Verður jarðaður við hlið föður síns Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 20. febrúar 2023 13:05 Sigurður Bragason er látinn eftir skammvinna baráttu við krabbamein. Aðsend „Það var hans heitasta ósk að vera lagður til hvílu hér á Íslandi,“ segir Elva Hrönn Guðbjartsdóttir, en hálfbróðir hennar, Sigurður Bragason, er látinn eftir skammvinna baráttu við krabbamein. Vísir ræddi við Elvu þann 9.febrúar síðastliðinn, en Sigurður lá þá banaleguna á sjúkrahúsi í Rio de Janeiro. Fram kom í fyrrnefndri grein Vísis að Sigurður væri í líknandi meðferð á sjúkrahúsi í Brasilíu eftir að hafa greinst með heilaæxli síðasta sumar, þá einungis 48 ára gamall. Til að bæta gráu ofan á svart misstu Sigurður og eiginkona hans meirihluta af innbúi sínu þegar það flæddi inn í hús fjölskyldunnar. Fram kom að Sigurður væri búinn að vera búsettur í Rio de Janeiro ásamt fjölskyldu sinni síðastliðin fjögur ár. Seinasta sumar kom í ljós að Sigurður var með tvö æxli í höfðinu. Um haustið fundust þrjú önnur æxli, í lungum og nýrum, og í desember greindust tvö æxli til viðbótar í höfðinu. Þegar Vísir ræddi við Elvu var Sigurður kominn í líknandi meðferð á sjúkrahúsi í Rio de Janeiro og höfðu Elva og yngsti bróðir hennar flogið út til Brasilíu til að vera honum til halds og trausts. Í samtali við blaðamann sagði Elva ljóst að bróðir hennar myndi deyja á næstu dögum. Lítil og falleg athöfn Innan við sólarhring frá því að fyrrnefnd grein birtist á Vísi var Sigurður látinn. Hann lætur eftir sig sambýliskonu, Monu, og tvö börn, Línu Sól og Adriel Loka og auk þess fósturson, hann Rafael. „Hann dó á sama tíma og ég gekk upp tröppurnar á spítalanum. Það fór fram lítil og falleg athöfn hérna úti þann 11. febrúar. Eftir það var haldin bálför. Það gerist allt svo hratt hér í Brasilíu þegar að andlát á sér stað,“ segir Elva í samtali við Vísi. Aðstandendur Sigurðar héldu litla athöfn úti í Brasilíu.Aðsend „Svo er síðasta flugið heim til Íslands eftir. Við munum síðan halda kveðjuathöfn hér heima þegar hann kemur heim til Íslands. Það var hans heitasta ósk að fá að hvíla hér. Eftir athöfnina mun hann svo verða lagður til hinstu hvílu við hlið föður síns, í Fossvogskirkjugarði,“ segir Elva jafnframt. Þá segir hún fjölskyldu Sigurðar vilja koma á framfæri innilegum þökkum til allra þeirra sem sýnt hafa þeim stuðning, aðstoð og hlýhug á þessum erfiðu tímum. Brasilía Íslendingar erlendis Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Fram kom í fyrrnefndri grein Vísis að Sigurður væri í líknandi meðferð á sjúkrahúsi í Brasilíu eftir að hafa greinst með heilaæxli síðasta sumar, þá einungis 48 ára gamall. Til að bæta gráu ofan á svart misstu Sigurður og eiginkona hans meirihluta af innbúi sínu þegar það flæddi inn í hús fjölskyldunnar. Fram kom að Sigurður væri búinn að vera búsettur í Rio de Janeiro ásamt fjölskyldu sinni síðastliðin fjögur ár. Seinasta sumar kom í ljós að Sigurður var með tvö æxli í höfðinu. Um haustið fundust þrjú önnur æxli, í lungum og nýrum, og í desember greindust tvö æxli til viðbótar í höfðinu. Þegar Vísir ræddi við Elvu var Sigurður kominn í líknandi meðferð á sjúkrahúsi í Rio de Janeiro og höfðu Elva og yngsti bróðir hennar flogið út til Brasilíu til að vera honum til halds og trausts. Í samtali við blaðamann sagði Elva ljóst að bróðir hennar myndi deyja á næstu dögum. Lítil og falleg athöfn Innan við sólarhring frá því að fyrrnefnd grein birtist á Vísi var Sigurður látinn. Hann lætur eftir sig sambýliskonu, Monu, og tvö börn, Línu Sól og Adriel Loka og auk þess fósturson, hann Rafael. „Hann dó á sama tíma og ég gekk upp tröppurnar á spítalanum. Það fór fram lítil og falleg athöfn hérna úti þann 11. febrúar. Eftir það var haldin bálför. Það gerist allt svo hratt hér í Brasilíu þegar að andlát á sér stað,“ segir Elva í samtali við Vísi. Aðstandendur Sigurðar héldu litla athöfn úti í Brasilíu.Aðsend „Svo er síðasta flugið heim til Íslands eftir. Við munum síðan halda kveðjuathöfn hér heima þegar hann kemur heim til Íslands. Það var hans heitasta ósk að fá að hvíla hér. Eftir athöfnina mun hann svo verða lagður til hinstu hvílu við hlið föður síns, í Fossvogskirkjugarði,“ segir Elva jafnframt. Þá segir hún fjölskyldu Sigurðar vilja koma á framfæri innilegum þökkum til allra þeirra sem sýnt hafa þeim stuðning, aðstoð og hlýhug á þessum erfiðu tímum.
Brasilía Íslendingar erlendis Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira