Segja að búningsklefi landsliðsins leki: „Ferð ekki í þennan skítadreifara sem menn fóru í“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. mars 2023 08:01 Guðmundur Guðmundsson ræðir við leikmenn landsliðsins. vísir/vilhelm Búningsklefi íslenska karlalandsliðsins í handbolta er lekur og upplýsingar virðast flæða þaðan óhindrað. Þetta var meðal þess sem var til umræðu í Handkastinu í gær. Guðmundur Guðmundsson var látinn fara sem landsliðsþjálfari Íslands í síðustu viku. Síðan þá hafa fregnir borist af því að samband hans við leikmenn hafi ekki verið gott. Í útsendingu Seinni bylgjunnar frá leik Vals og PAUC í Evrópudeildinni á Stöð 2 Sport í síðustu viku sagði Arnar Daði Arnarsson að „skemmd epli“ innan búningsklefa Íslands hafi leitt til brotthvarfs Guðmundar. „Ég held að landsliðsnefndin verði að draga smá lærdóm af þessu af því Guðmundur Guðmundsson missti ekki klefann á þessu móti. Sagan segir að hann hafi misst klefann jafnvel úti í Egyptalandi [á HM 2021]. En menn þorðu ekki að rífa í gikkinn þá og ætluðu ekki að rífa í gikkinn núna. En það voru skemmd epli innan klefans og leikmenn margir hverjir að mér skilst á því að tíma Guðmundar með landsliðið væri lokið,“ sagði Arnar Daði. Brotthvarf Guðmundar var til umræðu í Handkastinu í gær. Henry Birgir Gunnarsson var gestur Arnars Daða ásamt Ásgeiri Jónssyni. Hann er svekktur út í leikmenn landsliðsins og hvernig þeir létu eftir lokaleik Íslands á HM þar sem liðið vann Brasilíu, 43-39, og hvernig þeir virtust kætast yfir hvernig Guðmundur lenti í „hakkavélinni“. „Það fór óstjórnlega í taugarnar á mér að eftir að leik lýkur og það verður mikið havarí í viðtölum að stór hópur íslenskra landsliðsmanna hafi nánast verið byrjaður að moka undan Guðmundi og gleðjast því að hann skildi hafa lent í einhverri hakkavél,“ sagði Henry Birgir. Köstuðu þjálfaranum fram af gilinu „Leikmenn sem ollu vonbrigðum og eiga stóra sök á því að íslenska liðið fór ekki lengra. Þeir hefðu að minnsta kosti mátt líta aðeins í spegil og jafnvel sumir hverjir skammast sín fyrir að hafa ekki gert betur en þeir gerðu, í stað þess að kasta þjálfaranum fram af gilinu. Það fór í taugarnar á mér.“ Henry Birgir Gunnarsson ræðir við Guðmund.vísir/vilhelm Ásgeir tók í sama streng og Henry Birgir. „Þetta er ekki gott til afspurnar, eitthvað svona á miðju móti eða rétt eftir mót, bara út af prinsippástæðum.“ Fékk ótrúlegustu sendingar Arnar Daði furðar sig á hversu auðveldlega upplýsingar berast úr leikmannahópi Íslands og til fjölmiðla og þeirra sem vilja heyra. „Ég fékk ótrúlegar sendingar, kannski ekki beint frá landsliðsmönnum en eins og landsliðsmenn hafi verið að biðja vini og vandamenn um að senda mér alls konar skilaboð. Ég hef ekki þjálfað í mörg ár en þetta er það síðasta sem þú vilt. Þú vilt ekki að klefinn leki,“ sagði Arnar Daði. „Ég á ekki sem fjölmiðlamaður, þótt það sé frábært fyrir mig og ég þakki fyrir allar sendingarnar sem ég fékk, að fá skilaboð um það hvernig Guðmundur hegðaði sér á myndbandsfundum, á æfingum, hvernig samskipti hans við leikmenn voru eða hvernig hálfleiksræðan var. Þarna er hrikalega stórt vandamál.“ Klefinn á að vera heilagur Ásgeir segir að svona lagað eigi ekki að líðast. „Þetta er eitt af grunnprinsippum hópíþrótta. Klefinn er heilagur,“ sagði hann. „Menn mega alveg vera ósáttir og tala opinskátt um það við þjálfarann og innan hópsins. En að puða svona eitri út í staðinn fyrir að ræða þetta opinskátt innan hópsins er algjört prinsippleysi, alveg sama hvaða teymi er að vinna saman. Þetta er menning sem á ekki að vera í neinu góðu liði.“ Henry Birgir tók aftur við boltanum. „Þetta er óþolandi og fyrir neðan allar hellur. Þú vinnur innan frá en ferð ekki í þennan skítadreifara sem menn fóru í.“ Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Umræðan um landsliðið hefst á 52:50. Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Handkastið Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Maté hættir með Hauka Körfubolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson var látinn fara sem landsliðsþjálfari Íslands í síðustu viku. Síðan þá hafa fregnir borist af því að samband hans við leikmenn hafi ekki verið gott. Í útsendingu Seinni bylgjunnar frá leik Vals og PAUC í Evrópudeildinni á Stöð 2 Sport í síðustu viku sagði Arnar Daði Arnarsson að „skemmd epli“ innan búningsklefa Íslands hafi leitt til brotthvarfs Guðmundar. „Ég held að landsliðsnefndin verði að draga smá lærdóm af þessu af því Guðmundur Guðmundsson missti ekki klefann á þessu móti. Sagan segir að hann hafi misst klefann jafnvel úti í Egyptalandi [á HM 2021]. En menn þorðu ekki að rífa í gikkinn þá og ætluðu ekki að rífa í gikkinn núna. En það voru skemmd epli innan klefans og leikmenn margir hverjir að mér skilst á því að tíma Guðmundar með landsliðið væri lokið,“ sagði Arnar Daði. Brotthvarf Guðmundar var til umræðu í Handkastinu í gær. Henry Birgir Gunnarsson var gestur Arnars Daða ásamt Ásgeiri Jónssyni. Hann er svekktur út í leikmenn landsliðsins og hvernig þeir létu eftir lokaleik Íslands á HM þar sem liðið vann Brasilíu, 43-39, og hvernig þeir virtust kætast yfir hvernig Guðmundur lenti í „hakkavélinni“. „Það fór óstjórnlega í taugarnar á mér að eftir að leik lýkur og það verður mikið havarí í viðtölum að stór hópur íslenskra landsliðsmanna hafi nánast verið byrjaður að moka undan Guðmundi og gleðjast því að hann skildi hafa lent í einhverri hakkavél,“ sagði Henry Birgir. Köstuðu þjálfaranum fram af gilinu „Leikmenn sem ollu vonbrigðum og eiga stóra sök á því að íslenska liðið fór ekki lengra. Þeir hefðu að minnsta kosti mátt líta aðeins í spegil og jafnvel sumir hverjir skammast sín fyrir að hafa ekki gert betur en þeir gerðu, í stað þess að kasta þjálfaranum fram af gilinu. Það fór í taugarnar á mér.“ Henry Birgir Gunnarsson ræðir við Guðmund.vísir/vilhelm Ásgeir tók í sama streng og Henry Birgir. „Þetta er ekki gott til afspurnar, eitthvað svona á miðju móti eða rétt eftir mót, bara út af prinsippástæðum.“ Fékk ótrúlegustu sendingar Arnar Daði furðar sig á hversu auðveldlega upplýsingar berast úr leikmannahópi Íslands og til fjölmiðla og þeirra sem vilja heyra. „Ég fékk ótrúlegar sendingar, kannski ekki beint frá landsliðsmönnum en eins og landsliðsmenn hafi verið að biðja vini og vandamenn um að senda mér alls konar skilaboð. Ég hef ekki þjálfað í mörg ár en þetta er það síðasta sem þú vilt. Þú vilt ekki að klefinn leki,“ sagði Arnar Daði. „Ég á ekki sem fjölmiðlamaður, þótt það sé frábært fyrir mig og ég þakki fyrir allar sendingarnar sem ég fékk, að fá skilaboð um það hvernig Guðmundur hegðaði sér á myndbandsfundum, á æfingum, hvernig samskipti hans við leikmenn voru eða hvernig hálfleiksræðan var. Þarna er hrikalega stórt vandamál.“ Klefinn á að vera heilagur Ásgeir segir að svona lagað eigi ekki að líðast. „Þetta er eitt af grunnprinsippum hópíþrótta. Klefinn er heilagur,“ sagði hann. „Menn mega alveg vera ósáttir og tala opinskátt um það við þjálfarann og innan hópsins. En að puða svona eitri út í staðinn fyrir að ræða þetta opinskátt innan hópsins er algjört prinsippleysi, alveg sama hvaða teymi er að vinna saman. Þetta er menning sem á ekki að vera í neinu góðu liði.“ Henry Birgir tók aftur við boltanum. „Þetta er óþolandi og fyrir neðan allar hellur. Þú vinnur innan frá en ferð ekki í þennan skítadreifara sem menn fóru í.“ Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Umræðan um landsliðið hefst á 52:50.
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Handkastið Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Maté hættir með Hauka Körfubolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti