni verður blásið til minningarathafnar um hin látnu. 21. janúar 2023 09:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Minnast þeirra sem létust í krapaflóðum á Patreksfirði fyrir fjörutíu árum Fjörutíu ár verða á morgun liðin frá því að tvö krapaflóð féllu á Patreksfjörð með þeim afleiðingum að fjögur létust og nítján hús skemmdust. Að því tilefni verður blásið til minningarathafnar um hin látnu. 21. janúar 2023 09:31