Boða verkbann á félagsfólk Eflingar Bjarki Sigurðsson skrifar 20. febrúar 2023 06:10 Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Arnar Atkvæðagreiðsla um boðun verkbanns á félagsfólk Eflingar hefst í dag meðal aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins. Verði verkbannið samþykkt mega SA banna öllu félagsfólki Eflingar sem starfar eftir samningum við samtökin að mæta til vinnu og fær það þá engin laun. Morgunblaðið greinir frá þessu. Atkvæðagreiðslan hefst í dag klukkan ellefu eftir upplýsingafund samtakanna og aðildarfélaganna. Henni líkur á morgun en verði verkbannið samþykkt hefst það eftir rúma viku, þriðjudaginn 28. febrúar. Verkbannið mun ná til um það bil tuttugu þúsund starfsmanna sem starfa eftir kjarasamningum Eflingar og SA. Í samtali við Morgunblaðið segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, að verkbannið sé algjört neyðarúrræði. Í yfirlýsingu SA vegna atkvæðagreiðslunnar um verkbannið segir að reynt hafi verið á þanþol þess samningsramma sem legið hefur fyrir en ófrávíkjanleg krafa Eflingar um að fá meiri hækkanir en fólk í sambærilegum störfum utan höfuðborgarsvæðisins sé óaðgengileg. „Í stað þess að Efling lami starfsemi tiltekinna fyrirtækja og atvinnugreina með verkföllum fárra félagsmanna munu SA með verkbanni leitast við að stjórna framkvæmd vinnustöðvana og auka þrýsting á Eflingu að ljúka yfirstandandi kjaraviðræðum,“ segir í yfirlýsingu SA. Í gær slitnaði upp úr viðræðum SA og Eflingar en samninganefnd Eflingar sakaði SA um að sigla viðræðunum í strand. Reynt var til þrautar að ná saman um launatöflur en of mikið bar á milli deiluaðila og viðræðunum því slitið. Halldór Benjamín sagði í samtali við fréttastofu í gær að það væru mikil vonbrigði að hafa ekki náð samningum en samtökin hafi reynt allar leiðir til að ná samningum um helgina. Verkbanninu verður frestað muni Efling fresta boðuðum verkföllum en þau verkföll sem nú eru í gangi eru meðal þrjú hundruð starfsmanna Íslandshótela og Fosshótela, fimm hundruð starfsmanna Reykjavík Edition og Berjaya Hotels og sjötíu vörubílstjóra Olíudreifingar, Samskipa og Skeljungs. Þá hefur verið boðað verkfall hjá ræstingarfyrirtækjum, starfsmönnum í öryggisvörslu og öllum sem starfa á hótelum og gistihúsum. Atkvæðagreiðslu um það verkfall lýkur á hádegi í dag og verði það samþykkt hefst það á þriðjudaginn í næstu viku, sama dag og boðað verkbann. Nær það verkfall til 1.650 starfsmanna. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsingu SA í heild sinni. „Í ljósi árangurslausra viðræðna í vinnudeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) hefur stjórn samtakanna samþykkt einróma að efna til atkvæðagreiðslu um verkbann. Umsvifamikil verkföll Eflingar munu lama íslenskt samfélag að stórum hluta og valda gríðarlegum kostnaði. Verkbann er neyðarúrræði atvinnurekanda í vinnudeilum til að bregðast við verkföllum og er ætlað að lágmarka það tjón sem fyrirtæki verða fyrir vegna aðgerða Eflingar. Verkbann er sambærilegt verkfalli og þýðir að félagsfólk Eflingar mætir ekki til starfa og launagreiðslur falla niður. Í stað þess að Efling lami starfsemi tiltekinna fyrirtækja og atvinnugreina með verkföllum fárra félagsmanna munu SA með verkbanni leitast við að stjórna framkvæmd vinnustöðvana og auka þrýsting á Eflingu að ljúka yfirstandandi kjaraviðræðum. Reynt hefur á þanþol þess samningsramma sem legið hefur fyrir. Ófrávíkjanleg krafa Eflingar um að fá meiri hækkanir en fólk í sambærilegum störfum utan höfuðborgarsvæðisins er því miður óaðgengileg. Samtök atvinnulífsins geta ekki teygt sig lengra í átt til Eflingar án þess að kollvarpa þeim kjarasamningum sem hafa verið gerðir við öll önnur stéttarfélög á almennum vinnumarkaði en að baki þeim standa tæplega 90% starfsfólks á almennum vinnumarkaði. Það hníga engin rök að því að eitt stéttarfélag fái langtum meiri hækkun á þessum tíma en önnur. Stuttum kjarasamningum er ætlað að bregðast við mikilli verðbólgu og verja kaupmátt almennings án þess að valda atvinnuleysi og langvarandi verðbólgutímum á Íslandi, líkum þeim sem eldri kynslóðir muna vel eftir. Þar sem viðræður við forystu Eflingar síðustu daga hafa ekki borið árangur og Efling hefur skipulagt og gripið til verkfallsaðgerða sem raska öllu samfélaginu, þá hefur stjórn SA samþykkt að leggja til atkvæðagreiðslu um verkbann á félagsmenn Eflingar. Atkvæðagreiðsla hefst um þetta neyðarúrræði meðal allra aðildarfyrirtækja SA á morgun, mánudaginn 20. febrúar kl. 11:00 að undangengnum upplýsingafundi fyrir félagsmenn. Verði verkbannið samþykkt í atkvæðagreiðslu tekur það gildi eftir 7 daga frá því að tilkynning um það hefur verið send til Eflingar og sáttasemjara og er ótímabundið þar til samið hefur verið. Að sjálfsögðu verða veittar undanþágur frá verkbanninu vegna mikilvægrar starfsemi í þágu samfélagsins. Fresti Efling boðuðum verkföllum munu Samtök atvinnulífsins að sama skapi fresta verkbannsaðgerðum.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Morgunblaðið greinir frá þessu. Atkvæðagreiðslan hefst í dag klukkan ellefu eftir upplýsingafund samtakanna og aðildarfélaganna. Henni líkur á morgun en verði verkbannið samþykkt hefst það eftir rúma viku, þriðjudaginn 28. febrúar. Verkbannið mun ná til um það bil tuttugu þúsund starfsmanna sem starfa eftir kjarasamningum Eflingar og SA. Í samtali við Morgunblaðið segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, að verkbannið sé algjört neyðarúrræði. Í yfirlýsingu SA vegna atkvæðagreiðslunnar um verkbannið segir að reynt hafi verið á þanþol þess samningsramma sem legið hefur fyrir en ófrávíkjanleg krafa Eflingar um að fá meiri hækkanir en fólk í sambærilegum störfum utan höfuðborgarsvæðisins sé óaðgengileg. „Í stað þess að Efling lami starfsemi tiltekinna fyrirtækja og atvinnugreina með verkföllum fárra félagsmanna munu SA með verkbanni leitast við að stjórna framkvæmd vinnustöðvana og auka þrýsting á Eflingu að ljúka yfirstandandi kjaraviðræðum,“ segir í yfirlýsingu SA. Í gær slitnaði upp úr viðræðum SA og Eflingar en samninganefnd Eflingar sakaði SA um að sigla viðræðunum í strand. Reynt var til þrautar að ná saman um launatöflur en of mikið bar á milli deiluaðila og viðræðunum því slitið. Halldór Benjamín sagði í samtali við fréttastofu í gær að það væru mikil vonbrigði að hafa ekki náð samningum en samtökin hafi reynt allar leiðir til að ná samningum um helgina. Verkbanninu verður frestað muni Efling fresta boðuðum verkföllum en þau verkföll sem nú eru í gangi eru meðal þrjú hundruð starfsmanna Íslandshótela og Fosshótela, fimm hundruð starfsmanna Reykjavík Edition og Berjaya Hotels og sjötíu vörubílstjóra Olíudreifingar, Samskipa og Skeljungs. Þá hefur verið boðað verkfall hjá ræstingarfyrirtækjum, starfsmönnum í öryggisvörslu og öllum sem starfa á hótelum og gistihúsum. Atkvæðagreiðslu um það verkfall lýkur á hádegi í dag og verði það samþykkt hefst það á þriðjudaginn í næstu viku, sama dag og boðað verkbann. Nær það verkfall til 1.650 starfsmanna. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsingu SA í heild sinni. „Í ljósi árangurslausra viðræðna í vinnudeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) hefur stjórn samtakanna samþykkt einróma að efna til atkvæðagreiðslu um verkbann. Umsvifamikil verkföll Eflingar munu lama íslenskt samfélag að stórum hluta og valda gríðarlegum kostnaði. Verkbann er neyðarúrræði atvinnurekanda í vinnudeilum til að bregðast við verkföllum og er ætlað að lágmarka það tjón sem fyrirtæki verða fyrir vegna aðgerða Eflingar. Verkbann er sambærilegt verkfalli og þýðir að félagsfólk Eflingar mætir ekki til starfa og launagreiðslur falla niður. Í stað þess að Efling lami starfsemi tiltekinna fyrirtækja og atvinnugreina með verkföllum fárra félagsmanna munu SA með verkbanni leitast við að stjórna framkvæmd vinnustöðvana og auka þrýsting á Eflingu að ljúka yfirstandandi kjaraviðræðum. Reynt hefur á þanþol þess samningsramma sem legið hefur fyrir. Ófrávíkjanleg krafa Eflingar um að fá meiri hækkanir en fólk í sambærilegum störfum utan höfuðborgarsvæðisins er því miður óaðgengileg. Samtök atvinnulífsins geta ekki teygt sig lengra í átt til Eflingar án þess að kollvarpa þeim kjarasamningum sem hafa verið gerðir við öll önnur stéttarfélög á almennum vinnumarkaði en að baki þeim standa tæplega 90% starfsfólks á almennum vinnumarkaði. Það hníga engin rök að því að eitt stéttarfélag fái langtum meiri hækkun á þessum tíma en önnur. Stuttum kjarasamningum er ætlað að bregðast við mikilli verðbólgu og verja kaupmátt almennings án þess að valda atvinnuleysi og langvarandi verðbólgutímum á Íslandi, líkum þeim sem eldri kynslóðir muna vel eftir. Þar sem viðræður við forystu Eflingar síðustu daga hafa ekki borið árangur og Efling hefur skipulagt og gripið til verkfallsaðgerða sem raska öllu samfélaginu, þá hefur stjórn SA samþykkt að leggja til atkvæðagreiðslu um verkbann á félagsmenn Eflingar. Atkvæðagreiðsla hefst um þetta neyðarúrræði meðal allra aðildarfyrirtækja SA á morgun, mánudaginn 20. febrúar kl. 11:00 að undangengnum upplýsingafundi fyrir félagsmenn. Verði verkbannið samþykkt í atkvæðagreiðslu tekur það gildi eftir 7 daga frá því að tilkynning um það hefur verið send til Eflingar og sáttasemjara og er ótímabundið þar til samið hefur verið. Að sjálfsögðu verða veittar undanþágur frá verkbanninu vegna mikilvægrar starfsemi í þágu samfélagsins. Fresti Efling boðuðum verkföllum munu Samtök atvinnulífsins að sama skapi fresta verkbannsaðgerðum.“
„Í ljósi árangurslausra viðræðna í vinnudeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) hefur stjórn samtakanna samþykkt einróma að efna til atkvæðagreiðslu um verkbann. Umsvifamikil verkföll Eflingar munu lama íslenskt samfélag að stórum hluta og valda gríðarlegum kostnaði. Verkbann er neyðarúrræði atvinnurekanda í vinnudeilum til að bregðast við verkföllum og er ætlað að lágmarka það tjón sem fyrirtæki verða fyrir vegna aðgerða Eflingar. Verkbann er sambærilegt verkfalli og þýðir að félagsfólk Eflingar mætir ekki til starfa og launagreiðslur falla niður. Í stað þess að Efling lami starfsemi tiltekinna fyrirtækja og atvinnugreina með verkföllum fárra félagsmanna munu SA með verkbanni leitast við að stjórna framkvæmd vinnustöðvana og auka þrýsting á Eflingu að ljúka yfirstandandi kjaraviðræðum. Reynt hefur á þanþol þess samningsramma sem legið hefur fyrir. Ófrávíkjanleg krafa Eflingar um að fá meiri hækkanir en fólk í sambærilegum störfum utan höfuðborgarsvæðisins er því miður óaðgengileg. Samtök atvinnulífsins geta ekki teygt sig lengra í átt til Eflingar án þess að kollvarpa þeim kjarasamningum sem hafa verið gerðir við öll önnur stéttarfélög á almennum vinnumarkaði en að baki þeim standa tæplega 90% starfsfólks á almennum vinnumarkaði. Það hníga engin rök að því að eitt stéttarfélag fái langtum meiri hækkun á þessum tíma en önnur. Stuttum kjarasamningum er ætlað að bregðast við mikilli verðbólgu og verja kaupmátt almennings án þess að valda atvinnuleysi og langvarandi verðbólgutímum á Íslandi, líkum þeim sem eldri kynslóðir muna vel eftir. Þar sem viðræður við forystu Eflingar síðustu daga hafa ekki borið árangur og Efling hefur skipulagt og gripið til verkfallsaðgerða sem raska öllu samfélaginu, þá hefur stjórn SA samþykkt að leggja til atkvæðagreiðslu um verkbann á félagsmenn Eflingar. Atkvæðagreiðsla hefst um þetta neyðarúrræði meðal allra aðildarfyrirtækja SA á morgun, mánudaginn 20. febrúar kl. 11:00 að undangengnum upplýsingafundi fyrir félagsmenn. Verði verkbannið samþykkt í atkvæðagreiðslu tekur það gildi eftir 7 daga frá því að tilkynning um það hefur verið send til Eflingar og sáttasemjara og er ótímabundið þar til samið hefur verið. Að sjálfsögðu verða veittar undanþágur frá verkbanninu vegna mikilvægrar starfsemi í þágu samfélagsins. Fresti Efling boðuðum verkföllum munu Samtök atvinnulífsins að sama skapi fresta verkbannsaðgerðum.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira