Hvers vegna þessi magnaði samgöngusáttmáli? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 23. febrúar 2023 08:00 Ég hef ekki komist hjá því að verða vör við hávaðann sem glymur frá kjörnum fulltrúum Sjálfstæðismanna héðan og þaðan af höfuðborgarsvæðinu. Líkt og oftast glymur hæst í borgarfulltrúunum en í þetta skiptið var það nýr bæjarstjóri Kópavogsbæjar sem hóf trumbusláttinn. Svo slæddust félagar hennar, sem eftir eru í Kraganum, með hver á eftir öðrum og reyndu að halda í við glyminn, í tilraun til að grafa undan samkomulaginu sem forverar þeirra og formaður Sjálfstæðisflokksins undirrituðu. Bæjarstjórinn minn er einn af þeim sem var kallaður til í umræðuna í vikunni. Ég lagði við hlustir því hann er ekki alveg eins hávaðasamur og aðrir félagar hans. Þar sem að hann er nokkuð hófstilltari var ég spennt að heyra hans málflutning til að skilja út á hvað hávaðinn gengur. En því miður þá varð ég engu nær. Það er talað um að taka upp sáttmálann en engum er ljóst hvaða markmiði það á að gegna. Hverju á að ná fram? Hverju á að breyta? Svör við því hef ég enn ekki komið auga á. Af hverju samgöngusáttmáli? Samgöngusáttmálinn er sameiginlegt mál allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Hann er merkilegur sáttmáli á sama tíma og hann er mjög mikilvægur fyrir samfélagið allt. Og já hann kostar. Um það verðum við að vera meðvituð. Það gefast klárlega tækifæri til þess að leysa einstaka mál með hagkvæmari og jafnvel einfaldari hætti. En hvort um það náist einhver samstaða er svo allt annað mál. Sjálf er ég til að mynda hrifin af því að endurskoða pælingar um afar kostnaðarsama stokka og þess í stað horft til þess sem kallað er lok eða vistlok, þar sem hægt er. Það yrði til að mynda ódýrari leið fyrir okkur í Garðabænum. Sú framkvæmd yrði líka einfaldari og myndi líklega flýta framkvæmdum verulega. Fjórar mikilvægar röksemdir með sáttmálanum Í fyrsta lagi er ekki sjálfgefið að pólitíkin þvert á allt höfuðborgarsvæðið og á þingi hafi komist að slíku samkomulagi, þar sem verkefni ríkis og sveitarfélaga eru tvinnuð saman svo út megi koma heildstæð framkvæmd sem leiðir af sér hágæða almenningssamgöngur og bættar samgöngur fyrir alla. Í öðru lagi er samgöngusáttmáli afar mikilvægur til þess að mæta þeim áskorunum sem fram undan eru og birtast okkur nú, þegar þegar kemur að mengun og losun. Mengun vegna aukinnar bílnotkunar hefur þar mikil áhrif og til þess að draga úr þeim þætti þurfum við að nýta almenningssamgöngur í töluvert meiri mæli en við gerum í dag. Það gerum við með því að gera almenningssamgöngur að meira aðlaðandi ferðakosti með tíðari ferðum og bættu aðgengi. Um það snýst sáttmálinn. Í þriðja lagi er það bláköld staðreynd að við höfum takmarkað landrými til framtíðar. Í stóra samhenginu er það ein mikilvægasta ástæða þess að höfuðborgarsvæðið taki höndum saman og sameinist um þá vegferð að bæta og gefa í þegar kemur að almenningssamgöngum. Í fjórða lagi og alls ekki því sísta, þá er lýðheilsa stór þáttur sem við verðum að taka betur inn í allar ákvarðanir sem snúa að lífsskilyrðum fólks. Lýðheilsa og alvöru valkostur íbúa til að kjósa bíllausan og lýðheilsusamlegan lífsstíl þegar kemur að samgöngum er krafa nútímans og framtíðarinnar. Fyrir utan þann mikla þjóðhagslega ábata sem bættar almenningssamgöngur hafa fyrir samfélagið allt og ekki síst notendur almenningssamgangna sem áætlaður hefur verið vel yfir 100 milljarða á virði ársins 2020. Af hverju er ekki talað um mikilvægi verkefnisins? Eina sem ég heyri úr horni Sjálfstæðismanna er að framkvæmdin kosti og að einhverjum verkefnum, sem er í vinnslu, sé ekki lokið. Ég heyri ekkert um hvaða breytingum þau vilja ná fram eða hvað annað þau vilji gera. Ég heyri ekkert um mikilvægi verkefnisins, áhrifa þess eða snefil af framtíðarsýn er varðar almenningssamgöngur sem virka til framtíðar. Ég veit hins vegar að það eru afar skiptar skoðanir um almenningssamgöngur og það pláss sem þeim er ætlað í þessum góða og mikilvæga samgöngusáttmála meðal flokksfélaga þessara kjörinna fulltrúa. Kannski á hávaðinn rætur sínar fyrst og fremst í þeim hópi og mögulega er honum fyrst og fremst ætlað að hreyfa við þeim félögum sem vilja standa vörð um kyrrstöðu, einkabílinn og enn meiri tafir í umferðinni. Ekki öfundsvert, hlutskiptið það. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Sara Dögg Svanhildardóttir Samgöngur Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Ég hef ekki komist hjá því að verða vör við hávaðann sem glymur frá kjörnum fulltrúum Sjálfstæðismanna héðan og þaðan af höfuðborgarsvæðinu. Líkt og oftast glymur hæst í borgarfulltrúunum en í þetta skiptið var það nýr bæjarstjóri Kópavogsbæjar sem hóf trumbusláttinn. Svo slæddust félagar hennar, sem eftir eru í Kraganum, með hver á eftir öðrum og reyndu að halda í við glyminn, í tilraun til að grafa undan samkomulaginu sem forverar þeirra og formaður Sjálfstæðisflokksins undirrituðu. Bæjarstjórinn minn er einn af þeim sem var kallaður til í umræðuna í vikunni. Ég lagði við hlustir því hann er ekki alveg eins hávaðasamur og aðrir félagar hans. Þar sem að hann er nokkuð hófstilltari var ég spennt að heyra hans málflutning til að skilja út á hvað hávaðinn gengur. En því miður þá varð ég engu nær. Það er talað um að taka upp sáttmálann en engum er ljóst hvaða markmiði það á að gegna. Hverju á að ná fram? Hverju á að breyta? Svör við því hef ég enn ekki komið auga á. Af hverju samgöngusáttmáli? Samgöngusáttmálinn er sameiginlegt mál allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Hann er merkilegur sáttmáli á sama tíma og hann er mjög mikilvægur fyrir samfélagið allt. Og já hann kostar. Um það verðum við að vera meðvituð. Það gefast klárlega tækifæri til þess að leysa einstaka mál með hagkvæmari og jafnvel einfaldari hætti. En hvort um það náist einhver samstaða er svo allt annað mál. Sjálf er ég til að mynda hrifin af því að endurskoða pælingar um afar kostnaðarsama stokka og þess í stað horft til þess sem kallað er lok eða vistlok, þar sem hægt er. Það yrði til að mynda ódýrari leið fyrir okkur í Garðabænum. Sú framkvæmd yrði líka einfaldari og myndi líklega flýta framkvæmdum verulega. Fjórar mikilvægar röksemdir með sáttmálanum Í fyrsta lagi er ekki sjálfgefið að pólitíkin þvert á allt höfuðborgarsvæðið og á þingi hafi komist að slíku samkomulagi, þar sem verkefni ríkis og sveitarfélaga eru tvinnuð saman svo út megi koma heildstæð framkvæmd sem leiðir af sér hágæða almenningssamgöngur og bættar samgöngur fyrir alla. Í öðru lagi er samgöngusáttmáli afar mikilvægur til þess að mæta þeim áskorunum sem fram undan eru og birtast okkur nú, þegar þegar kemur að mengun og losun. Mengun vegna aukinnar bílnotkunar hefur þar mikil áhrif og til þess að draga úr þeim þætti þurfum við að nýta almenningssamgöngur í töluvert meiri mæli en við gerum í dag. Það gerum við með því að gera almenningssamgöngur að meira aðlaðandi ferðakosti með tíðari ferðum og bættu aðgengi. Um það snýst sáttmálinn. Í þriðja lagi er það bláköld staðreynd að við höfum takmarkað landrými til framtíðar. Í stóra samhenginu er það ein mikilvægasta ástæða þess að höfuðborgarsvæðið taki höndum saman og sameinist um þá vegferð að bæta og gefa í þegar kemur að almenningssamgöngum. Í fjórða lagi og alls ekki því sísta, þá er lýðheilsa stór þáttur sem við verðum að taka betur inn í allar ákvarðanir sem snúa að lífsskilyrðum fólks. Lýðheilsa og alvöru valkostur íbúa til að kjósa bíllausan og lýðheilsusamlegan lífsstíl þegar kemur að samgöngum er krafa nútímans og framtíðarinnar. Fyrir utan þann mikla þjóðhagslega ábata sem bættar almenningssamgöngur hafa fyrir samfélagið allt og ekki síst notendur almenningssamgangna sem áætlaður hefur verið vel yfir 100 milljarða á virði ársins 2020. Af hverju er ekki talað um mikilvægi verkefnisins? Eina sem ég heyri úr horni Sjálfstæðismanna er að framkvæmdin kosti og að einhverjum verkefnum, sem er í vinnslu, sé ekki lokið. Ég heyri ekkert um hvaða breytingum þau vilja ná fram eða hvað annað þau vilji gera. Ég heyri ekkert um mikilvægi verkefnisins, áhrifa þess eða snefil af framtíðarsýn er varðar almenningssamgöngur sem virka til framtíðar. Ég veit hins vegar að það eru afar skiptar skoðanir um almenningssamgöngur og það pláss sem þeim er ætlað í þessum góða og mikilvæga samgöngusáttmála meðal flokksfélaga þessara kjörinna fulltrúa. Kannski á hávaðinn rætur sínar fyrst og fremst í þeim hópi og mögulega er honum fyrst og fremst ætlað að hreyfa við þeim félögum sem vilja standa vörð um kyrrstöðu, einkabílinn og enn meiri tafir í umferðinni. Ekki öfundsvert, hlutskiptið það. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Garðabæ.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar