Að verja sig á samfélagsmiðlum „eins og að kasta sprengju inn í hænsnabú“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. mars 2023 19:18 G. Andri Bergmann er framkvæmdastjóri Procura Home. Aðsend Framkvæmdastjóri hefur áhyggjur af umræðum um fyrirtæki á samfélagsmiðlum, sem hann segir afar skautaðar. Erfitt geti reynst fyrir þá sem að baki fyrirtækjunum standa að bera hönd yfir höfuð sér þegar umræðan er komin á skrið. G. Andri Bergmann er framkvæmdastjóri Procura Home. Hann var til viðtals á Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag, þar sem hann ræddi umræður á samfélagsmiðlum, og rakti það sem nýlega hafði drifið á daga hans fyrirtækis. „Það var viðskiptavinur okkar fyrirtækis sem var ekki sátt við eitthvað í okkar þjónustu. Hún fer inn á kvennaspjall sem ég man ekki alveg hvað heitir, og setur fram í hástöfum: „Ég vil vara ykkur við að eiga viðskipti við Procura.“ Þetta var gert af því að þarna er mikið spurt um hvað fólk hafi heyrt um Procura, og það hefur yfirleitt verið nokkuð jákvætt.“ Því næst hafi fulltrúar fyrirtækisins farið inn á spjallvetvanginn og ætlað sér að verja sig og segja söguna eins og hún var. Það hafi verið mistök. „Það er svona eins og að kasta sprengju inn í hænsnabú,“ segir Andri. Bendir á Lúkasarmálið sem dæmi Andri segir umræðum á netinu hætta til að vera í ökkla eða eyra. „Annað hvort ertu algjörlega vonlaus eða þá að þú ert algjörlega frábær. Það er ekkert þar á milli,“ segir Andri. Í aðsendri grein eftir Andra, sem birtist á Vísi í gær, tekur hann Lúkasarmálið sem dæmi. „Það er kannski þetta þekktasta, og eitthvað sem allir vita. Þetta Lúkasarmál þar sem búið var að taka ákveðinn einstakling af lífi fyrir að myrða hund. Síðan kemur bara í ljós að hundurinn er sprelllifandi. Það var nákvæmlega það sama þar, fólk fór inn á netið, og ég veit nú ekki hvar þetta hefði endað ef Facebook og Twitter hefði verið jafn víðtækt og það er núna, og sagði kinnroðalaust: „Já ég sá þetta, já ég veit þetta, já ég er alveg viss um að ég sá hundinn þarna,“ og svo framvegis,“ segir Andri. Geti auðveldlega haft mikil áhrif Andri segist hafa áhyggjur af því að færslur sem þessar hafi áhrif á rekstur hans. „Auðvitað getur þetta haft áhrif á lítið fyrirtæki. Það þarf ekki nema kannski fimm einstaklinga til að hætta við að eiga viðskipti við okkur og þá er það bara stórtjón.“ Aðspurður hvort einhver ráð séu fyrir hann til að verja sig, segist hann hafa verið hvattur til að spá ekki í málinu og aðhafast ekkert. „En fólk hefði þá líka bara haldið áfram að níða niður einhver önnur fyrirtæki, aðra einstaklinga, og svo framvegis. Eina ráðið sem ég hafði til að verja mig, því ég gat ekki gert það þarna inni, þar sem ég var togaður niður í einhvern drulupytt og tjargaður, eina ráðið til að berjast gegn háværri lygi er að segja sannleikann enn hærra. Það var ætlunin með þessari grein, að reyna að tengja hana við vandamálið, frekar en að tengja hana algjörlega við Procura og hvað hefði verið sagt um okkur,“ segir Andri. Andri segir viðbrögðin við pistli hans hafa verið umtalsverð. „Fólk hefur haft samband við mig og sagt að þetta sé nákvæmlega það sem er að gerast. Fólk hefur áhyggjur af þessu,“ segir hann. Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Lúkasarmálið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
G. Andri Bergmann er framkvæmdastjóri Procura Home. Hann var til viðtals á Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag, þar sem hann ræddi umræður á samfélagsmiðlum, og rakti það sem nýlega hafði drifið á daga hans fyrirtækis. „Það var viðskiptavinur okkar fyrirtækis sem var ekki sátt við eitthvað í okkar þjónustu. Hún fer inn á kvennaspjall sem ég man ekki alveg hvað heitir, og setur fram í hástöfum: „Ég vil vara ykkur við að eiga viðskipti við Procura.“ Þetta var gert af því að þarna er mikið spurt um hvað fólk hafi heyrt um Procura, og það hefur yfirleitt verið nokkuð jákvætt.“ Því næst hafi fulltrúar fyrirtækisins farið inn á spjallvetvanginn og ætlað sér að verja sig og segja söguna eins og hún var. Það hafi verið mistök. „Það er svona eins og að kasta sprengju inn í hænsnabú,“ segir Andri. Bendir á Lúkasarmálið sem dæmi Andri segir umræðum á netinu hætta til að vera í ökkla eða eyra. „Annað hvort ertu algjörlega vonlaus eða þá að þú ert algjörlega frábær. Það er ekkert þar á milli,“ segir Andri. Í aðsendri grein eftir Andra, sem birtist á Vísi í gær, tekur hann Lúkasarmálið sem dæmi. „Það er kannski þetta þekktasta, og eitthvað sem allir vita. Þetta Lúkasarmál þar sem búið var að taka ákveðinn einstakling af lífi fyrir að myrða hund. Síðan kemur bara í ljós að hundurinn er sprelllifandi. Það var nákvæmlega það sama þar, fólk fór inn á netið, og ég veit nú ekki hvar þetta hefði endað ef Facebook og Twitter hefði verið jafn víðtækt og það er núna, og sagði kinnroðalaust: „Já ég sá þetta, já ég veit þetta, já ég er alveg viss um að ég sá hundinn þarna,“ og svo framvegis,“ segir Andri. Geti auðveldlega haft mikil áhrif Andri segist hafa áhyggjur af því að færslur sem þessar hafi áhrif á rekstur hans. „Auðvitað getur þetta haft áhrif á lítið fyrirtæki. Það þarf ekki nema kannski fimm einstaklinga til að hætta við að eiga viðskipti við okkur og þá er það bara stórtjón.“ Aðspurður hvort einhver ráð séu fyrir hann til að verja sig, segist hann hafa verið hvattur til að spá ekki í málinu og aðhafast ekkert. „En fólk hefði þá líka bara haldið áfram að níða niður einhver önnur fyrirtæki, aðra einstaklinga, og svo framvegis. Eina ráðið sem ég hafði til að verja mig, því ég gat ekki gert það þarna inni, þar sem ég var togaður niður í einhvern drulupytt og tjargaður, eina ráðið til að berjast gegn háværri lygi er að segja sannleikann enn hærra. Það var ætlunin með þessari grein, að reyna að tengja hana við vandamálið, frekar en að tengja hana algjörlega við Procura og hvað hefði verið sagt um okkur,“ segir Andri. Andri segir viðbrögðin við pistli hans hafa verið umtalsverð. „Fólk hefur haft samband við mig og sagt að þetta sé nákvæmlega það sem er að gerast. Fólk hefur áhyggjur af þessu,“ segir hann.
Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Lúkasarmálið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira