Telja sig óbundin af verkbanni SA Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. febrúar 2023 18:30 Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri SVEIT. Aðsend Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT, hafa tilkynnt Samtökum atvinnulífsins um að fyrirtæki innan vébanda þeirra telji sig óbundin af ákvörðun SA um að setja verkbann á félagsmenn Eflingar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá SVEIT, sem er undirrituð af Aðalgeiri Ásvaldssyni, framkvæmdastjóra samtakanna. Fyrr í kvöld var tilkynnt að fyrirtæki innan SA hefðu samþykkt, með afgerandi meirihluta, verkbann á félagsfólk Eflingar. Rætt var við Aðalgeir Ásvaldsson í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Viðtalið hefst á sjöttu mínútu: „Félagsmenn SVEIT telja 150 rekstraraðila á veitingamarkaði sem reka um 240 veitingastaði á starfssvæði Eflingar eða sem talið er svara til 55% allra starfa á þeim markaði,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að samtökin hafi ekki fengið sæti við samningsborðið né tekið þátt í kosningu SA um verkbann, þrátt fyrir að vera stærstu hagsmunasamtök fyrirtækja á veitingamarkaði. Því telji samtökin sig ekki geta stutt aðgerðir sem hafi það markmið að skila kjarasamningi sem þau hafi ekki fengið til yfirferðar eða athugasemda. Rætt var við Aðalgeir á Vísi um helgina: „Eins og kemur skýrt fram í kröfu SVEIT til kjaraviðræðna þá hefur SA ekki umboð til gerðar kjarasamnings fyrir hönd fyrirtækja SVEIT. Þótt stéttarfélög vilji geta kjarasamning við SA þá getur slíkur samningur ekki skapað félögum Eflingar réttindi. Sé vilji stéttarfélaganna til að semja um kjör starfsfólks innan sinna vébanda sem starfa hjá fyrirtækjum í SVEIT er eina leiðin til þess að ganga til viðræðna við SVEIT,“ segir þá í tilkynningunni, sem nálgast má í heild sinni í tengdum skjölum hér að neðan. Tengd skjöl tilkynningPDF673KBSækja skjal Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Veitingastaðir Tengdar fréttir Verkbann SA á Eflingu samþykkt með miklum meirihluta Aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins hafa, með afgerandi meirihluta, samþykkt verkbann á félagsmenn Eflingar. Það hefst að óbreyttu 2. mars. 22. febrúar 2023 17:16 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá SVEIT, sem er undirrituð af Aðalgeiri Ásvaldssyni, framkvæmdastjóra samtakanna. Fyrr í kvöld var tilkynnt að fyrirtæki innan SA hefðu samþykkt, með afgerandi meirihluta, verkbann á félagsfólk Eflingar. Rætt var við Aðalgeir Ásvaldsson í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Viðtalið hefst á sjöttu mínútu: „Félagsmenn SVEIT telja 150 rekstraraðila á veitingamarkaði sem reka um 240 veitingastaði á starfssvæði Eflingar eða sem talið er svara til 55% allra starfa á þeim markaði,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að samtökin hafi ekki fengið sæti við samningsborðið né tekið þátt í kosningu SA um verkbann, þrátt fyrir að vera stærstu hagsmunasamtök fyrirtækja á veitingamarkaði. Því telji samtökin sig ekki geta stutt aðgerðir sem hafi það markmið að skila kjarasamningi sem þau hafi ekki fengið til yfirferðar eða athugasemda. Rætt var við Aðalgeir á Vísi um helgina: „Eins og kemur skýrt fram í kröfu SVEIT til kjaraviðræðna þá hefur SA ekki umboð til gerðar kjarasamnings fyrir hönd fyrirtækja SVEIT. Þótt stéttarfélög vilji geta kjarasamning við SA þá getur slíkur samningur ekki skapað félögum Eflingar réttindi. Sé vilji stéttarfélaganna til að semja um kjör starfsfólks innan sinna vébanda sem starfa hjá fyrirtækjum í SVEIT er eina leiðin til þess að ganga til viðræðna við SVEIT,“ segir þá í tilkynningunni, sem nálgast má í heild sinni í tengdum skjölum hér að neðan. Tengd skjöl tilkynningPDF673KBSækja skjal
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Veitingastaðir Tengdar fréttir Verkbann SA á Eflingu samþykkt með miklum meirihluta Aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins hafa, með afgerandi meirihluta, samþykkt verkbann á félagsmenn Eflingar. Það hefst að óbreyttu 2. mars. 22. febrúar 2023 17:16 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Verkbann SA á Eflingu samþykkt með miklum meirihluta Aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins hafa, með afgerandi meirihluta, samþykkt verkbann á félagsmenn Eflingar. Það hefst að óbreyttu 2. mars. 22. febrúar 2023 17:16