Nú er nóg komið! Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 14. febrúar 2023 09:01 Nú er rétt ár liðið frá því að síðustu sóttvarnaraðgerðum var aflétt á landamærum Íslands, eftir tveggja ára barning og ólýsanlega erfiðleika allra í ferðaþjónustu. Endurreisn og viðspyrna greinarinnar hefur síðan verið öllum vonum framar, sem betur fer fyrir alla Íslendinga. Gatið sem tekjur af ferðamönnum skildi eftir sig í ríkissjóði var það stórt að endurkoma ferðamanna varð mikilvægasta breytan í öllum hagspám á Íslandi. En Adam var ekki lengi í Paradís. Hinn nýi (eða öllu heldur gamli) skóli verkalýðsleiðtoga þessa lands virðist leggja sérstaka fæð á ferðaþjónustu. Nú, á meðan greinin er enn á hnjánum eftir heimsfaraldur, finnst Verkalýðsfélaginu Eflingu það frábær hugmynd að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur og höggva í ferðaþjónustu, smátt og smátt, þar til að hún lamast algjörlega. Áróðursvélar Eflingar hamast linnulaust - bæði nafnlaust og undir nafni - við að mála ferðaþjónustu upp sem þrælakistu þar sem ekki er hugsað um neitt annað en að maka krókinn á kostnað þeirra lægst launuðu. Fólkið sem rekur ferðaþjónustufyrirtækin er kallað öllum illum nöfnum og stillt upp sem ótýndum glæpamönnum, sérstaklega ef fyrirtækin hafa náð að skila einhverjum arði - sem auðvitað er harðbannað og svívirðilegt í augum Eflingar. Það væri auðvitað miklu betra fyrir starfsmenn að fyrirtækin væru öll á hausnum. Í þessu samhengi er rétt að minna á það enn einu sinni, að langflest ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi eru lítil eða meðalstór og rekin af venjulegu fjölskyldufólki. Nái fyrirætlanir og verkfallsboðanir Eflingar fram að ganga, þá líður ekki á löngu, þar til ferðaþjónusta á öllu landinu lamast. Ferðaþjónusta byggir á samvinnu margra ólíkra fyrirtækja, sem starfa í nokkurs konar keðju - ef einn hlekkurinn slitnar, þá er voðinn vís. Erlendir ferðamenn munu afbóka ferðir sínar til landsins, gjaldeyristekjurnar hætta að streyma til landsins, fólk missir vinnuna, verðbólgan mun halda áfram að aukast og orðspor áfangastaðarins mun bíða hnekki. Er það það sem við viljum að gerist? Ætlum við að leyfa því að gerast? Verkföll eru skilgreind sem ein af höfuðógunum ferðaþjónustu - við hliðina á náttúrhamförum, stríðsrekstri, farsóttum og hryðjuverkaógn. Við höfum á allra síðustu árum þurft að kljást við ýmsar ógnanir og þurfum á þessum tímapunkti alls ekki á heimagerðum hamförum í boði Eflingar að halda. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Nú er rétt ár liðið frá því að síðustu sóttvarnaraðgerðum var aflétt á landamærum Íslands, eftir tveggja ára barning og ólýsanlega erfiðleika allra í ferðaþjónustu. Endurreisn og viðspyrna greinarinnar hefur síðan verið öllum vonum framar, sem betur fer fyrir alla Íslendinga. Gatið sem tekjur af ferðamönnum skildi eftir sig í ríkissjóði var það stórt að endurkoma ferðamanna varð mikilvægasta breytan í öllum hagspám á Íslandi. En Adam var ekki lengi í Paradís. Hinn nýi (eða öllu heldur gamli) skóli verkalýðsleiðtoga þessa lands virðist leggja sérstaka fæð á ferðaþjónustu. Nú, á meðan greinin er enn á hnjánum eftir heimsfaraldur, finnst Verkalýðsfélaginu Eflingu það frábær hugmynd að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur og höggva í ferðaþjónustu, smátt og smátt, þar til að hún lamast algjörlega. Áróðursvélar Eflingar hamast linnulaust - bæði nafnlaust og undir nafni - við að mála ferðaþjónustu upp sem þrælakistu þar sem ekki er hugsað um neitt annað en að maka krókinn á kostnað þeirra lægst launuðu. Fólkið sem rekur ferðaþjónustufyrirtækin er kallað öllum illum nöfnum og stillt upp sem ótýndum glæpamönnum, sérstaklega ef fyrirtækin hafa náð að skila einhverjum arði - sem auðvitað er harðbannað og svívirðilegt í augum Eflingar. Það væri auðvitað miklu betra fyrir starfsmenn að fyrirtækin væru öll á hausnum. Í þessu samhengi er rétt að minna á það enn einu sinni, að langflest ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi eru lítil eða meðalstór og rekin af venjulegu fjölskyldufólki. Nái fyrirætlanir og verkfallsboðanir Eflingar fram að ganga, þá líður ekki á löngu, þar til ferðaþjónusta á öllu landinu lamast. Ferðaþjónusta byggir á samvinnu margra ólíkra fyrirtækja, sem starfa í nokkurs konar keðju - ef einn hlekkurinn slitnar, þá er voðinn vís. Erlendir ferðamenn munu afbóka ferðir sínar til landsins, gjaldeyristekjurnar hætta að streyma til landsins, fólk missir vinnuna, verðbólgan mun halda áfram að aukast og orðspor áfangastaðarins mun bíða hnekki. Er það það sem við viljum að gerist? Ætlum við að leyfa því að gerast? Verkföll eru skilgreind sem ein af höfuðógunum ferðaþjónustu - við hliðina á náttúrhamförum, stríðsrekstri, farsóttum og hryðjuverkaógn. Við höfum á allra síðustu árum þurft að kljást við ýmsar ógnanir og þurfum á þessum tímapunkti alls ekki á heimagerðum hamförum í boði Eflingar að halda. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun