Fyrsta þriggja stiga skot Ragnars flaug ofan í: „Bara flipp“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. janúar 2023 09:00 Ragnar Ágúst er maður orða sinna. Skjáskot/Björgvin Rúnar Landsliðsmaðurinn Ragnar Ágúst Nathanaelsson gerði nokkuð á föstudag sem hann hafði aldrei gert áður á 16 ára meistaraflokksferli sínum, hann tók sitt fyrsta þriggja stiga skot. Ragnar Ágúst spilar með uppeldisfélagi sínu Hamri í dag en hann hefur einnig leikið með Þór Þorlákshöfn, Njarðvík, Val, Haukum og Stjörnunni hér á landi ásamt því að spila sem í Svíþjóð og á Spáni. Þá á hann að baki 49 A-landsleiki. Miðherjinn hefur því áorkað margt á ferli sínum en eitt hefur hann látið vera til þessa; að reyna skot fyrir utan þriggja stiga línuna. Það breyttist á föstudaginn var. Nokkrum dögum áður, miðvikudaginn 25. janúar, gaf hinn 31 árs gamli miðherji út yfirlýsingu. Hún var svo hljóðandi: „Kæru Hvergerðingar, stuðningsmenn Hamars og íþróttaunnendur. Eftir langan feril í meistaraflokki [16 ár] er loksins komið að því. Næst komandi föstudag, klukkan 19:15 í Frystikistunni í Hveragerði, mun ég taka mitt fyrsta þriggja stiga skot í leik. Engin vill missa af þessu!“ Í kjölfarið birti hann myndband af sér á æfingu með myllumerkinu „Trust the process“ en í myndbandinu – sem sjá má hér að neðan – sést hann smella þriggja stiga skoti niður. Ragnar er svo sannarlega maður orða sinna en eftir leikinn gegn Ármanni birti hann annað myndband. Að þessu sinni af honum að skora fyrstu körfu leiksins, með þriggja stiga skoti. Aðspurður hvort það væri saga á bakvið ástæðu þess að hann ákvað að taka sitt fyrsta þriggja stiga skot á ferlinum sagði Ragnar einfaldlega: „Engin saga bakvið þetta svo sem, bara flipp.“ pic.twitter.com/jZ2flNUme9— Ragnar Nathanaelsson (@RaggiNaT) January 28, 2023 Á endanum vann Hamar öruggan 15 stiga sigur á Ármanni, Ragnar Ágúst skoraði 18 stig, tók 14 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Hamar er eftir sigurinn í 2. sæti 1. deildarinnar með 28 stig, tveimur minna en topplið Álftaness. Að endingu var Ragnar spurður hvort hann myndi taka fleiri þriggja stiga skot, mögulega ef Hamar kæmist upp í Subway deild karla. „Það er stóra spurningin, hvort maður eigi ekki bara að halda sér í 100 prósent út ferilinn.“ Körfubolti Hamar Hveragerði Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Í beinni: Keflavík - Grindavík | Stórleikur á Sunnubrautinni Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Leik lokið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Sjá meira
Ragnar Ágúst spilar með uppeldisfélagi sínu Hamri í dag en hann hefur einnig leikið með Þór Þorlákshöfn, Njarðvík, Val, Haukum og Stjörnunni hér á landi ásamt því að spila sem í Svíþjóð og á Spáni. Þá á hann að baki 49 A-landsleiki. Miðherjinn hefur því áorkað margt á ferli sínum en eitt hefur hann látið vera til þessa; að reyna skot fyrir utan þriggja stiga línuna. Það breyttist á föstudaginn var. Nokkrum dögum áður, miðvikudaginn 25. janúar, gaf hinn 31 árs gamli miðherji út yfirlýsingu. Hún var svo hljóðandi: „Kæru Hvergerðingar, stuðningsmenn Hamars og íþróttaunnendur. Eftir langan feril í meistaraflokki [16 ár] er loksins komið að því. Næst komandi föstudag, klukkan 19:15 í Frystikistunni í Hveragerði, mun ég taka mitt fyrsta þriggja stiga skot í leik. Engin vill missa af þessu!“ Í kjölfarið birti hann myndband af sér á æfingu með myllumerkinu „Trust the process“ en í myndbandinu – sem sjá má hér að neðan – sést hann smella þriggja stiga skoti niður. Ragnar er svo sannarlega maður orða sinna en eftir leikinn gegn Ármanni birti hann annað myndband. Að þessu sinni af honum að skora fyrstu körfu leiksins, með þriggja stiga skoti. Aðspurður hvort það væri saga á bakvið ástæðu þess að hann ákvað að taka sitt fyrsta þriggja stiga skot á ferlinum sagði Ragnar einfaldlega: „Engin saga bakvið þetta svo sem, bara flipp.“ pic.twitter.com/jZ2flNUme9— Ragnar Nathanaelsson (@RaggiNaT) January 28, 2023 Á endanum vann Hamar öruggan 15 stiga sigur á Ármanni, Ragnar Ágúst skoraði 18 stig, tók 14 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Hamar er eftir sigurinn í 2. sæti 1. deildarinnar með 28 stig, tveimur minna en topplið Álftaness. Að endingu var Ragnar spurður hvort hann myndi taka fleiri þriggja stiga skot, mögulega ef Hamar kæmist upp í Subway deild karla. „Það er stóra spurningin, hvort maður eigi ekki bara að halda sér í 100 prósent út ferilinn.“
Körfubolti Hamar Hveragerði Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Í beinni: Keflavík - Grindavík | Stórleikur á Sunnubrautinni Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Leik lokið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Sjá meira