Fellur frá aðfararbeiðni eftir fund með lögmanni Eflingar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. febrúar 2023 16:55 Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari stendur í ströngu í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Vilhelm Ríkissáttasemjari hefur fallið frá aðfararbeiðni sinni til sýslumanns um að fá kjörskrá félagsmanna Eflingar afhenta. Þetta er niðurstaðan eftir fund lögmanns Eflingar með sáttasemjara síðdegis í dag. Efling hefur lofað að afhenda félagaskrána staðfesti Landsréttur úrskurð úr héraði um lögmæti miðlunartillögu sáttasemjara. Þetta staðfestir Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari í samtali við fréttastofu. Bæði sáttasemjari og Efling munu afla Landsrétti gagna svo hratt sem auðið er og óska eftir að deila þeirra fái flýtimeðferð fyrir réttinum. Verkfall félagsmanna Eflingar á sjö hótelum Íslandshóteli hófst á hádegi í gær. Efling og Íslandshótel hafa tekist á við hótelin í dag. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sakar Íslandshótel um að verkfallsbrot. Á sama tíma sakar Davíð Torfi Ólafsson framkvæmdastjóri Íslandshótela liðsmenn Eflingar um hótanir. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði á mánudag að miðlunartillaga sáttasemjara væri lögleg. Eflingu væri skylt að afhenda sáttasemjara kjörskrá til þess að hann gæti látið atkvæðagreiðslu fara fram meðal félagsmanna Eflingar. Efling neitaði að afhenda og vísaði til þess að vilja bíða niðurstöðu æðri dómstóls. Í framhaldinu sagði Sólveig Anna að kjörskráin væri ekki til. Sáttasemjari sagðist neyddur sem embættismaður til að óska liðsinnis sýslumanns að sækja kröfugerðina. Nú er sú fyrirætlan úr sögunni eftir fund Aðalsteins með Daníel Isebarn Ágústssyni, lögmanni Eflingar. Á mánudag féll dómur í Félagsdómi þess efnis að verkfall Eflingar, sem hófst í hádeginu í gær, væri löglegt. Í gærkvöldi samþykktu svo félagsmenn Eflingar sem starfa á átta hótelum og við akstur hjá Samskipum og olíufélögum að fara í verkfall. Það hefst að óbreyttu miðvikudaginn 15. febrúar. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Segja verkfallsbrot framin á Grand Hótel Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir verkfallsbrot hafa verið framin á Grand Hóteli í dag. Hún segir að verið sé að mæta þeim sem sinna verkfallsvörslu með fordæmalausri hörku. 8. febrúar 2023 16:00 Saka Eflingu um hótanir og hleypa verkfallsvörðum ekki inn Forsvarsmenn Íslandshótela tóku þá ákvörðun nú eftir hádegi í dag að hleypa verkfallsvörðum Eflingar ekki frekar inn á hótel sín. Í tilkynningu frá Íslandshótelum segir að ástæðan sé sú að verkfallsverðir tóku að hóta starfsmönnum annarra stéttarfélaga sem sannarlega séu ekki í verkföllum, sem og yfirmönnum, aðgerðum. 8. febrúar 2023 14:53 „Á degi tvö ertu farinn að finna fyrir þessu“ Frekari verkfallsaðgerðir meðal Eflingarfélaga voru samþykktar í gærkvöldi. Meðal þeirra sem stefna á verkfall í næstu viku eru bílstjórar Skeljungs, Samskipa og Olíudreifingar. Framkvæmdastjóri Skeljungs segir verkfall ekki þurfa að vara lengi til að áhrif þeirra verði veruleg. 8. febrúar 2023 12:02 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Þetta staðfestir Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari í samtali við fréttastofu. Bæði sáttasemjari og Efling munu afla Landsrétti gagna svo hratt sem auðið er og óska eftir að deila þeirra fái flýtimeðferð fyrir réttinum. Verkfall félagsmanna Eflingar á sjö hótelum Íslandshóteli hófst á hádegi í gær. Efling og Íslandshótel hafa tekist á við hótelin í dag. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sakar Íslandshótel um að verkfallsbrot. Á sama tíma sakar Davíð Torfi Ólafsson framkvæmdastjóri Íslandshótela liðsmenn Eflingar um hótanir. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði á mánudag að miðlunartillaga sáttasemjara væri lögleg. Eflingu væri skylt að afhenda sáttasemjara kjörskrá til þess að hann gæti látið atkvæðagreiðslu fara fram meðal félagsmanna Eflingar. Efling neitaði að afhenda og vísaði til þess að vilja bíða niðurstöðu æðri dómstóls. Í framhaldinu sagði Sólveig Anna að kjörskráin væri ekki til. Sáttasemjari sagðist neyddur sem embættismaður til að óska liðsinnis sýslumanns að sækja kröfugerðina. Nú er sú fyrirætlan úr sögunni eftir fund Aðalsteins með Daníel Isebarn Ágústssyni, lögmanni Eflingar. Á mánudag féll dómur í Félagsdómi þess efnis að verkfall Eflingar, sem hófst í hádeginu í gær, væri löglegt. Í gærkvöldi samþykktu svo félagsmenn Eflingar sem starfa á átta hótelum og við akstur hjá Samskipum og olíufélögum að fara í verkfall. Það hefst að óbreyttu miðvikudaginn 15. febrúar.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Segja verkfallsbrot framin á Grand Hótel Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir verkfallsbrot hafa verið framin á Grand Hóteli í dag. Hún segir að verið sé að mæta þeim sem sinna verkfallsvörslu með fordæmalausri hörku. 8. febrúar 2023 16:00 Saka Eflingu um hótanir og hleypa verkfallsvörðum ekki inn Forsvarsmenn Íslandshótela tóku þá ákvörðun nú eftir hádegi í dag að hleypa verkfallsvörðum Eflingar ekki frekar inn á hótel sín. Í tilkynningu frá Íslandshótelum segir að ástæðan sé sú að verkfallsverðir tóku að hóta starfsmönnum annarra stéttarfélaga sem sannarlega séu ekki í verkföllum, sem og yfirmönnum, aðgerðum. 8. febrúar 2023 14:53 „Á degi tvö ertu farinn að finna fyrir þessu“ Frekari verkfallsaðgerðir meðal Eflingarfélaga voru samþykktar í gærkvöldi. Meðal þeirra sem stefna á verkfall í næstu viku eru bílstjórar Skeljungs, Samskipa og Olíudreifingar. Framkvæmdastjóri Skeljungs segir verkfall ekki þurfa að vara lengi til að áhrif þeirra verði veruleg. 8. febrúar 2023 12:02 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Segja verkfallsbrot framin á Grand Hótel Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir verkfallsbrot hafa verið framin á Grand Hóteli í dag. Hún segir að verið sé að mæta þeim sem sinna verkfallsvörslu með fordæmalausri hörku. 8. febrúar 2023 16:00
Saka Eflingu um hótanir og hleypa verkfallsvörðum ekki inn Forsvarsmenn Íslandshótela tóku þá ákvörðun nú eftir hádegi í dag að hleypa verkfallsvörðum Eflingar ekki frekar inn á hótel sín. Í tilkynningu frá Íslandshótelum segir að ástæðan sé sú að verkfallsverðir tóku að hóta starfsmönnum annarra stéttarfélaga sem sannarlega séu ekki í verkföllum, sem og yfirmönnum, aðgerðum. 8. febrúar 2023 14:53
„Á degi tvö ertu farinn að finna fyrir þessu“ Frekari verkfallsaðgerðir meðal Eflingarfélaga voru samþykktar í gærkvöldi. Meðal þeirra sem stefna á verkfall í næstu viku eru bílstjórar Skeljungs, Samskipa og Olíudreifingar. Framkvæmdastjóri Skeljungs segir verkfall ekki þurfa að vara lengi til að áhrif þeirra verði veruleg. 8. febrúar 2023 12:02