Styður yfirlýsingu miðstjórnar ASÍ Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 11. febrúar 2023 13:23 Kristján segist munu mæta til verkfallsvörslu þegar kallið kemur. Vísir/Arnar Forseti ASÍ segir havaríið við ráðherrabústaðinn í gær ekki tilefni yfirlýsingar sem miðstjórn ASÍ gaf út í gær þar sem orðræðan í kjaradeilu SA og Eflingar er gagnrýnd. Hann segist styðja baráttu Eflingar og er tilbúinn að sinna verkfallsvörslu þegar kallið kemur. Um miðjan dag í gær sendi miðstjórn ASÍ frá sér ályktun þar sem Alþýðusambandið harmar neikvæða og ofstækiskennda orðræðu í tengslum við kjaraviðræður Eflingar og samtaka Atvinnulífsins. Hvatti miðstjórnin hlutaðeigandi til stillingar og varar við því að kjaradeila sé túlkuð á þann veg að réttmætt sé að ausa fúkyrðum yfir þá sem koma að viðræðunum. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar sendi í kjölfarið erindi á forseta ASÍ og krafði hann svara um hvort þessari ályktun væri beint að Eflingu, en talsverð harka var í orðum Eflingarliða eftir ríkisstjórnarfund í gær þar sem aðsúgur var gerður að ráðherrum á leið af fundi. Kristján Þórður Snæbjarnarson forseti ASÍ segir ályktun miðstjórnar ekki viðbragð við baráttu Eflingar. „Yfirlýsingin var gerð á miðstjórnarfundi, eða semsagt vinnufundi miðstjornar á miðvikudaginn og var ekki sett saman gegn samninganefnd Eflingar heldur fyrst og fremst vegna þeirrar stöðu sem hefur verið á undanförnum mánuðum í samfélaginu og svona þeirrar orðræðu. En síðan birtist hún á þessum tíma í gær.“ Kristján segist hafa stutt yfirlýsinguna. „Já. ég studdi yfirlýsinguna eins og svosem allir gerðu.“ Kristján sagði í yfirlýsingu sinni að hann sé tilbúinn að taka þátt í verkfallsvörslu. „Eftir samtöl mín við Sólveigu að undanförnu þá auðvitað bauð ég fram aðstoð mína í þeim málum sem mögulegt er. Síðan er kallað eftir því og mér er boðið að taka þátt í verkfallsvörslu og stuðningi þar. Ég að sjálfsögðu mun aðstoða eins og ég mögulega get og taka þátt í þessari baráttu með mínum félögum.“ Hann bíður bara eftir að kallið komi. „Ég veit ekki hvort það sé í dag en ég mun fá skilaboð um þegar verkfallsvarsla verður næst og mun leggja mitt af mörkum að mæta ef ég mögulega get.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál ASÍ Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Um miðjan dag í gær sendi miðstjórn ASÍ frá sér ályktun þar sem Alþýðusambandið harmar neikvæða og ofstækiskennda orðræðu í tengslum við kjaraviðræður Eflingar og samtaka Atvinnulífsins. Hvatti miðstjórnin hlutaðeigandi til stillingar og varar við því að kjaradeila sé túlkuð á þann veg að réttmætt sé að ausa fúkyrðum yfir þá sem koma að viðræðunum. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar sendi í kjölfarið erindi á forseta ASÍ og krafði hann svara um hvort þessari ályktun væri beint að Eflingu, en talsverð harka var í orðum Eflingarliða eftir ríkisstjórnarfund í gær þar sem aðsúgur var gerður að ráðherrum á leið af fundi. Kristján Þórður Snæbjarnarson forseti ASÍ segir ályktun miðstjórnar ekki viðbragð við baráttu Eflingar. „Yfirlýsingin var gerð á miðstjórnarfundi, eða semsagt vinnufundi miðstjornar á miðvikudaginn og var ekki sett saman gegn samninganefnd Eflingar heldur fyrst og fremst vegna þeirrar stöðu sem hefur verið á undanförnum mánuðum í samfélaginu og svona þeirrar orðræðu. En síðan birtist hún á þessum tíma í gær.“ Kristján segist hafa stutt yfirlýsinguna. „Já. ég studdi yfirlýsinguna eins og svosem allir gerðu.“ Kristján sagði í yfirlýsingu sinni að hann sé tilbúinn að taka þátt í verkfallsvörslu. „Eftir samtöl mín við Sólveigu að undanförnu þá auðvitað bauð ég fram aðstoð mína í þeim málum sem mögulegt er. Síðan er kallað eftir því og mér er boðið að taka þátt í verkfallsvörslu og stuðningi þar. Ég að sjálfsögðu mun aðstoða eins og ég mögulega get og taka þátt í þessari baráttu með mínum félögum.“ Hann bíður bara eftir að kallið komi. „Ég veit ekki hvort það sé í dag en ég mun fá skilaboð um þegar verkfallsvarsla verður næst og mun leggja mitt af mörkum að mæta ef ég mögulega get.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál ASÍ Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira