Það er munur á Tene og Tortóla Jón Ingi Hákonarson skrifar 24. febrúar 2023 14:01 Aðalvopn seðlabanka í stríðinu gegn verðbólgunni eru stýrivextir. Þeir hafa nú á örfáum árum lækkað niður í sögulegt lágmark og síðan upp í hæstu hæðir, þeir eru sveigjanleigir. Það eru margir þættir sem hafa áhrif á verðbólguna, einn sá stærsti er krónan. Þegar innstreymi erlends gjaldeyris er meira en útflæðið þá styrkist krónan og verðlag lækkar og þar með verðbólgan. Hingað til hefur þessi leikur gengið eftir en ekki núna þrátt fyrir hátt verð á afurðum á erlendum mörkuðum og komu fjölda erlendra ferðamanna. Aftur á móti eru erlendir aðilar ekki að stökkva á vaxtamunavagninn í leit að skjótum og nokkuð öruggum gróða. Ástæðan er einföld, gengisáættan er of mikil í þeirri óvissu sem ríkir í heiminum. Það hefur löngum verið vitað að þegar óvissan er mikil forðast fjárfestar að fjárfesta í jaðarmyntum heimsins og er til meiri jaðarmynt en íslenskar krónan? Afleiðingar þessara skörpu vaxtahækkana hefur leitt til þess að eina leið fólks inn á húsnæðismarkaðinn eru 40 ára óverðtryggð lán með jöfnum afborgunum, það er okkar eina leið í einhvers konar stöðugleika. Stöðugleikinn er dýru verði keyptur, en hann er skárri en sveigjanleikinn hjá ansi mörgum. Þetta hefur leitt til þess að stýrivaxtavopnið er orðið bitlaust, það má eiginlega segja að þessi taktík sé svipuð og að ætla drepa moskítóflugu með haglabyssu. Allir særast illa nema flugan, hún heldur áfram að gera sitt ógagn. Svo ég tali út frá sjálfum mér, verandi venjulegur millistéttar launþegi, þá eru vextir orðnir stærsti útgjaldaliður minn á eftir sköttum um hver mánaðarmót. Þetta er kallað sveigjanleiki kerfisins. Það er að vísu fyndið þegar stjórnmálamenn sykurhúða hlutina með fallegum orðum. Sveigjanleiki er ekkert annað en annað orð yfir óstöðugleika. Ríkisstjórnin var mynduð til að koma á stöðugleika en sama stjórn mærir óstöðugleika krónunnar, afsakið, ég meina sveigjanleika, enda hefur lítið farið fyrir stöðugleika undanfarin ár Mér þótti það undarleg yfirlýsing hjá Seðlabankastjóra að fullyrða án raka að verðbólgan væri hærri ef við værum hér með nothæfan gjaldmiðil eins og Evruna. Þarna er embætti Seðlabankastjóra stigið inn á hinn póltíska völl sem er bagalegt og í raun óskiljanlegt. Verðbólga hefur alla tíð mælst hér hærri en í ESB, vextir hafa alltaf verið hærri en í ESB og hagsveiflur alltaf verið þéttari og brattari en í ESB. Myndin sýnir langtímavaxtamun á 10 ára óverðtryggðum ríkisskuldabréfa. Höfum það hugfast að krónan er ekkert annað en kerfi. Hún hefur ekkert að gera með sjálfstæði þjóðar eða stolt. Þetta kerfi, eins og öll önnur kerfi, eiga það til að hætta að snúast um upphaflegan tilgang sinn og fer að þjónusta og snúast um sjálft sig. Krónukerfið hyglar þeim sem búa við það frelsi að þurfa ekki á því að halda, þeim sem geta kíkt í heimsókn öðru hvoru með dýrmætar evrur þegar efnahagslífið er komið í skrúfuna og farið þegar það tekur við sér með gríðarlegan ávinning á hárréttum tímapunkti. Þetta er ein tegund vaxtamunaviðskipta sem má segja að sé ein af helstu útflutningsafurðum okkar Íslendinga. Það eru nefnilega ekki farfuglarnir sem skella sér til Tene og taka tásumyndir sem eru vandamálið. Það eru ránfuglarnir sem sveima hátt yfir krónuhagkerfinu og stinga sér niður á hárréttu augnabliki og láta sig hverfa suður til Tortóla með bráð sína sem eru vandamálið ólíkt því sem sumir hafa haldið fram. Vissulega verða margir í þeirri stöðu að missa völd og áhrif þegar hér verður tekin upp evra. Höfum það í huga næst þegar haftakerfi krónunnar er hampað og mært. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Viðreisn Íslenska krónan Verðlag Húsnæðismál Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Aðalvopn seðlabanka í stríðinu gegn verðbólgunni eru stýrivextir. Þeir hafa nú á örfáum árum lækkað niður í sögulegt lágmark og síðan upp í hæstu hæðir, þeir eru sveigjanleigir. Það eru margir þættir sem hafa áhrif á verðbólguna, einn sá stærsti er krónan. Þegar innstreymi erlends gjaldeyris er meira en útflæðið þá styrkist krónan og verðlag lækkar og þar með verðbólgan. Hingað til hefur þessi leikur gengið eftir en ekki núna þrátt fyrir hátt verð á afurðum á erlendum mörkuðum og komu fjölda erlendra ferðamanna. Aftur á móti eru erlendir aðilar ekki að stökkva á vaxtamunavagninn í leit að skjótum og nokkuð öruggum gróða. Ástæðan er einföld, gengisáættan er of mikil í þeirri óvissu sem ríkir í heiminum. Það hefur löngum verið vitað að þegar óvissan er mikil forðast fjárfestar að fjárfesta í jaðarmyntum heimsins og er til meiri jaðarmynt en íslenskar krónan? Afleiðingar þessara skörpu vaxtahækkana hefur leitt til þess að eina leið fólks inn á húsnæðismarkaðinn eru 40 ára óverðtryggð lán með jöfnum afborgunum, það er okkar eina leið í einhvers konar stöðugleika. Stöðugleikinn er dýru verði keyptur, en hann er skárri en sveigjanleikinn hjá ansi mörgum. Þetta hefur leitt til þess að stýrivaxtavopnið er orðið bitlaust, það má eiginlega segja að þessi taktík sé svipuð og að ætla drepa moskítóflugu með haglabyssu. Allir særast illa nema flugan, hún heldur áfram að gera sitt ógagn. Svo ég tali út frá sjálfum mér, verandi venjulegur millistéttar launþegi, þá eru vextir orðnir stærsti útgjaldaliður minn á eftir sköttum um hver mánaðarmót. Þetta er kallað sveigjanleiki kerfisins. Það er að vísu fyndið þegar stjórnmálamenn sykurhúða hlutina með fallegum orðum. Sveigjanleiki er ekkert annað en annað orð yfir óstöðugleika. Ríkisstjórnin var mynduð til að koma á stöðugleika en sama stjórn mærir óstöðugleika krónunnar, afsakið, ég meina sveigjanleika, enda hefur lítið farið fyrir stöðugleika undanfarin ár Mér þótti það undarleg yfirlýsing hjá Seðlabankastjóra að fullyrða án raka að verðbólgan væri hærri ef við værum hér með nothæfan gjaldmiðil eins og Evruna. Þarna er embætti Seðlabankastjóra stigið inn á hinn póltíska völl sem er bagalegt og í raun óskiljanlegt. Verðbólga hefur alla tíð mælst hér hærri en í ESB, vextir hafa alltaf verið hærri en í ESB og hagsveiflur alltaf verið þéttari og brattari en í ESB. Myndin sýnir langtímavaxtamun á 10 ára óverðtryggðum ríkisskuldabréfa. Höfum það hugfast að krónan er ekkert annað en kerfi. Hún hefur ekkert að gera með sjálfstæði þjóðar eða stolt. Þetta kerfi, eins og öll önnur kerfi, eiga það til að hætta að snúast um upphaflegan tilgang sinn og fer að þjónusta og snúast um sjálft sig. Krónukerfið hyglar þeim sem búa við það frelsi að þurfa ekki á því að halda, þeim sem geta kíkt í heimsókn öðru hvoru með dýrmætar evrur þegar efnahagslífið er komið í skrúfuna og farið þegar það tekur við sér með gríðarlegan ávinning á hárréttum tímapunkti. Þetta er ein tegund vaxtamunaviðskipta sem má segja að sé ein af helstu útflutningsafurðum okkar Íslendinga. Það eru nefnilega ekki farfuglarnir sem skella sér til Tene og taka tásumyndir sem eru vandamálið. Það eru ránfuglarnir sem sveima hátt yfir krónuhagkerfinu og stinga sér niður á hárréttu augnabliki og láta sig hverfa suður til Tortóla með bráð sína sem eru vandamálið ólíkt því sem sumir hafa haldið fram. Vissulega verða margir í þeirri stöðu að missa völd og áhrif þegar hér verður tekin upp evra. Höfum það í huga næst þegar haftakerfi krónunnar er hampað og mært. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar