„Sæmilegar fréttir“ að viðræður eigi sér stað Kjartan Kjartansson og Sigurður Orri Kristjánsson skrifa 15. febrúar 2023 18:21 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, á baráttufundi eflingarfólks í Hörpu í dag. Vísir/Vilhelm Fundi í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins verður haldið áfram klukkan 20:00 í kvöld. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að það að deiluaðilar séu saman í húsakynnum sáttasemjara hljóti að teljast sæmilegar fréttir. Fulltrúar Eflingar og Samtaka atvinnulífsins mættu til fundar hjá Ástráði Haraldssyni, settum ríkissáttasemjara í deilunni, klukkan níu í morgun. Verkfall vöruflutningabílstjóra og hótelstarfsmanna úr röðum Eflingar hófst í hádeginu. Hlé var gert á fundinum klukkan fimm en til stendur að taka upp þráðinn aftur klukkan átta í kvöld. Eftir að hlé var gert á fundinum hafði Sólveig Anna fá orð um gang viðræðnanna. Það yrði að sjá til hvernig gengi í kvöld. Spurð að því hvort að túlka bæri þá staðreynd að fundað yrði áfram í kvöld sem svo að viðræðurnar gengju betur sagði formaðurinn að það hlytu að vera „sæmilegar fréttir að við séum hér í þessu húsi“. Klippa: Fyrsti eðlilegi dagurinn í deilunni Fyrsta skipti sem „eitthvað eðlilegt“ bíði í deilunni Félagsmálaráðherra skipaði Ástráð settan ríkissáttasemjara í deilunni í gær eftir að Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, sagði sig frá henni. Það gerði hann í kjölfar þess að Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði ekki heimild til þess að fá aðgang að kjörskrá Eflingar sem hann sóttist eftir til þess að hægt væri að láta greiða atkvæði um miðlunartillögu sem hann lagði fram í deilunni. Efling neitaði að afhenda kjörskrána og krafðist þess að Aðalsteinn viki. Sólveig Anna sagðist að sér litist mjög vel á að nýr maður væri nú yfir viðræðunum. „Ég myndi segja að þetta sé fyrsti dagurinn sem eitthvað sem eðlilegt mætti kallast bíður okkar í deilunni,“ sagði hún við fréttamann Stöðvar 2 í húsnæði ríkissáttasemjara. Forsvarsmenn olíufyrirtækja og matvöruverslana hafa varað við því að eldsneytis- og vöruskorts verði fljótt vart ef verkfallið dregst á langinn. Sólveig Anna sagði áhrif verkfallsins mikil enda séu allir fjölmiðlar fullir af fréttum af því. „Af því leiðir að öllum er augljóst að starfsfólks Eflingar er ómissandi fólk. Það hlýtur að setja pressu á menn til þess að gera almennilega kjarasamninga við þetta fólk,“ sagði hún. Undanþágunefnd Eflingar vinnur enn úr beiðnum um undanþágur frá verkfallinu. Sólveig Anna sagði þá yfirferð ganga vel. Beiðnirnar væru margar og starfið tímafrekt. Efling veiti undanþágur vegna mikilvægrar þjónustu sem verði að vera til staðar eins og löggæslu, sjúkraflutninga, slökkviliðs og fleira. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Algjörlega óljóst hvort Efling og SA geti hafið kjaraviðræður á ný Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í kjaraviðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, segir að ekki hafi enn tekist að finna leið til að geta komið á efnislegum samningsviðræðum milli aðila. Fundarhlé var gert klukkan fimm í dag og stendur til klukkan átta. 15. febrúar 2023 17:16 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Sex möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Fulltrúar Eflingar og Samtaka atvinnulífsins mættu til fundar hjá Ástráði Haraldssyni, settum ríkissáttasemjara í deilunni, klukkan níu í morgun. Verkfall vöruflutningabílstjóra og hótelstarfsmanna úr röðum Eflingar hófst í hádeginu. Hlé var gert á fundinum klukkan fimm en til stendur að taka upp þráðinn aftur klukkan átta í kvöld. Eftir að hlé var gert á fundinum hafði Sólveig Anna fá orð um gang viðræðnanna. Það yrði að sjá til hvernig gengi í kvöld. Spurð að því hvort að túlka bæri þá staðreynd að fundað yrði áfram í kvöld sem svo að viðræðurnar gengju betur sagði formaðurinn að það hlytu að vera „sæmilegar fréttir að við séum hér í þessu húsi“. Klippa: Fyrsti eðlilegi dagurinn í deilunni Fyrsta skipti sem „eitthvað eðlilegt“ bíði í deilunni Félagsmálaráðherra skipaði Ástráð settan ríkissáttasemjara í deilunni í gær eftir að Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, sagði sig frá henni. Það gerði hann í kjölfar þess að Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði ekki heimild til þess að fá aðgang að kjörskrá Eflingar sem hann sóttist eftir til þess að hægt væri að láta greiða atkvæði um miðlunartillögu sem hann lagði fram í deilunni. Efling neitaði að afhenda kjörskrána og krafðist þess að Aðalsteinn viki. Sólveig Anna sagðist að sér litist mjög vel á að nýr maður væri nú yfir viðræðunum. „Ég myndi segja að þetta sé fyrsti dagurinn sem eitthvað sem eðlilegt mætti kallast bíður okkar í deilunni,“ sagði hún við fréttamann Stöðvar 2 í húsnæði ríkissáttasemjara. Forsvarsmenn olíufyrirtækja og matvöruverslana hafa varað við því að eldsneytis- og vöruskorts verði fljótt vart ef verkfallið dregst á langinn. Sólveig Anna sagði áhrif verkfallsins mikil enda séu allir fjölmiðlar fullir af fréttum af því. „Af því leiðir að öllum er augljóst að starfsfólks Eflingar er ómissandi fólk. Það hlýtur að setja pressu á menn til þess að gera almennilega kjarasamninga við þetta fólk,“ sagði hún. Undanþágunefnd Eflingar vinnur enn úr beiðnum um undanþágur frá verkfallinu. Sólveig Anna sagði þá yfirferð ganga vel. Beiðnirnar væru margar og starfið tímafrekt. Efling veiti undanþágur vegna mikilvægrar þjónustu sem verði að vera til staðar eins og löggæslu, sjúkraflutninga, slökkviliðs og fleira.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Algjörlega óljóst hvort Efling og SA geti hafið kjaraviðræður á ný Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í kjaraviðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, segir að ekki hafi enn tekist að finna leið til að geta komið á efnislegum samningsviðræðum milli aðila. Fundarhlé var gert klukkan fimm í dag og stendur til klukkan átta. 15. febrúar 2023 17:16 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Sex möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Algjörlega óljóst hvort Efling og SA geti hafið kjaraviðræður á ný Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í kjaraviðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, segir að ekki hafi enn tekist að finna leið til að geta komið á efnislegum samningsviðræðum milli aðila. Fundarhlé var gert klukkan fimm í dag og stendur til klukkan átta. 15. febrúar 2023 17:16