17. umferð CS:GO | Þrjú lið jöfn á toppnum fyrir lokaumferðina | Ráðast úrslitin af innbyrðis viðureignum? Snorri Rafn Hallsson skrifar 11. febrúar 2023 14:09 Atlantic, Dusty og Þór eru jöfn að stigum á toppnum þegar aðeins ein umferð er eftir. Leikir vikunnar Ármann 16 – 5 TEN5ION Liðin mættust í Nuke þar sem Ármann hafði snemma mikla yfirburði. Þó TEN5ION felldi oft andstæðingana í upphafi lotanna tókst þeim ekki að gera sér mat úr því og upp úr miðjum fyrri hálfleik stakk Ármann af og var í stöðunni 10–5 þegar sá síðari hófst. Þar tryggðu þeir sér hverja lotuna á fætur annarri, engu máli skipti að Vargur var svo gott sem fjarverandi, Ofvirkur, Brnr, Hundzi og Hyper sáu hreinlega um þetta og unnu allar lotur síðari hálfleiks til að leggja TEN5ION af miklu öryggi. Atlantic 19 – 17 Viðstöðu Það var mikið í húfi fyrir Atlantic þegar liðið mætti Viðstöðu í Nuke. Ef liðið tapaði átti það á hættu að missa Dusty og Þór fram úr sér í þessari næst síðustu umferð og tapa möguleikanum á toppsætinu. Viðstöðu varðist af miklum krafti í fyrri hálfleik og náði góðu forskoti á Atlantic sem hafði reitt sig um of á fyrir fram ákveðnar aðgerðir sem ekki gengu upp. Staða í hálfleik var því 9–6 fyrir Viðstöðu. Atlantic jafnaði og komst yfir í 11–9 þar sem herslumuninn vantaði hjá Viðstöðu. Viðstöðu gafst þá ekki upp og tókst með herkjum að brjóta efnahag Atlantic á bak aftur og komast í 14–11. Ekki var öll von úti enn. Fjórföld fella frá Bjarna með deiglu og hníf hnífnum reddaði Atlantic vappa og hélt lífi í leiknum. Eftir venjulegan leiktíma var allt orðið jafnt á ný og það var ekki fyrr en í framlengingu sem Atlantic hafði loks betur. Fylkir 6 – 16 LAVA Eftir jafnt upphaf leiksins þurfti LAVA lítið að hafa fyrir því að stinga Fylkismenn af. Þeim tókst að halda Fylki illa vopnuðum og þær aðgerðaráætlanir sem liðið lagði upp með virkuðu afar vel. Staðan í hálfleik var 11–4 fyrir LAVA sem var ekki lengi að gera út um leikinn í síðari hálfleik þar sem J0n og TripleG sýndu frábæra takta og tryggðu LAVA þennan örugga sigur. Dusty 16 – 1 FH Það var einkennandi fyrir leikina á fimmtudagskvöldið að liðin sem þóttu vænlegust til sigurs mættu lítilli mótstöðu. Það átti svo sannarlega við í tilfelli Dusty þar sem StebbiC0C0 og EddezeNNN röðuðu inn fellunum allt frá upphafi. ADHD náði að rækja í eitt stig fyrir FH en annars var leikurinn algjörlega á valdi Dusty. TH0R hélt uppi þéttum vörnum fyrir Dusty og aðrir leikmenn liðsins spiluðu líka svo miklu betur en FH-ingar að aldrei lék neinn vafi á hvort liðið hefði betur. Þór 16 – 3 Breiðablik Það þarf heldur ekki að fara mörgum orðum um leik Þórs og Breiðabliks. Dabbehhh lék á als oddi allt frá byrjun leiksins og átti Þór auðvelt með að vinna loturnar með samhæfðum leik sínum. Hér og þar tókst Blikum að krækja sér í lotur en gerðu sig þó aldrei líklega til að ógna Þór að einhverju ráði. Þór vann því öruggan sigur og fylgir því fast á hæla Atlantic og Dusty þegar lokaumferðin verður leikin í næstu viku. Staðan Eins og sjá má er enn óráðið hverjir munu bera sigur úr býtum í Ljósleiðaradeildinni þetta tímabilið. Það eina sem er öruggt er að TEN5ION og Fylkir ljúka tímabilinu á botninum og að Ármann mun hreppa fjórða sætið en það veitir þátttökurétt á Stórmeistaramótinu. LAVA, Breiðablik, FH og Viðstöðu eru jöfn í 5.-8. sæti og skipta úrslitin í þeirra leikjum aðallega máli upp á liðsandann. Aðra sögu er að segja um liðin þrjú á toppnum, Atlantic, Dusty og Þór og munu úrslit deildarinnar ráðast í síðustu tveimur leikjum tímabilsins. Vinni Atlantic TEN5ION á fimmtudaginn hreppa þeir fyrsta sætið sama hvernig leikur Dusty og Þórs fer. Það er vegna þess að Atlantic vann báða leiki sína gegn Þór og þó Atlantic og Dusty hafi unnið sinn leikinn hvort vann Atlantic með meiri mun. Tapi Atlantic hins vegar fyrir TEN5ION verður viðureign Þórs og Dusty, lokaleikur tímabilsins að hreinum og klárum úrslitaleik. Næstu leikir 18. og síðasta umferð Ljósleiðaradeildarinnar þetta tímabilið fer fram dagana 14. og 16. febrúar og er dagskráin eftirfarandi: Breiðablik – Fylkir, þriðjudaginn 14/2 kl. 19:30 LAVA – Viðstöðu, þriðjudaginn 14/2 kl. 20:30 FH – Ármann, fimmtudaginn 16/2 kl. 19:30 TEN5ION – Atlantic, fimmtudaginn 16/2 kl. 20:30 Þór – Dusty, fimmtudaginn 16/2 kl. 21:30 Sýnt verður frá leikjunum í beinni á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Dusty Ármann Þór Akureyri FH Breiðablik Fylkir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn
Leikir vikunnar Ármann 16 – 5 TEN5ION Liðin mættust í Nuke þar sem Ármann hafði snemma mikla yfirburði. Þó TEN5ION felldi oft andstæðingana í upphafi lotanna tókst þeim ekki að gera sér mat úr því og upp úr miðjum fyrri hálfleik stakk Ármann af og var í stöðunni 10–5 þegar sá síðari hófst. Þar tryggðu þeir sér hverja lotuna á fætur annarri, engu máli skipti að Vargur var svo gott sem fjarverandi, Ofvirkur, Brnr, Hundzi og Hyper sáu hreinlega um þetta og unnu allar lotur síðari hálfleiks til að leggja TEN5ION af miklu öryggi. Atlantic 19 – 17 Viðstöðu Það var mikið í húfi fyrir Atlantic þegar liðið mætti Viðstöðu í Nuke. Ef liðið tapaði átti það á hættu að missa Dusty og Þór fram úr sér í þessari næst síðustu umferð og tapa möguleikanum á toppsætinu. Viðstöðu varðist af miklum krafti í fyrri hálfleik og náði góðu forskoti á Atlantic sem hafði reitt sig um of á fyrir fram ákveðnar aðgerðir sem ekki gengu upp. Staða í hálfleik var því 9–6 fyrir Viðstöðu. Atlantic jafnaði og komst yfir í 11–9 þar sem herslumuninn vantaði hjá Viðstöðu. Viðstöðu gafst þá ekki upp og tókst með herkjum að brjóta efnahag Atlantic á bak aftur og komast í 14–11. Ekki var öll von úti enn. Fjórföld fella frá Bjarna með deiglu og hníf hnífnum reddaði Atlantic vappa og hélt lífi í leiknum. Eftir venjulegan leiktíma var allt orðið jafnt á ný og það var ekki fyrr en í framlengingu sem Atlantic hafði loks betur. Fylkir 6 – 16 LAVA Eftir jafnt upphaf leiksins þurfti LAVA lítið að hafa fyrir því að stinga Fylkismenn af. Þeim tókst að halda Fylki illa vopnuðum og þær aðgerðaráætlanir sem liðið lagði upp með virkuðu afar vel. Staðan í hálfleik var 11–4 fyrir LAVA sem var ekki lengi að gera út um leikinn í síðari hálfleik þar sem J0n og TripleG sýndu frábæra takta og tryggðu LAVA þennan örugga sigur. Dusty 16 – 1 FH Það var einkennandi fyrir leikina á fimmtudagskvöldið að liðin sem þóttu vænlegust til sigurs mættu lítilli mótstöðu. Það átti svo sannarlega við í tilfelli Dusty þar sem StebbiC0C0 og EddezeNNN röðuðu inn fellunum allt frá upphafi. ADHD náði að rækja í eitt stig fyrir FH en annars var leikurinn algjörlega á valdi Dusty. TH0R hélt uppi þéttum vörnum fyrir Dusty og aðrir leikmenn liðsins spiluðu líka svo miklu betur en FH-ingar að aldrei lék neinn vafi á hvort liðið hefði betur. Þór 16 – 3 Breiðablik Það þarf heldur ekki að fara mörgum orðum um leik Þórs og Breiðabliks. Dabbehhh lék á als oddi allt frá byrjun leiksins og átti Þór auðvelt með að vinna loturnar með samhæfðum leik sínum. Hér og þar tókst Blikum að krækja sér í lotur en gerðu sig þó aldrei líklega til að ógna Þór að einhverju ráði. Þór vann því öruggan sigur og fylgir því fast á hæla Atlantic og Dusty þegar lokaumferðin verður leikin í næstu viku. Staðan Eins og sjá má er enn óráðið hverjir munu bera sigur úr býtum í Ljósleiðaradeildinni þetta tímabilið. Það eina sem er öruggt er að TEN5ION og Fylkir ljúka tímabilinu á botninum og að Ármann mun hreppa fjórða sætið en það veitir þátttökurétt á Stórmeistaramótinu. LAVA, Breiðablik, FH og Viðstöðu eru jöfn í 5.-8. sæti og skipta úrslitin í þeirra leikjum aðallega máli upp á liðsandann. Aðra sögu er að segja um liðin þrjú á toppnum, Atlantic, Dusty og Þór og munu úrslit deildarinnar ráðast í síðustu tveimur leikjum tímabilsins. Vinni Atlantic TEN5ION á fimmtudaginn hreppa þeir fyrsta sætið sama hvernig leikur Dusty og Þórs fer. Það er vegna þess að Atlantic vann báða leiki sína gegn Þór og þó Atlantic og Dusty hafi unnið sinn leikinn hvort vann Atlantic með meiri mun. Tapi Atlantic hins vegar fyrir TEN5ION verður viðureign Þórs og Dusty, lokaleikur tímabilsins að hreinum og klárum úrslitaleik. Næstu leikir 18. og síðasta umferð Ljósleiðaradeildarinnar þetta tímabilið fer fram dagana 14. og 16. febrúar og er dagskráin eftirfarandi: Breiðablik – Fylkir, þriðjudaginn 14/2 kl. 19:30 LAVA – Viðstöðu, þriðjudaginn 14/2 kl. 20:30 FH – Ármann, fimmtudaginn 16/2 kl. 19:30 TEN5ION – Atlantic, fimmtudaginn 16/2 kl. 20:30 Þór – Dusty, fimmtudaginn 16/2 kl. 21:30 Sýnt verður frá leikjunum í beinni á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Dusty Ármann Þór Akureyri FH Breiðablik Fylkir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti