„Þetta var svakalegt að sjá eldtungurnar“ Kristján Már Unnarsson skrifar 24. febrúar 2023 22:40 Ólafur Þór Ólafsson er sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps. Steingrímur Dúi Másson Viðbragðsaðilar náðu að bjarga verðmætum Arctic Fish í Tálknafirði þegar húsnæði þess brann í gær og getur regluleg starfsemi fyrirtækisins því haldið áfram, að sögn sveitarstjóra, sem var með þeim fyrstu á vettvang brunans í gær. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Ólaf Þór Ólafsson, sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps, en eldurinn kviknaði í nýbyggingu Arctic Fish, sem átti að verða sú stærsta af þremur undir eldisker. Í þorpinu á Tálknafirði búa um 270 manns. Þar var mönnum því brugðið að sjá bygginguna loga nánast stafnanna á milli. Frá brunanum í eldisstöð Arctic Fish í gær.Aðsend „Þetta er áfall þegar svona gerist í hvaða samfélagi sem er. Þannig að okkur sannarlega brá.“ -Og þetta er bara einhver mikilvægasti vinnustaður Tálknafjarðar? „Já. Þetta er mjög mikilvægur vinnustaður og starfsstöð, ekki bara í Tálknafirði heldur á öllum Vestfjörðum og fyrir landið allt, af því að þetta er stærsta seiðastöð landsins og hefði verið mikið áfall, - eða það hefði geta farið mikið verr heldur en það fór í gær. Viðbragðsaðilar stóðu sig frábærlega þarna í gær. Slökkvistarf gekk það vel að það náðist að bjarga þeim verðmætum, - nánast að bjarga starfseminni sem er í gangi. Þannig að regluleg starfsemi heldur áfram. Það skiptir okkur miklu máli,“ segir sveitarstjórinn. Stöðin er í botni Tálknafjarðar. Byggingarnar eru þær stærstu á Vestfjörðum.Steingrímur Dúi Másson Sjálfur varð hann vitni að eldsvoðanum. „Já, ég var nú bara með þeim fyrstu á vettvang þegar kviknaði í. Mér leist nú ekkert sérstaklega vel á þegar ég kom þarna að og sá eldtungurnar liggja frá húsinu. Það er súrefnistankur þarna, fullur af fljótandi súrefni, sem var þarna við. Nei, þetta var bara svolítið svakalegt þarna í gærmorgun,“ segir Ólafur Þór, sveitarstjóri á Tálknafirði. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá beina útsendingu Stöðvar 2 frá vettvangi í gærkvöldi: Bruni hjá Arctic Fish í Tálknafirði Tálknafjörður Fiskeldi Sjókvíaeldi Slökkvilið Björgunarsveitir Tengdar fréttir Eldsupptökin enn óljós Vettvangur stórbruna á Tálknafirði í gær hefur verið afhentur lögreglu til rannsóknar. Engar vísbendingar eru um hver eldsupptök voru en nóg var af eldsmat inni í húsinu. 24. febrúar 2023 11:21 Beygð en ekki brotin eftir stórbrunann á Tálknafirði Framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish segir að bruninn í húsnæði fyrirtækisins á Tálknafirði sé mikið áfall. Tjónið kunni að hlaupa á milljörðum króna. 23. febrúar 2023 19:32 Segir laxeldi stærsta tækifærið til að snúa við byggðaþróun á Vestfjörðum Fiskeldi hefur tekið við af hefðbundnum sjávarútvegi sem stærsta atvinnugreinin á Tálknafirði. Helsti forystumaður Vestfirðinga um árabil segir laxeldið stærsta tækifæri fjórðungsins í atvinnumálum. 24. október 2019 21:00 Fögnuðu dýrmætri lyftistöng fyrir samfélagið á Tálknafirði Tálknfirðingar fögnuðu í dag opnun seiðaeldisstöðvar Arctic Fish í botni fjarðarins. Þetta er stærsta einstaka fjárfesting í fiskeldi hér á landi. 18. október 2019 20:43 Stærsta seiðaeldisstöð landsins og sú fyrsta sem endurnýtir vatnið Ein fullkomnasta seiðaeldisstöð heims rís nú í botni Tálknafjarðar þar sem megnið af vatninu verður endurnýtt. 15. júní 2017 22:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Ólaf Þór Ólafsson, sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps, en eldurinn kviknaði í nýbyggingu Arctic Fish, sem átti að verða sú stærsta af þremur undir eldisker. Í þorpinu á Tálknafirði búa um 270 manns. Þar var mönnum því brugðið að sjá bygginguna loga nánast stafnanna á milli. Frá brunanum í eldisstöð Arctic Fish í gær.Aðsend „Þetta er áfall þegar svona gerist í hvaða samfélagi sem er. Þannig að okkur sannarlega brá.“ -Og þetta er bara einhver mikilvægasti vinnustaður Tálknafjarðar? „Já. Þetta er mjög mikilvægur vinnustaður og starfsstöð, ekki bara í Tálknafirði heldur á öllum Vestfjörðum og fyrir landið allt, af því að þetta er stærsta seiðastöð landsins og hefði verið mikið áfall, - eða það hefði geta farið mikið verr heldur en það fór í gær. Viðbragðsaðilar stóðu sig frábærlega þarna í gær. Slökkvistarf gekk það vel að það náðist að bjarga þeim verðmætum, - nánast að bjarga starfseminni sem er í gangi. Þannig að regluleg starfsemi heldur áfram. Það skiptir okkur miklu máli,“ segir sveitarstjórinn. Stöðin er í botni Tálknafjarðar. Byggingarnar eru þær stærstu á Vestfjörðum.Steingrímur Dúi Másson Sjálfur varð hann vitni að eldsvoðanum. „Já, ég var nú bara með þeim fyrstu á vettvang þegar kviknaði í. Mér leist nú ekkert sérstaklega vel á þegar ég kom þarna að og sá eldtungurnar liggja frá húsinu. Það er súrefnistankur þarna, fullur af fljótandi súrefni, sem var þarna við. Nei, þetta var bara svolítið svakalegt þarna í gærmorgun,“ segir Ólafur Þór, sveitarstjóri á Tálknafirði. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá beina útsendingu Stöðvar 2 frá vettvangi í gærkvöldi:
Bruni hjá Arctic Fish í Tálknafirði Tálknafjörður Fiskeldi Sjókvíaeldi Slökkvilið Björgunarsveitir Tengdar fréttir Eldsupptökin enn óljós Vettvangur stórbruna á Tálknafirði í gær hefur verið afhentur lögreglu til rannsóknar. Engar vísbendingar eru um hver eldsupptök voru en nóg var af eldsmat inni í húsinu. 24. febrúar 2023 11:21 Beygð en ekki brotin eftir stórbrunann á Tálknafirði Framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish segir að bruninn í húsnæði fyrirtækisins á Tálknafirði sé mikið áfall. Tjónið kunni að hlaupa á milljörðum króna. 23. febrúar 2023 19:32 Segir laxeldi stærsta tækifærið til að snúa við byggðaþróun á Vestfjörðum Fiskeldi hefur tekið við af hefðbundnum sjávarútvegi sem stærsta atvinnugreinin á Tálknafirði. Helsti forystumaður Vestfirðinga um árabil segir laxeldið stærsta tækifæri fjórðungsins í atvinnumálum. 24. október 2019 21:00 Fögnuðu dýrmætri lyftistöng fyrir samfélagið á Tálknafirði Tálknfirðingar fögnuðu í dag opnun seiðaeldisstöðvar Arctic Fish í botni fjarðarins. Þetta er stærsta einstaka fjárfesting í fiskeldi hér á landi. 18. október 2019 20:43 Stærsta seiðaeldisstöð landsins og sú fyrsta sem endurnýtir vatnið Ein fullkomnasta seiðaeldisstöð heims rís nú í botni Tálknafjarðar þar sem megnið af vatninu verður endurnýtt. 15. júní 2017 22:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Eldsupptökin enn óljós Vettvangur stórbruna á Tálknafirði í gær hefur verið afhentur lögreglu til rannsóknar. Engar vísbendingar eru um hver eldsupptök voru en nóg var af eldsmat inni í húsinu. 24. febrúar 2023 11:21
Beygð en ekki brotin eftir stórbrunann á Tálknafirði Framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish segir að bruninn í húsnæði fyrirtækisins á Tálknafirði sé mikið áfall. Tjónið kunni að hlaupa á milljörðum króna. 23. febrúar 2023 19:32
Segir laxeldi stærsta tækifærið til að snúa við byggðaþróun á Vestfjörðum Fiskeldi hefur tekið við af hefðbundnum sjávarútvegi sem stærsta atvinnugreinin á Tálknafirði. Helsti forystumaður Vestfirðinga um árabil segir laxeldið stærsta tækifæri fjórðungsins í atvinnumálum. 24. október 2019 21:00
Fögnuðu dýrmætri lyftistöng fyrir samfélagið á Tálknafirði Tálknfirðingar fögnuðu í dag opnun seiðaeldisstöðvar Arctic Fish í botni fjarðarins. Þetta er stærsta einstaka fjárfesting í fiskeldi hér á landi. 18. október 2019 20:43
Stærsta seiðaeldisstöð landsins og sú fyrsta sem endurnýtir vatnið Ein fullkomnasta seiðaeldisstöð heims rís nú í botni Tálknafjarðar þar sem megnið af vatninu verður endurnýtt. 15. júní 2017 22:00