Ólafur Gottskálksson dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir líkamsárás Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. febrúar 2023 11:14 Ólafur Gottskálksson hefur verið opinn með baráttu sína við fíkniefni. Vísir Ólafur Gottskálksson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, hefur verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir að hafa ráðist á fyrrverandi tengdaföður sinn á heimili hans fyrir ári síðan. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness að Ólafur hafi grunað tengdaföðurinn um áfengisneyslu en börn Ólafs og fyrrverandi konu hans voru á heimili tengdaföðurins. Ólafur var jafnframt dæmdur fyrir að hafa í nóvember 2021 ekið í Reykjavík sviptur ökuréttindum og undir áhrifum fíkniefna, en bæði amfetamín og tetrahýdrókannabínól mældust í blóði hans. Þetta kvöld hafi hann, samkvæmt dómi héraðsdóms, sömuleiðis ekki numið staðar vegna umferðaróhapps sem hann átti hlut að við gatnamót Bragagötu og Laufásvegar. Hann var þá ákærður fyrir líkamsárás með því að hafa í febrúar í fyrra, fyrir utan heimili fyrrverandi tengdaföður síns tekið hann hálstaki. Fram kemur í dómnum að Ólafur hafi farið að heimili tengdaföðurins eftir að hafa fengið þær upplýsingar að mikil drykkja væri á heimilinu. Ólafur hafi á þessum tíma staðið í skilnaði við fyrrverandi konu sína og dóttur tengdaföðurins og börn þeirra tvö því á heimili afans. Segir tengdapabbann hafa verið öldauðan á eldhúsborðinu Að sögn Ólafs lá tengdafaðirinn „öldauður“ á eldhúsborðinu þegar hann bar að garði og eftir að hafa vakið hann hafi þeir rifist. Tengdafaðirinn hafi í kjölfarið slegið í átt til Ólafs sem hafi þá tekið hann hálstaki. Fram kemur í dómnum að tengdafaðirinn hafi gefið öndunarsýni á vettvangi sem sýndi 1,56 prómíl. Samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem var kveðinn upp 10. febrúar, fékk tengdafaðirinn fyrrverandi við háltakið eymsli yfir vöðvafestum á hálsi, hálshrygg, tognun á hálshrygg, fjögur til fimm skrapsár á hálshrygg, tognun á brjósthrygg, sjö skrapsár á brjóstbak, tognun á lendarhrygg, tognun á öxl, mar á öxl og skrapsár á öxl. Við þetta sama atvik hafi Ólafur jafnframt verið með 0,12 grömm af tóbaksblönduðu kannabisi á sér sem lögregla fann við leit á honum. Tengdafaðirinn krafðist þess að fá eina milljón króna í miskabætur en dómurinn féllst á að dæma honum 400 þúsund krónur. Ólafur játaði að hafa verið undir áhrifum fíkniefna þegar umferðaróhappið átti sér stað og að hafa verið með kannbisefnin á sér, sem var metið honum til málsbóta. Það er ekki svo langt síðan Ólafur var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir endurtekinn akstur undir áhrifum amfetamíns, eins og fjallað var um á Vísi sumarið 2021. Brotaferill Ólafs nær aftur til ársins 1985 þegar hann hlaut tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir skjalafals og þjófnað. Hann var dæmdur í árs fangelsi fyrir rán árið 2010 og 2011 í fjögurra mánaða fangelsi fyrir þjófnað, húsbrot og líkamsárás. Síðan þá hefur hann ítrekað verið tekinn og dæmdur fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Skrautlegur ferill Ólafur hefur verið ófeiminn að segja sögu sína og lýsa baráttu sinni við fíkniefni undanfarin misseri. Ólafur átti litríkan íþróttaferil og spilaði með Keflavík, ÍA og KR hér heima áður en hann fór út í atvinnumennsku árið 1996. Hann spilaði með Hibernian og Brentford á Bretlandseyjum áður en han sneri heim og spilaði í íslensku deildinni í tvö ár. Hann lauk ferlinum með Torquay á Bretlandseyjum og yfirgaf félagið skyndilega þegar hann var kallaður í lyfjapróf árið 2005. Hann sagði í viðtali við Bítið árið 2017 að hann hefði kynnst góðri konu og haldið sér meira og minna edrú til ársins 2017. Í útvarpsþættinum Markmannshanskarnir hans Alberts Camus árið 2017 sagðist Ólafur hafa fallið á þorrablóti Íslendinga í London. Eftir að hafa verið tekinn á flótta undan lögreglu með börn í bíl árið 2017 óskaði hann eftir innlagnabeiðni hjá SÁÁ. Í viðtali í Bítinu bað hann alla nágranna sína afsökunar á hegðun sinni. Reykjanesbær Reykjavík Fótbolti Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Sjá meira
Ólafur var jafnframt dæmdur fyrir að hafa í nóvember 2021 ekið í Reykjavík sviptur ökuréttindum og undir áhrifum fíkniefna, en bæði amfetamín og tetrahýdrókannabínól mældust í blóði hans. Þetta kvöld hafi hann, samkvæmt dómi héraðsdóms, sömuleiðis ekki numið staðar vegna umferðaróhapps sem hann átti hlut að við gatnamót Bragagötu og Laufásvegar. Hann var þá ákærður fyrir líkamsárás með því að hafa í febrúar í fyrra, fyrir utan heimili fyrrverandi tengdaföður síns tekið hann hálstaki. Fram kemur í dómnum að Ólafur hafi farið að heimili tengdaföðurins eftir að hafa fengið þær upplýsingar að mikil drykkja væri á heimilinu. Ólafur hafi á þessum tíma staðið í skilnaði við fyrrverandi konu sína og dóttur tengdaföðurins og börn þeirra tvö því á heimili afans. Segir tengdapabbann hafa verið öldauðan á eldhúsborðinu Að sögn Ólafs lá tengdafaðirinn „öldauður“ á eldhúsborðinu þegar hann bar að garði og eftir að hafa vakið hann hafi þeir rifist. Tengdafaðirinn hafi í kjölfarið slegið í átt til Ólafs sem hafi þá tekið hann hálstaki. Fram kemur í dómnum að tengdafaðirinn hafi gefið öndunarsýni á vettvangi sem sýndi 1,56 prómíl. Samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem var kveðinn upp 10. febrúar, fékk tengdafaðirinn fyrrverandi við háltakið eymsli yfir vöðvafestum á hálsi, hálshrygg, tognun á hálshrygg, fjögur til fimm skrapsár á hálshrygg, tognun á brjósthrygg, sjö skrapsár á brjóstbak, tognun á lendarhrygg, tognun á öxl, mar á öxl og skrapsár á öxl. Við þetta sama atvik hafi Ólafur jafnframt verið með 0,12 grömm af tóbaksblönduðu kannabisi á sér sem lögregla fann við leit á honum. Tengdafaðirinn krafðist þess að fá eina milljón króna í miskabætur en dómurinn féllst á að dæma honum 400 þúsund krónur. Ólafur játaði að hafa verið undir áhrifum fíkniefna þegar umferðaróhappið átti sér stað og að hafa verið með kannbisefnin á sér, sem var metið honum til málsbóta. Það er ekki svo langt síðan Ólafur var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir endurtekinn akstur undir áhrifum amfetamíns, eins og fjallað var um á Vísi sumarið 2021. Brotaferill Ólafs nær aftur til ársins 1985 þegar hann hlaut tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir skjalafals og þjófnað. Hann var dæmdur í árs fangelsi fyrir rán árið 2010 og 2011 í fjögurra mánaða fangelsi fyrir þjófnað, húsbrot og líkamsárás. Síðan þá hefur hann ítrekað verið tekinn og dæmdur fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Skrautlegur ferill Ólafur hefur verið ófeiminn að segja sögu sína og lýsa baráttu sinni við fíkniefni undanfarin misseri. Ólafur átti litríkan íþróttaferil og spilaði með Keflavík, ÍA og KR hér heima áður en hann fór út í atvinnumennsku árið 1996. Hann spilaði með Hibernian og Brentford á Bretlandseyjum áður en han sneri heim og spilaði í íslensku deildinni í tvö ár. Hann lauk ferlinum með Torquay á Bretlandseyjum og yfirgaf félagið skyndilega þegar hann var kallaður í lyfjapróf árið 2005. Hann sagði í viðtali við Bítið árið 2017 að hann hefði kynnst góðri konu og haldið sér meira og minna edrú til ársins 2017. Í útvarpsþættinum Markmannshanskarnir hans Alberts Camus árið 2017 sagðist Ólafur hafa fallið á þorrablóti Íslendinga í London. Eftir að hafa verið tekinn á flótta undan lögreglu með börn í bíl árið 2017 óskaði hann eftir innlagnabeiðni hjá SÁÁ. Í viðtali í Bítinu bað hann alla nágranna sína afsökunar á hegðun sinni.
Reykjanesbær Reykjavík Fótbolti Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Sjá meira