Vonbrigði að Efling hafi ekki mætt til fundar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sigurður Orri Kristjánsson skrifa 7. febrúar 2023 10:22 Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari. Vísir/Arnar Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, segir vonbrigði að samninganefnd Eflingar hafi ekki mætt til fundar sem hann boðaði hana á í morgun. Samninganefnd Samtaka atvinnulífsins mætti á fundinn, þar sem atkvæðagreiðsla vegna miðlunartillögu sáttasemjara, var til umræðu. „Ég kallaði samninganefnd EFlingar og samninganefnd SA á fund til að ræða um fyrirkomulag atkvæðagreiðslu um miðlunartillöguna,“ sagði Aðalsteinn Leifsson að loknum fundi í Karphúsniu. Hann geri ráð fyrir því að eiga orðastað með Eflingu síðar í dag. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur hafnað því að formlegt fundarboð hafi borist frá embættinu, í færslu sem birtist á Facebook. Hún skrifar að Efling hafi farið eftir lögum í einu og öllu og spyr sig hvort ríkissáttasemjari sé með þessu að reyna að magna upp stemningu fyrir því að senda lögreglu á skrifstofu Eflingar til að sækja kjörskrána. Eru það vonbrigði að Efling ætli ekki að afhenda kjörskrá sína? „Að sjálfsögðu eru það vonbrigði og ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að þau hlíti ekki mjög skýrum úrskurði Héraðsdóms sem tekur það fram að miðlunartillagan er löglega fram sett og Eflingu ber skylda að leyfa félagsfólki sínu að greiða um hana atkvæði,“ segir Aðalsteinn. „Það er skylda okkar að fylgja eftir lögum og rétti í landinu þannig að sjálfsögðu munum við gera það. Ég vona enn og trúi að við fáum kjörskrá Eflingar í hendurnar svo félagsfólk fái að taka afstöðu til miðilunartillögunnar.“ Fólki beri að mæta á boðaða fundi Í bréfi sem Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sendi ríkissáttasemjara í gær sagðist hún ekki hafa tíma til að mæta til fundarins vegna anna við undirbúning verkfallsaðgerða. Samninganefndirnar hafa verið boðaðar til samningafundar klukkan 15:30 í dag. Aðalsteinn segir að við verðum að bíða og sjá til hvort Eflingarliðar mæti. „Það er líka þannig að þegar ríkissáttasemjari boðar til sáttafundar þá ber fólki skylda að mæta á þann fund. Ég treysti því að fólk geri það,“ segir Aðalsteinn. „Það eru vonbrigði að þess deila, sem ég held að allir sjái að er í gríðarlega hörðum hnút, skuli vera á þessum stað. Á sama tíma eru það líka vonbrigði að þegar ég gríp til þess eina tækis sem ég hef og skylda mín er að grípa til, það er að segja að leggja fram miðlunartillögu, að það sé komið í veg fyrir að hún fái að fara í kosningu félagsmanna.“ Hefja verkföll á hádegi Verkfallsaðgerðir hjá Eflingarliðum á Íslandshótelum hefjast klukkan 12 á hádegi í dag. Aðgerðirnar eru ótímabundnar og munu um 300 félagsmenn leggja niður störf. Klukkan 18 í kvöld lýkur atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna Eflingar hjá Olíudreifingu, Skeljungi, Samskipum, Berjaya hótelum og Edition hótelinu um boðaðar verkfallsaðgerðir. Verði verkfallsboðunin samþykkt hefjast verkföll hjá þeim tæplega 600 félagsmönnum klukkan 12 á hádegi næstkomandi miðvikudag, 15. febrúar. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Segja Aðalstein vanhæfan og krefjast þess formlega að hann víki Efling - stéttarfélag sendi í morgun kröfu til embættis ríkissáttasemjara um að Aðalsteinn Leifsson víki sæti sökum vanhæfis í kjaradeilu Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Er þess krafist að skipaður verði staðgengill hans til að fara með málið. 7. febrúar 2023 10:13 Óvissa um fundi hjá ríkissáttasemjara Ekki hefur verið hægt að halda fund beggja deiluaðila með ríkissáttasemjara um atkvæðagreiðslu hans um miðlunartillögu. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að tölvusamskipti hafi átt sér stað í gær milli hennar og ríkissáttasemjara um mögulegan fundartíma og síðast rætt að hann gæti orðið klukkan 14. Ekkert formlegt fundarboð hafi hins vegar komið til ríkissáttasemjara. 7. febrúar 2023 08:59 Verkföllum haldið til streitu eftir viðburðaríkan dag Efling mun hefja verkfallsaðgerðir í hádeginu a morgun eftir úrskurð Félagsdóms um að verkfallsboðun félagsins hafi verið lögleg. Fyrr í dag úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur að ríkissáttasemjari fái aðgang að kjörskrá Eflingar. 6. febrúar 2023 23:43 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
„Ég kallaði samninganefnd EFlingar og samninganefnd SA á fund til að ræða um fyrirkomulag atkvæðagreiðslu um miðlunartillöguna,“ sagði Aðalsteinn Leifsson að loknum fundi í Karphúsniu. Hann geri ráð fyrir því að eiga orðastað með Eflingu síðar í dag. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur hafnað því að formlegt fundarboð hafi borist frá embættinu, í færslu sem birtist á Facebook. Hún skrifar að Efling hafi farið eftir lögum í einu og öllu og spyr sig hvort ríkissáttasemjari sé með þessu að reyna að magna upp stemningu fyrir því að senda lögreglu á skrifstofu Eflingar til að sækja kjörskrána. Eru það vonbrigði að Efling ætli ekki að afhenda kjörskrá sína? „Að sjálfsögðu eru það vonbrigði og ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að þau hlíti ekki mjög skýrum úrskurði Héraðsdóms sem tekur það fram að miðlunartillagan er löglega fram sett og Eflingu ber skylda að leyfa félagsfólki sínu að greiða um hana atkvæði,“ segir Aðalsteinn. „Það er skylda okkar að fylgja eftir lögum og rétti í landinu þannig að sjálfsögðu munum við gera það. Ég vona enn og trúi að við fáum kjörskrá Eflingar í hendurnar svo félagsfólk fái að taka afstöðu til miðilunartillögunnar.“ Fólki beri að mæta á boðaða fundi Í bréfi sem Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sendi ríkissáttasemjara í gær sagðist hún ekki hafa tíma til að mæta til fundarins vegna anna við undirbúning verkfallsaðgerða. Samninganefndirnar hafa verið boðaðar til samningafundar klukkan 15:30 í dag. Aðalsteinn segir að við verðum að bíða og sjá til hvort Eflingarliðar mæti. „Það er líka þannig að þegar ríkissáttasemjari boðar til sáttafundar þá ber fólki skylda að mæta á þann fund. Ég treysti því að fólk geri það,“ segir Aðalsteinn. „Það eru vonbrigði að þess deila, sem ég held að allir sjái að er í gríðarlega hörðum hnút, skuli vera á þessum stað. Á sama tíma eru það líka vonbrigði að þegar ég gríp til þess eina tækis sem ég hef og skylda mín er að grípa til, það er að segja að leggja fram miðlunartillögu, að það sé komið í veg fyrir að hún fái að fara í kosningu félagsmanna.“ Hefja verkföll á hádegi Verkfallsaðgerðir hjá Eflingarliðum á Íslandshótelum hefjast klukkan 12 á hádegi í dag. Aðgerðirnar eru ótímabundnar og munu um 300 félagsmenn leggja niður störf. Klukkan 18 í kvöld lýkur atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna Eflingar hjá Olíudreifingu, Skeljungi, Samskipum, Berjaya hótelum og Edition hótelinu um boðaðar verkfallsaðgerðir. Verði verkfallsboðunin samþykkt hefjast verkföll hjá þeim tæplega 600 félagsmönnum klukkan 12 á hádegi næstkomandi miðvikudag, 15. febrúar.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Segja Aðalstein vanhæfan og krefjast þess formlega að hann víki Efling - stéttarfélag sendi í morgun kröfu til embættis ríkissáttasemjara um að Aðalsteinn Leifsson víki sæti sökum vanhæfis í kjaradeilu Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Er þess krafist að skipaður verði staðgengill hans til að fara með málið. 7. febrúar 2023 10:13 Óvissa um fundi hjá ríkissáttasemjara Ekki hefur verið hægt að halda fund beggja deiluaðila með ríkissáttasemjara um atkvæðagreiðslu hans um miðlunartillögu. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að tölvusamskipti hafi átt sér stað í gær milli hennar og ríkissáttasemjara um mögulegan fundartíma og síðast rætt að hann gæti orðið klukkan 14. Ekkert formlegt fundarboð hafi hins vegar komið til ríkissáttasemjara. 7. febrúar 2023 08:59 Verkföllum haldið til streitu eftir viðburðaríkan dag Efling mun hefja verkfallsaðgerðir í hádeginu a morgun eftir úrskurð Félagsdóms um að verkfallsboðun félagsins hafi verið lögleg. Fyrr í dag úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur að ríkissáttasemjari fái aðgang að kjörskrá Eflingar. 6. febrúar 2023 23:43 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Segja Aðalstein vanhæfan og krefjast þess formlega að hann víki Efling - stéttarfélag sendi í morgun kröfu til embættis ríkissáttasemjara um að Aðalsteinn Leifsson víki sæti sökum vanhæfis í kjaradeilu Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Er þess krafist að skipaður verði staðgengill hans til að fara með málið. 7. febrúar 2023 10:13
Óvissa um fundi hjá ríkissáttasemjara Ekki hefur verið hægt að halda fund beggja deiluaðila með ríkissáttasemjara um atkvæðagreiðslu hans um miðlunartillögu. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að tölvusamskipti hafi átt sér stað í gær milli hennar og ríkissáttasemjara um mögulegan fundartíma og síðast rætt að hann gæti orðið klukkan 14. Ekkert formlegt fundarboð hafi hins vegar komið til ríkissáttasemjara. 7. febrúar 2023 08:59
Verkföllum haldið til streitu eftir viðburðaríkan dag Efling mun hefja verkfallsaðgerðir í hádeginu a morgun eftir úrskurð Félagsdóms um að verkfallsboðun félagsins hafi verið lögleg. Fyrr í dag úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur að ríkissáttasemjari fái aðgang að kjörskrá Eflingar. 6. febrúar 2023 23:43