Ákall um 18 mánaða fæðingarorlof Anna Mjöll Guðmundsdóttir skrifar 7. febrúar 2023 11:00 FYRSTU FIMM er hagsmunafélag foreldra og fagaðila sem beita sér fyrir barn- og fjölskylduvænna samfélagi með áherslu á fyrstu fimm árin í lífi barna. Samkvæmt 9. gr. laga um leikskóla nr. 90/2008 ber foreldrum skylda til að vernda hagsmuni barna sinna í leikskólum. Fyrstu 1000 dagar í lífi barns (frá byrjun meðgöngu til tveggja ára) er gríðarlega viðkvæmur tími hvað varðar tauga- og heila þroska og því sérstaklega mikilvægt að hlúa sem allra best að börnum á þessum aldri. Sem hagsmunafélag foreldra þá sættum við okkur ekki við minna rými, fleiri börn og færra starfsfólk sem lausn við umönnunarbilinu frá fæðingarorlofi að leikskóla.Við beitum okkur því fyrir lausnamiðuðu samtali og samvinnu á milli allra hagaðila þ.e.a.s. stjórnvalda, borg- og sveitastjórna, aðila vinnumarkaðarins, leikskóla og foreldrar, um ávinning þess að lengja fæðingarorlof í 18 mánuði. Nauðsynlegt er að allir aðilar komi að borðinu til að draga úr álagi á borg- og sveitastjórnir því vandinn er aðkallandi. Við leggjum áherslu á samtal og samvinnu foreldra og leikskólastarfsfólks/stjórnenda og tökum undir með faglegum stjórnendum sem segja stöðuna nú þegar óásættanlega þar sem sífellt er þrengt meira að börnum og starfsfólki. Staðan er slæm þrátt fyrir að börn séu ekki að komast inn fyrr en við 18 til 20 mánaða aldur. Ástandið verður mun verra ef krafa er gerð um að taka á móti öllum 12 mánaða börnum. Samkvæmt upplýsingum frá félagi leikskólastjórnenda er það verulegt áhyggjuefni að nú þegar vantar um 1500 leikskólakennara á landsvísu auk þess sem stórir hópar starfandi leikskólastarfsfólks er að fara á eftirlaun. Leikskólastjórnendur telja að lenging fæðingarorlofs í 18 mánuði myndi hjálpa til við að draga úr álagi og gera leikskólasamfélaginu kleift að ná fyrr lögbundnu viðmiði um 70% menntaðra kennara í stað 19-28% eins og er í dag á höfuðborgarsvæðinu. Árið 2019 setti Norræna ráðherranefndin á fót samnorrænt verkefni til þriggja ára um velferð og vellíðan á fyrstu æviárunum, sem nefnist Fyrstu 1000 dagar barnsins (www.first1000days.is). Íslenskir ráðherrar heilbrigðis-, félags- og barnamála áttu frumkvæði að verkefninu og ýttu því úr vör og var Embætti landlæknis falið að leiða verkefnið af Íslands hálfu. Rannsakað skyldi hvernig Norðurlöndin væru, í ljósi sinna sterku innviða, í stakk búin til að veita börnum heilbrigt upphaf í lífinu. Að verkefninu loknu komu út þrjár skýrslur og meðal þeirra skýrsla þar sem settar eru fram tillögur að stefnumótandi aðgerðum. Meðal tillagna á Íslandi er að lengja fæðingarorlof, að vinna kerfisbundið að barnvænna samfélagi, auka stuðning og fræðslu til foreldra, auka virðingu fyrir foreldra- og umönnunarhlutverkinu, skilgreina ábyrgð stjórnvalda, borgar-/ sveitastjórna og atvinnulífsins þegar viðkemur forgangsröðun í þágu barna, að styðja aðgerðir sem hvetja til meiri samveru foreldra við börnin sín á fyrstu árunum t.d. með meiri sveigjanleika og lögbundið val um lækkað starfshlutfall, að börn séu færri klukkustundir á dag í leikskólum eða hjá dagforeldrum, auka þátttöku og gæta að geðheilsu beggja foreldra í meðgönguvernd og að veita fræðslu til beggja foreldra, einnig með tilliti til pararáðgjafar. Greina mátti ýmsar hömlum á þjónustu við barnafjölskyldur á norðurlöndunum t.d. hvað varðar íhlutun vegna vægari geðheilsuvanda eða ýmissa fjölskylduerfiðleika en fram kom að á Íslandi fá í mesta lagi 25% af þeim sem þurfa slíka þjónustu, einhverja þjónustu. Íslenskir feður taka nú þegar fæðingarorlof í sama mæli og feður í Svíþjóð sem er það besta sem þekkist og því góður grundvöllur til að byggja enn frekar á en mikilvægt er að foreldrar deili ábyrgð umönnunar barna sinna til jafns. Lenging fæðingarorlofs getur jafnað álag á milli leikskóla og heimila. Þá getur jafnréttisfræðsla jafnað álag á milli foreldra og fækkað til muna þeim foreldrum sem þurfa á geðheilbrigðisþjónustu að halda. Við hvetjum alla til að skrifa undir ákallið, auka val foreldra og bæta þannig hag barna og fjölskyldna þeirra á Íslandi. Höfundur er forman Fyrstu fimm. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fæðingarorlof Börn og uppeldi Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
FYRSTU FIMM er hagsmunafélag foreldra og fagaðila sem beita sér fyrir barn- og fjölskylduvænna samfélagi með áherslu á fyrstu fimm árin í lífi barna. Samkvæmt 9. gr. laga um leikskóla nr. 90/2008 ber foreldrum skylda til að vernda hagsmuni barna sinna í leikskólum. Fyrstu 1000 dagar í lífi barns (frá byrjun meðgöngu til tveggja ára) er gríðarlega viðkvæmur tími hvað varðar tauga- og heila þroska og því sérstaklega mikilvægt að hlúa sem allra best að börnum á þessum aldri. Sem hagsmunafélag foreldra þá sættum við okkur ekki við minna rými, fleiri börn og færra starfsfólk sem lausn við umönnunarbilinu frá fæðingarorlofi að leikskóla.Við beitum okkur því fyrir lausnamiðuðu samtali og samvinnu á milli allra hagaðila þ.e.a.s. stjórnvalda, borg- og sveitastjórna, aðila vinnumarkaðarins, leikskóla og foreldrar, um ávinning þess að lengja fæðingarorlof í 18 mánuði. Nauðsynlegt er að allir aðilar komi að borðinu til að draga úr álagi á borg- og sveitastjórnir því vandinn er aðkallandi. Við leggjum áherslu á samtal og samvinnu foreldra og leikskólastarfsfólks/stjórnenda og tökum undir með faglegum stjórnendum sem segja stöðuna nú þegar óásættanlega þar sem sífellt er þrengt meira að börnum og starfsfólki. Staðan er slæm þrátt fyrir að börn séu ekki að komast inn fyrr en við 18 til 20 mánaða aldur. Ástandið verður mun verra ef krafa er gerð um að taka á móti öllum 12 mánaða börnum. Samkvæmt upplýsingum frá félagi leikskólastjórnenda er það verulegt áhyggjuefni að nú þegar vantar um 1500 leikskólakennara á landsvísu auk þess sem stórir hópar starfandi leikskólastarfsfólks er að fara á eftirlaun. Leikskólastjórnendur telja að lenging fæðingarorlofs í 18 mánuði myndi hjálpa til við að draga úr álagi og gera leikskólasamfélaginu kleift að ná fyrr lögbundnu viðmiði um 70% menntaðra kennara í stað 19-28% eins og er í dag á höfuðborgarsvæðinu. Árið 2019 setti Norræna ráðherranefndin á fót samnorrænt verkefni til þriggja ára um velferð og vellíðan á fyrstu æviárunum, sem nefnist Fyrstu 1000 dagar barnsins (www.first1000days.is). Íslenskir ráðherrar heilbrigðis-, félags- og barnamála áttu frumkvæði að verkefninu og ýttu því úr vör og var Embætti landlæknis falið að leiða verkefnið af Íslands hálfu. Rannsakað skyldi hvernig Norðurlöndin væru, í ljósi sinna sterku innviða, í stakk búin til að veita börnum heilbrigt upphaf í lífinu. Að verkefninu loknu komu út þrjár skýrslur og meðal þeirra skýrsla þar sem settar eru fram tillögur að stefnumótandi aðgerðum. Meðal tillagna á Íslandi er að lengja fæðingarorlof, að vinna kerfisbundið að barnvænna samfélagi, auka stuðning og fræðslu til foreldra, auka virðingu fyrir foreldra- og umönnunarhlutverkinu, skilgreina ábyrgð stjórnvalda, borgar-/ sveitastjórna og atvinnulífsins þegar viðkemur forgangsröðun í þágu barna, að styðja aðgerðir sem hvetja til meiri samveru foreldra við börnin sín á fyrstu árunum t.d. með meiri sveigjanleika og lögbundið val um lækkað starfshlutfall, að börn séu færri klukkustundir á dag í leikskólum eða hjá dagforeldrum, auka þátttöku og gæta að geðheilsu beggja foreldra í meðgönguvernd og að veita fræðslu til beggja foreldra, einnig með tilliti til pararáðgjafar. Greina mátti ýmsar hömlum á þjónustu við barnafjölskyldur á norðurlöndunum t.d. hvað varðar íhlutun vegna vægari geðheilsuvanda eða ýmissa fjölskylduerfiðleika en fram kom að á Íslandi fá í mesta lagi 25% af þeim sem þurfa slíka þjónustu, einhverja þjónustu. Íslenskir feður taka nú þegar fæðingarorlof í sama mæli og feður í Svíþjóð sem er það besta sem þekkist og því góður grundvöllur til að byggja enn frekar á en mikilvægt er að foreldrar deili ábyrgð umönnunar barna sinna til jafns. Lenging fæðingarorlofs getur jafnað álag á milli leikskóla og heimila. Þá getur jafnréttisfræðsla jafnað álag á milli foreldra og fækkað til muna þeim foreldrum sem þurfa á geðheilbrigðisþjónustu að halda. Við hvetjum alla til að skrifa undir ákallið, auka val foreldra og bæta þannig hag barna og fjölskyldna þeirra á Íslandi. Höfundur er forman Fyrstu fimm.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar