„Þetta verður algjört hörkumót“ Sindri Sverrisson skrifar 3. febrúar 2023 12:01 Vitor Charrua er líklegur til afreka á pílukastmótinu á Reykjavíkurleikunum. Stöð 2 Sport Fremstu pílukastarar landsins fá samkeppni frá erlendum keppendum í kvöld og á morgun þegar keppni í pílukasti fer fram á Reykjavíkurleikunum, RIG. Riðlakeppnin fer fram í kvöld þar sem alls 78 karlar og 12 konur taka þátt. Allir keppendur komast áfram í útsláttarkeppnina á morgun en þau efstu í hverjum riðli sitja þar hjá í 1. umferð. Undanúrslit og úrslit karla, og úrslit kvenna, verða svo í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, frá Bullseye á Snorrabraut, og hefst útsendingin klukkan 19:15 annað kvöld. Pílukast hefur verið hluti af RIG síðustu ár og fer mótið sístækkandi í takti við aukinn áhuga á Íslandi. Hópur erlendra keppenda er með á mótinu í ár. Riðlana má sjá hér. „Það er bara frábært að sjá hve margir koma að utan. Ég þekki nú ekki styrkleika þeirra keppenda en þetta eru ábyggilega mjög góðir spilarar því menn eru ekki að ferðast landa á milli til að spila nema að hafa eitthvað til málanna að leggja. Þau tvö sem að sigra þetta mót fá svo boð inn á mót hjá World Dart Federation, svo það er mikið undir,“ segir Páll Sævar Guðjónsson sem mun lýsa keppninni á Stöð 2 Sport annað kvöld. Margir spennandi riðlar „Þetta verður mjög skemmtilegt mót. Það er frábær þátttaka og mikið af mönnum sem eru að koma í fyrsta sinn inn á svona stórt mót, sem er mjög spennandi. Það eru margir mjög spennandi riðlar þarna og þetta verður algjört hörkumót,“ segir Páll og það er vandasamt að spá fyrir um úrslit. „Það verða eflaust einhver óvænt úrslit en það eru svakalega öflugir menn þarna eins og Vitor Charrua, Halli Egils, Þorgeir Guðmunds og fleiri. Svo er gaman að sjá þarna Pál Árna Pétursson, sjómann úr Grindavík. Hann er greinilega í landi, frábær pílukastari. Þetta verður meiriháttar í alla staði,“ segir Páll. Úrslitin ráðast í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 19.15 á morgun. Í kvöld og á morgun verður hægt að horfa á beinar útsendingar á Live Darts Iceland á Facebook. Pílukast Reykjavíkurleikar Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Sjá meira
Riðlakeppnin fer fram í kvöld þar sem alls 78 karlar og 12 konur taka þátt. Allir keppendur komast áfram í útsláttarkeppnina á morgun en þau efstu í hverjum riðli sitja þar hjá í 1. umferð. Undanúrslit og úrslit karla, og úrslit kvenna, verða svo í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, frá Bullseye á Snorrabraut, og hefst útsendingin klukkan 19:15 annað kvöld. Pílukast hefur verið hluti af RIG síðustu ár og fer mótið sístækkandi í takti við aukinn áhuga á Íslandi. Hópur erlendra keppenda er með á mótinu í ár. Riðlana má sjá hér. „Það er bara frábært að sjá hve margir koma að utan. Ég þekki nú ekki styrkleika þeirra keppenda en þetta eru ábyggilega mjög góðir spilarar því menn eru ekki að ferðast landa á milli til að spila nema að hafa eitthvað til málanna að leggja. Þau tvö sem að sigra þetta mót fá svo boð inn á mót hjá World Dart Federation, svo það er mikið undir,“ segir Páll Sævar Guðjónsson sem mun lýsa keppninni á Stöð 2 Sport annað kvöld. Margir spennandi riðlar „Þetta verður mjög skemmtilegt mót. Það er frábær þátttaka og mikið af mönnum sem eru að koma í fyrsta sinn inn á svona stórt mót, sem er mjög spennandi. Það eru margir mjög spennandi riðlar þarna og þetta verður algjört hörkumót,“ segir Páll og það er vandasamt að spá fyrir um úrslit. „Það verða eflaust einhver óvænt úrslit en það eru svakalega öflugir menn þarna eins og Vitor Charrua, Halli Egils, Þorgeir Guðmunds og fleiri. Svo er gaman að sjá þarna Pál Árna Pétursson, sjómann úr Grindavík. Hann er greinilega í landi, frábær pílukastari. Þetta verður meiriháttar í alla staði,“ segir Páll. Úrslitin ráðast í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 19.15 á morgun. Í kvöld og á morgun verður hægt að horfa á beinar útsendingar á Live Darts Iceland á Facebook.
Pílukast Reykjavíkurleikar Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Sjá meira