Leggja til að virkja endurskoðunarákvæði samgöngusáttmálans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. febrúar 2023 16:09 Marta Guðjónsdóttir er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að endurskoðunarákvæði samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins verði virkjað verður lögð fyrir fund borgarstjórnar á morgun, 21. febrúar. „Nú hafa bæjarstjórar stærstu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu stigið fram og lýst vilja sínum til endurskoðunar sáttmálans, enda er áætlunargerð í uppnámi og margvíslegar forsendur brostnar hvað varðar fjármögnun,“ segir Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem jafnframt flytur tillöguna á morgun. Tillagan felur í sér að óskað verði eftir viðræðum um að ákvæði samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, frá 26. september 2019, verði endurskoðuð. Litið verði sérstaklega til framkvæmda- og fjárstreymisáætlunar í því samhengi, en tillagan er lögð fram með það fyrir augum að tryggja farsæla framvindu og framkvæmd nauðsynlegra samgöngubóta í Reykjavík. „Um helgina voru mörkuð ákveðin tímamót þegar formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, Vilhjálmur Árnason, kvaðst ætla að beita sér fyrir endurskoðun sáttmálans innan nefndarinnar. Stuðningur við endurskoðun sáttmálans er því víðtækur á sveitarstjórnarstiginu sem og inn á Alþingi,¨ segir Marta enn fremur. „Nú hefur orðið ljóst að tæpum fjórum árum eftir undirritun sáttmálans er engri þeirra framkvæmda sem aðilar gerðust ásáttir um að flýta, lokið. Sem dæmi mætti nefna gatnamót Bústaðavegar og Reykjanesbrautar, tengingu Arnarnesvegar við Breiðholtsbraut og stafræna umferðarljósastýringu. Jafnframt hefur framkvæmda- og fjárstreymisáætlun ekki staðist og t.d. farið langt umfram verðbættar áætlanir hvað varðar Sæbrautarstokk,“ segir í greinargerð með tillögunni. Jafnframt segir í greinargerð að óvissa sé með fjármögnun og rekstraráætlun. „Enn hefur ekki verið lögð fram rekstraráætlun eða skýrar rekstrarforsendur fyrir Borgarlínu. Mikilvægt er að hvoru tveggja liggi fyrir áður en lengra er haldið með fjárfestinguna.“ Fundur borgarstjórnar á morgun hefst klukkan 12. Borgarlína Samgöngur Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
„Nú hafa bæjarstjórar stærstu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu stigið fram og lýst vilja sínum til endurskoðunar sáttmálans, enda er áætlunargerð í uppnámi og margvíslegar forsendur brostnar hvað varðar fjármögnun,“ segir Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem jafnframt flytur tillöguna á morgun. Tillagan felur í sér að óskað verði eftir viðræðum um að ákvæði samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, frá 26. september 2019, verði endurskoðuð. Litið verði sérstaklega til framkvæmda- og fjárstreymisáætlunar í því samhengi, en tillagan er lögð fram með það fyrir augum að tryggja farsæla framvindu og framkvæmd nauðsynlegra samgöngubóta í Reykjavík. „Um helgina voru mörkuð ákveðin tímamót þegar formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, Vilhjálmur Árnason, kvaðst ætla að beita sér fyrir endurskoðun sáttmálans innan nefndarinnar. Stuðningur við endurskoðun sáttmálans er því víðtækur á sveitarstjórnarstiginu sem og inn á Alþingi,¨ segir Marta enn fremur. „Nú hefur orðið ljóst að tæpum fjórum árum eftir undirritun sáttmálans er engri þeirra framkvæmda sem aðilar gerðust ásáttir um að flýta, lokið. Sem dæmi mætti nefna gatnamót Bústaðavegar og Reykjanesbrautar, tengingu Arnarnesvegar við Breiðholtsbraut og stafræna umferðarljósastýringu. Jafnframt hefur framkvæmda- og fjárstreymisáætlun ekki staðist og t.d. farið langt umfram verðbættar áætlanir hvað varðar Sæbrautarstokk,“ segir í greinargerð með tillögunni. Jafnframt segir í greinargerð að óvissa sé með fjármögnun og rekstraráætlun. „Enn hefur ekki verið lögð fram rekstraráætlun eða skýrar rekstrarforsendur fyrir Borgarlínu. Mikilvægt er að hvoru tveggja liggi fyrir áður en lengra er haldið með fjárfestinguna.“ Fundur borgarstjórnar á morgun hefst klukkan 12.
Borgarlína Samgöngur Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira