Póstberi vekur athygli fyrir hjálpsemi í Vesturbæ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. febrúar 2023 19:30 Lorenz þekkja margir í Vesturbænum. Vísir/Sigurjón Póstberinn Lorenz hefur vakið athygli fyrir hjálpsemi í Vesturbænum en hann hefur til viðbótar við póstburð aðstoðað fólk við að komast til vinnu í snjóþunganum. Lorenz segir að fólk mætti vera duglegra að hjálpa náunganum. „Pósturinn í Vesturbænum er einstaklega hjálpsamur. Hjálpaði fullorðinni konu að skafa bílinn.“ Svona hljóðar færsla sem birt var í Facebook hópi Vesturbæjarins og taka margir íbúar undir, ein segir hann hafa hjálpað sér að losa bílinn þegar hann var pikkfastur í snjónum. Maðurinn er Lorenz Julian Bunnert og hefur starfað sem póstberi í tvö ár - og reynir að hjálpa öllum sem á vegi hans verða. „Já það kemur nú fyrir. Sérstaklega yfir vetrartímann - að maður hjálpi fólki að koma sér í vinnuna og svo hjálpar fólk mér þegar maður festist,“ segir Lorenz. „Góður dagur til að hjálpa“ Geturðu komið með dæmi? Hvað hefur þú verið að gera? „Í gær til dæmis þá var góður dagur til að hjálpa. Ég skóf bílinn fyrir gamla konu og svo var önnur kona föst í bílnum. Bíllinn sat í snjónum en við náðum honum út nokkrir saman. Þetta er skemmtilegt yfir vetrartímann, að vera í svona samvinnu.“ Já einstakt hugarfar. Lorenz ber aðallega út póst í Vesturbænum þar sem hann hefur kynnst nokkrum íbúum í gegnum starfið. „Og nokkrum hundum. Það er til dæmis einn hundur sem kemur alltaf út þegar hann sér póstinn og tekur bréfin í munninn og hleypur inn.“ Rómantískt starf Starfið segir hann gefandi og skemmtilegt enda einkennist það af útiveru og samskiptum við fólk. „Já þetta er rómantískt á ákveðinn hátt.“ Hvað segir fólk við þig, er það þakklátt? „Já fólk er vanalega mjög þakklátt. Það kemur líka til baka til manns og manni líður vel eftir á þegar maður getur hjálpað.“ Góðverk Veður Reykjavík Pósturinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Sjá meira
„Pósturinn í Vesturbænum er einstaklega hjálpsamur. Hjálpaði fullorðinni konu að skafa bílinn.“ Svona hljóðar færsla sem birt var í Facebook hópi Vesturbæjarins og taka margir íbúar undir, ein segir hann hafa hjálpað sér að losa bílinn þegar hann var pikkfastur í snjónum. Maðurinn er Lorenz Julian Bunnert og hefur starfað sem póstberi í tvö ár - og reynir að hjálpa öllum sem á vegi hans verða. „Já það kemur nú fyrir. Sérstaklega yfir vetrartímann - að maður hjálpi fólki að koma sér í vinnuna og svo hjálpar fólk mér þegar maður festist,“ segir Lorenz. „Góður dagur til að hjálpa“ Geturðu komið með dæmi? Hvað hefur þú verið að gera? „Í gær til dæmis þá var góður dagur til að hjálpa. Ég skóf bílinn fyrir gamla konu og svo var önnur kona föst í bílnum. Bíllinn sat í snjónum en við náðum honum út nokkrir saman. Þetta er skemmtilegt yfir vetrartímann, að vera í svona samvinnu.“ Já einstakt hugarfar. Lorenz ber aðallega út póst í Vesturbænum þar sem hann hefur kynnst nokkrum íbúum í gegnum starfið. „Og nokkrum hundum. Það er til dæmis einn hundur sem kemur alltaf út þegar hann sér póstinn og tekur bréfin í munninn og hleypur inn.“ Rómantískt starf Starfið segir hann gefandi og skemmtilegt enda einkennist það af útiveru og samskiptum við fólk. „Já þetta er rómantískt á ákveðinn hátt.“ Hvað segir fólk við þig, er það þakklátt? „Já fólk er vanalega mjög þakklátt. Það kemur líka til baka til manns og manni líður vel eftir á þegar maður getur hjálpað.“
Góðverk Veður Reykjavík Pósturinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Sjá meira