Inngrip stjórnvalda hljóti að koma til álita Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. febrúar 2023 13:01 Kjaradeila SA og Eflingar er í algjörum hnút. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA lítur nú í áttina til stjórnvalda. Vísir Framkvæmdastjóri SA segir að á einhverjum tímapunkti hljóti inngrip stjórnvalda í kjaradeilu samtakanna við Eflingu að koma til álita. Félagsmenn þar greiða nú atkvæði um verkbann á meðlimi Eflingar . Bílstjórar og hótelstarfsmenn í Eflingu hófu verkfallsaðgerðir að nýju á miðnætti. Kjaraviðræður Samtaka atvinnulífsins og Eflingar sigldu enn og aftur í strand hjá Ríkissáttasemjara í gær. Í framhaldinu boðaði SA allsherjaratkvæðagreiðslu um verkbann á félagsmenn í Eflingu. Hún hófst í hádeginu og stendur þar til á miðvikudag. Verði verkbann samþykkt mun það taka gildi um næstu mánaðarmót.Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri samtakanna segir um neyðarúrræði að ræða. „Ég lít svo á að með þessu séu Samtök atvinnulífsins að bera hönd yfir höfuð félagsmanna og reyna að hafa einhver áhrif á framvindu þeirra verkfalla sem framundan eru. Þannig að við lítum á þetta sem neyðaraðgerð og algjört síðasta úrræði okkar í samningaviðræðum okkar við Eflingu,“ segir Halldór. Halldór segir að verkbanni hafi áður verið beitt en aðgerðin hafi aldrei verið jafn umfangsmikil og nú sé boðað. Verði bannið að veruleika mun það ná til um tuttugu þúsund manns. „Einfaldasta útskýringin á þessu er að þetta virkar eins og verkfall nema atvinnurekendur boðað það.“ Aðspurður um hvort ekki sé hætta á að slíkt verkbann muni gera samningaviðræður við Eflingu enn torveldari svara Benjamín. „Við horfum fram á það að Efling stendur í og hefur boðað í næstu viku ennþá víðtækari verkföll og ljóst að þungi þeirra mun fara hratt vaxandi. Þetta er viðbragð við verkföllum Eflingar ekki sóknaraðgerð að neinu leiti,“ segir hann. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hefur líkt atkvæðagreiðslu SA um verkbann við stríðsyfirlýsingu. Halldór hefur kallað eftir ábyrgð stjórnvalda. „Engin ábyrgur stjórnmálamaður getur horft á samfélagið lamast með þeim hætti sem að ég geri ráð fyrir að muni gerast öðru hvoru megin við helgina. Á einhverjum tímapunkti hljóta inngrip stjórnvalda í þessari deilu að koma til álita,“ segir Halldór. Aðspurður hvort verkbann muni ekki líka hafa þau áhrif að atvinnulífið lamist svarar Halldór. „Jú það mun gera það, því verður beitt í næstu viku og það er alveg ljóst að hér verður komin upp mjög krítísk staða í næstu viku,“ segir Halldór. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Sjá meira
Kjaraviðræður Samtaka atvinnulífsins og Eflingar sigldu enn og aftur í strand hjá Ríkissáttasemjara í gær. Í framhaldinu boðaði SA allsherjaratkvæðagreiðslu um verkbann á félagsmenn í Eflingu. Hún hófst í hádeginu og stendur þar til á miðvikudag. Verði verkbann samþykkt mun það taka gildi um næstu mánaðarmót.Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri samtakanna segir um neyðarúrræði að ræða. „Ég lít svo á að með þessu séu Samtök atvinnulífsins að bera hönd yfir höfuð félagsmanna og reyna að hafa einhver áhrif á framvindu þeirra verkfalla sem framundan eru. Þannig að við lítum á þetta sem neyðaraðgerð og algjört síðasta úrræði okkar í samningaviðræðum okkar við Eflingu,“ segir Halldór. Halldór segir að verkbanni hafi áður verið beitt en aðgerðin hafi aldrei verið jafn umfangsmikil og nú sé boðað. Verði bannið að veruleika mun það ná til um tuttugu þúsund manns. „Einfaldasta útskýringin á þessu er að þetta virkar eins og verkfall nema atvinnurekendur boðað það.“ Aðspurður um hvort ekki sé hætta á að slíkt verkbann muni gera samningaviðræður við Eflingu enn torveldari svara Benjamín. „Við horfum fram á það að Efling stendur í og hefur boðað í næstu viku ennþá víðtækari verkföll og ljóst að þungi þeirra mun fara hratt vaxandi. Þetta er viðbragð við verkföllum Eflingar ekki sóknaraðgerð að neinu leiti,“ segir hann. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hefur líkt atkvæðagreiðslu SA um verkbann við stríðsyfirlýsingu. Halldór hefur kallað eftir ábyrgð stjórnvalda. „Engin ábyrgur stjórnmálamaður getur horft á samfélagið lamast með þeim hætti sem að ég geri ráð fyrir að muni gerast öðru hvoru megin við helgina. Á einhverjum tímapunkti hljóta inngrip stjórnvalda í þessari deilu að koma til álita,“ segir Halldór. Aðspurður hvort verkbann muni ekki líka hafa þau áhrif að atvinnulífið lamist svarar Halldór. „Jú það mun gera það, því verður beitt í næstu viku og það er alveg ljóst að hér verður komin upp mjög krítísk staða í næstu viku,“ segir Halldór.
„Einfaldasta útskýringin á þessu er að þetta virkar eins og verkfall nema atvinnurekendur boðað það.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Sjá meira