Að gefa og þiggja Ragnar Schram skrifar 28. febrúar 2023 07:00 Sælla er að gefa en þiggja, segir máltækið. En af hverju ekki að gera bæði? Í sumar munu þau sem gáfu framlög til SOS Barnaþorpanna á Íslandi í fyrra þiggja endurgreiðslu frá Skattinum upp á samtals rúmar 200 milljónir króna*. Það eina sem styrktaraðilarnir þurfa að gera er að hafa styrkt málefnið á síðasta ári. Engin RSK eyðublöð eða -umsóknir þarf að fylla út. Við hjá samtökunum sjáum um það. Of gott til að vera satt? Nei, hér er einfaldlega um að ræða ávöxt lagabreytinga sem tóku gildi síðla árs 2021. Framlög til SOS Barnaþorpanna og annarra skráðra almannaheillafélaga lækka nú tekjuskattsstofn þess sem gefur og leiðir þannig til endurgreiðslu frá Skattinum. Árið 2022 er fyrsta heila árið síðan nýju lögin tóku gildi og það er áhugavert að sjá í fyrsta sinn hver fjárhæðin er til endurgreiðslu á fyrsta heila skattatímabilinu eftir þessa lagabreytingu. Samtals styrktu Íslendingar SOS Barnaþorpin um nálægt 600 milljónir króna í fyrra og í sumar munu þeir því fá þennan glaðning frá Skattinum í formi endurgreiðslu. Um 200 milljónir – það munar um minna! Þetta er óvæntur glaðningur fyrir marga því það vita ekki allir af þessari lagabreytingu. En hvað þýðir þetta fyrir þig? Fyrir SOS foreldri sem styrkir eitt umkomulaust barn í barnaþorpi um 3.900 krónur á mánuði í heilt ár þýðir þetta um 16.000 króna endurgreiðslu frá Skattinum. Þú ert því í raun aðeins að leggja út um 2.600 krónur á mánuði til stuðnings við eitt barn. Hvernig sem þú ráðstafar þessari endurgreiðslu hafa Íslendingar í öllu falli fengið enn eina góða ástæðu til að láta fé af hendi rakna til góðra málefna. Yfirvöld eiga hrós skilið fyrir þessa mikilvægu lagabreytingu. Höfundur er framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna á Íslandi. * Sbr. lög nr. 32/2021. Upphæðin er gróflega reiknuð og gengið er út frá því að allir þessir einstaklingar hafi gefið a.m.k. 10.000 krónur til skráðra almannaheillafélaga á síðasta ári og að hámarki 350.000 (700.000 ef um hjón er að ræða). Upplýsingar um framlög til SOS Barnaþorpanna eru forskráðar í reit 155 í kafla 2.6 á tekjusíðu skattframtals. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálparstarf Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Sælla er að gefa en þiggja, segir máltækið. En af hverju ekki að gera bæði? Í sumar munu þau sem gáfu framlög til SOS Barnaþorpanna á Íslandi í fyrra þiggja endurgreiðslu frá Skattinum upp á samtals rúmar 200 milljónir króna*. Það eina sem styrktaraðilarnir þurfa að gera er að hafa styrkt málefnið á síðasta ári. Engin RSK eyðublöð eða -umsóknir þarf að fylla út. Við hjá samtökunum sjáum um það. Of gott til að vera satt? Nei, hér er einfaldlega um að ræða ávöxt lagabreytinga sem tóku gildi síðla árs 2021. Framlög til SOS Barnaþorpanna og annarra skráðra almannaheillafélaga lækka nú tekjuskattsstofn þess sem gefur og leiðir þannig til endurgreiðslu frá Skattinum. Árið 2022 er fyrsta heila árið síðan nýju lögin tóku gildi og það er áhugavert að sjá í fyrsta sinn hver fjárhæðin er til endurgreiðslu á fyrsta heila skattatímabilinu eftir þessa lagabreytingu. Samtals styrktu Íslendingar SOS Barnaþorpin um nálægt 600 milljónir króna í fyrra og í sumar munu þeir því fá þennan glaðning frá Skattinum í formi endurgreiðslu. Um 200 milljónir – það munar um minna! Þetta er óvæntur glaðningur fyrir marga því það vita ekki allir af þessari lagabreytingu. En hvað þýðir þetta fyrir þig? Fyrir SOS foreldri sem styrkir eitt umkomulaust barn í barnaþorpi um 3.900 krónur á mánuði í heilt ár þýðir þetta um 16.000 króna endurgreiðslu frá Skattinum. Þú ert því í raun aðeins að leggja út um 2.600 krónur á mánuði til stuðnings við eitt barn. Hvernig sem þú ráðstafar þessari endurgreiðslu hafa Íslendingar í öllu falli fengið enn eina góða ástæðu til að láta fé af hendi rakna til góðra málefna. Yfirvöld eiga hrós skilið fyrir þessa mikilvægu lagabreytingu. Höfundur er framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna á Íslandi. * Sbr. lög nr. 32/2021. Upphæðin er gróflega reiknuð og gengið er út frá því að allir þessir einstaklingar hafi gefið a.m.k. 10.000 krónur til skráðra almannaheillafélaga á síðasta ári og að hámarki 350.000 (700.000 ef um hjón er að ræða). Upplýsingar um framlög til SOS Barnaþorpanna eru forskráðar í reit 155 í kafla 2.6 á tekjusíðu skattframtals.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun